Söngfuglarnir [1] (1974-75)

Þau Kristín Lilliendahl og Árni Blandon slógu í gegn sem Söngfuglarnir um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, þau sendu frá sér eina plötu undir því nafni og á henni er m.a. að finna eilífðarsmellinn Ég ætla að mála allan heiminn elsku mamma. Kristín og Árni sungu fyrst barnalög opinberlega um haustið 1974 þegar þau komu…

Söngfuglarnir [1] – Efni á plötum

Söngfuglarnir – Kristín Lilliendal og Árni Blandon sem voru Söngfuglarnir syngja 20 barnalög Útgefandi: SG-hljómplötur / Íslenskir tónar  Útgáfunúmer: SG – 089 / IT 351 Ár: 1975 / 2011 1. Skakkur og skrýtinn maður 2. Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mamma 3. Boli boli bankar á dyr 4. Aumingja smalinn 5. Kisa mín, kisa…

Söngsveit Hlíðarbæjar (1975-90)

Blandaður kór undir nafninu Söngsveit Hlíðarbæjar starfaði í Glæsibæjarhreppi (nú Hörgárbyggð) við vestanverðan Eyjafjörð um fimmtán ára skeið á seinni hluta síðustu aldar. Söngsveit Hlíðarbæjar var stofnuð haustið 1975 af áhugafólki um söng og félagslíf í Glæsibæjarhreppi en um var að ræða blandaðan kór sem kenndi sig við félagsheimilið Hlíðarbæ sem er staðsett fáeina kílómetra…

Sönglagakeppni Heklu – sambands norðlenskra karlakóra [tónlistarviðburður] (1956)

Haustið 1956 efndi Hekla, samband norðlenskra karlakóra til sönglagakeppni en árið á undan hafði Landsamband blandaðra kóra staðið fyrir sams konar keppni og var hugmyndin sjálfsagt að einhverju leyti þaðan komin. Um vorið 1956 hafði verið haldin söngtextakeppni um „Heklu“ og þar hafði texti eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu borið sigur úr býtum en keppendum…

Sönglagakeppni eldri borgara [tónlistarviðburður] (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um viðburð sem haldin var á veitinga- og skemmtistaðnum Broadway á Hótel Íslandi haustið 1999 undir yfirskriftinni Sönglagakeppni eldri borgara. Svo virðist sem þess keppni hafi á einhvern hátt verið tengd Ríkisútvarpinu en í auglýsingum fyrir viðburðinn er jafnframt nefnt að KK sextett og Ragnar Bjarnason leiki.

Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa (um 1946-48)

Lítið er vitað um kvintett stúlkna úr skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum sem skemmtu eitthvað á opinberum vettvangi um og upp úr miðjum fimmta áratug liðinnar aldar, líklega u.þ.b. á árunum 1946 til 48. Kvintettinn sem hér er kallaður Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa, var skipaður þeim Láru Vigfúsdóttur, Ásu Helgadóttur, Svövu Alexandersdóttur, Ragnheiði Sigurðardóttur og Lilju…

Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Söngkeppni F.Su 1999 – ýmsir Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Ingileif Hrönn Friðjónsdóttir – Torn 2. Adrianna Karolina Bialobrezka – Nobody‘s wife 3. Halla Kjartansdóttir – Glugginn 4. Bergsveinn Theódórsson & Kristín Böðvarsdóttir – Rockafella Cindarella 5. Elfa Arnardóttir – Ain‘t no sunshine when you‘re gone 6. Sjöfn Gunnarsdóttir – Sounds of silence 7.…

Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] (1990-)

Söngkeppni framhaldsskólanna er sér íslenskur viðburður sem haldin hefur verið síðan árið 1990. Keppnin hefur síðan þá einungis fallið niður í eitt skipti. Fyrsta söngkeppnin var haldin vorið 1990 en hugmyndin var ekki alveg ný af nálinni, undirbúningur hafði þá staðið yfir frá því haustið á undan en keppnin átti sér lengri aðdraganda. Fjórtán skólar…

Söngmeyjar Samvinnuskólans (1955-56)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sönghóp stúlkna við Samvinnuskólann á Bifröst sem starfaði veturinn 1955 til 56 undir nafninu Söngmeyjar Samvinnuskólans, hugsanlega einnig undir nafninu The Singing sisters. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan sönghóp, s.s. hverjar skipuðu hann og hversu lengi hann starfaði.

Sönglagakeppni Reykjavíkurborgar [tónlistarviðburður] (1986)

Þegar haldið var upp á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar sumarið 1986 var blásið til margvíslegra hátíðahalda og m.a. var haldin sönglagakeppni af því tilefni, keppni sem reyndar fór ekki mikið fyrir enda var ýmislegt annað tónlistartengt s.s. tónleikahald á Arnarhóli sem hlaut meiri athygli. Í keppnina sem bar heitið Með þínu lagi en var yfirleitt…

Sönglagakeppni LBK [tónlistarviðburður] (um 1955)

Landsamband blandaðra kóra (LBK) stóð fyrir sönglagakeppni – að öllum líkindum tvívegis en því miður eru heimildir af skornum skammti og því er lítið hægt að fullyrða um það. Það var í nóvember 1953 sem LBK setti á fót ljóðasamkeppni sem átti að verða eins konar forsmekkurinn að sönglagakeppni sem kæmi í kjölfarið en keppnirnar…

Söngsextettinn Gammi (1977)

Söngsextettinn Gammi starfaði að öllum líkindum á Akureyri árið 1977 en þá söng sextettinn á 150 ára afmælishátíð Amtbókasafnsins í bænum, svo virðist sem Gammi hafi komið fram í þetta eina skipti. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngsextettinn Gamma.

Afmælisbörn 12. júlí 2023

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og þriggja ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…