Strax (1986-90)

Saga hljómsveitarinnar Strax er óneitanlega samofin sögu Stuðmanna enda var þetta ein og sama sveitin framan af – útflutningsútgáfa Stuðmanna, segja má að Strax hafi síðar klofnað frá hinum stuðmennska uppruna sínum og orðið að lokum að sjálfstæðri einingu sem fjarskyldur ættingi. Upphaf Strax má rekja til Kínaferðar Stuðmanna en forsagan er sú að árið…

Strax – Efni á plötum

Strax – Moscow Moscow [ep] Útgefandi: Bluebird records Útgáfunúmer: Bluebird 01112 Ár: 1986 1. Moscow Moscow 2. Moscow Moscow (instrumental) Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]       Strax – Moscow Moscow [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: STRAX 1 Ár; 1986 1. Moscow Moscow 2. Sur la plage de souvenir Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]  …

Söngsystur [5] (1994-99)

Sönghópurinn Söngsystur vakti töluverða athygli undir lok síðustu aldar og kom víða fram opinberlega, m.a. í tónlistarsýningum á Hótel Íslandi – hópurinn hafði að geyma söngkonur sem síðar urðu þekktar sem slíkar. Söngsystur munu hafa orðið til snemma árs 1994 eftir að nokkrar stúlkur á menntaskólaaldri kynntust á söngleikjanámskeiði og ákváðu að stofna til samstarfs…

Söngsystur [1] (1961-62)

Í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni veturinn 1961 til 62 varð til sextett nemenda við skólann sem kallaði sig Söngsystur, og kom fram á skemmtunum tengdum skólanum – og e.t.v. víðar. Upplýsingar um Söngsystur eru fremur takmarkaðar, Hjördís Geirsdóttir (síðar þekkt söngkona) var ein þeirra og lék hún einnig á gítar með þeim stöllum en nöfn hinna…

Söngsveitin Bóbó (1978)

Söngsveitin Bóbó (einnig kallað Söngtríóið Bóbó) starfaði árið 1978 og kom þá í nokkur skipti fram á baráttu- og skemmtifundum herstöðvaandstæðinga og víðar á vinstri kantinum, um vorið og sumarið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum. Engar upplýsingar er að finna hverjir eða hver skipuðu þennan sönghóp og er því hér með óskað eftir slíkum upplýsingum.

Söngsystur [10] (2003-05)

Svo virðist sem dúett tveggja kvenna hafi verið starfræktur 2003 og 05 (e.t.v. miklu lengur) undir nafninu Söngsystur og að aðalverkefni þeirra hafi verið að skemmta yngstu kynslóðinni á höfuðborgarsvæðinu. Engar frekari upplýsingar finnast um þessar tvær Söngsystur, hverjar þær voru og hversu lengi þær störfuðu undir því nafni en upplýsingar þess efnis má gjarnan…

Söngsystur [9] (1999 / 2006)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghópinn/hópana Söngsystur sem störfuðu í Hafnarfirði um og eftir aldamótin 2000. Annars vegar er um að ræða anga úr Gaflarakórnum í Hafnarfirði, lítinn sönghóp sem kallaði sig Söngsystur árið 1999 – hins vegar Söngsystur úr eldri Kór Hafnarfjarðarkirkju árið 2006 en þann hóp skipuðu þær Jóhanna Linnet, Ingveldur G. Ólafsdóttir,…

Söngsystur [8] (1999-2006)

Á Akranesi var starfræktur sönghópur kvenna undir nafninu Söngsystur, og reyndar gæti verið um tvo aðskilda sönghópa að ræða. Í ársbyrjun 1999 söng hópur fimm kvenna undir þessu nafni á þorrablóti á Skaganum en upplýsingar um þær eru af skornum skammti, þrjár þeirra léku einnig á gítara. Söngsystur störfuðu einnig á Akranesi árið 2003 og…

Söngsystur [7] (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvartett, að líkindum starfandi í Rangárþingi undir nafninu Söngsystur árið 1996. Söngsystur sungu á Héraðsvöku Rangæinga vorið 1997 en meira liggur ekki fyrir um þennan kvartett.

Söngsystur [6] (1996-97)

Söngsystur var að öllum líkindum lítill sönghópur sem söng trúarlega söngva, að minnsta kosti komu þær Söngsystur við sögu í nokkrum messum í Seljakirkju árin 1996 og 97. Að öllum líkindum er hér ekki um að ræða sönghóp sem starfaði um sömu mundir undir sama nafni. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessar Söngsystur, s.s.…

Söngsystur [5] – Efni á plötum

Bítlaárin ‘60 – ’70: ’68 kynslóðin skemmtir sér – ýmsir Útgefandi: Aðalstöðin, Ólafur Laufdal Útgáfunúmer: Aðalstöðin Ólafur Laufdal 001 Ár: 1996 1. Ari Jónsson, Pálmi Gunnarsson, Bjarni Arason og Björgvin Halldórsson – Áratugur æskunnar; Long and winding road / All my loving / Black is black / Reach out I’ll be there / You’ve lost that loving feeling…

Söngsystur [4] (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghóp sem kallaðist Söngsystur og var að öllum líkindum ættaður úr Hólahverfinu í Breiðholti. Söngsystur voru meðal skemmtiatriða í hátíðardagskrá Reykjavíkurborgar á 17. júní sumarið 1991 en annað liggur ekki fyrir um þennan hóp.

Afmælisbörn 19. júlí 2023

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og níu ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…