Söngvinir [2] (1989-)

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi hefur verið starfræktur um árabil, lengst undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Sigurðar Bragasonar og Kjartans Sigurjónssonar en hin síðari ár hafa mun fleiri komið að kórstjórninni. Söngvinir voru að öllum líkindum stofnaðir árið 1989 og var Kristín Sæunn Pjetursdóttir stjórnandi kórsins fyrstu árin eða allt til ársins 1994 þegar Sigurður…

Söngvinir [1] (1944-45)

Veturinn 1944-45 starfaði tvöfaldur kvartett í Vestmannaeyjum undir nafninu Söngvinir og setti nokkurn svip á sönglífið í Eyjum. Tildrög þess að Söngvinir voru stofnaðir vorið 1944 voru þau að starfsemi Karlakórs Vestmannaeyja sem hafði verið stofnaður 1941 lá niðri þar sem stjórnandi hans, Helgi Þorláksson hafði flutt úr Eyjum, átta félagar úr kórnum brugðu því…

Sönglög á Suðurlandi [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Sönglög á Suðurlandi ‘90: Dægurlagakeppni – ýmsir Útgefandi: Músíkþjónustan Útgáfunúmer: MÞJ 001 Ár: 1990 / 2024 1. Ólafur Þórarinsson – Kveðja 2. Elvar Gunnarsson – Skyndibiti 3. Kristjana Stefánsdóttir – Svona er lífið 4. Ólafur Bachmann – Eitt er víst 5. Davíð Kristjánsson – Hví er ég að þessu? 6. Ólafur Bachmann – Löng leið…

Sönglög á Suðurlandi [tónlistarviðburður] (1990)

Árið 1990 var haldin sönglagakeppni sem hlaut nafnið Sönglög á Suðurlandi en hugmyndasmiðurinn að henni var Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) sem þá var skemmtanastjóri á Hótel Selfossi en hljómsveit hans, Karma sá um allan undirleik í keppninni. Nokkur undankvöld voru haldin og fóru úrslitin fram í apríl þar sem ellefu lög kepptu til úrslita,…

Sönghópurinn Sólarmegin – Efni á plötum

Sönghópurinn Sólarmegin – Sólarmegin Útgefandi: Sönghópurinn Sólarmegin Útgáfunúmer: CD SOL 1 Ár: 1996 1. Il bianco 2. Con amores 3. Hætt’ að gráta hringaná 4. Tíminn líður 5. Ástarkveðja 6. Við förum burt 7. Sumarnætur 8. Sumar er í sveitum 9. Nú sefur jörðin 10. Sumarmál 11. Haldiðún Gróa hafi 12. Litla Stína 13. Kvöldið…

Sönghópurinn Sólarmegin (1990-2001)

Saga Sönghópsins Sólarmegin á Akranesi spannaði yfir áratug og á þeim tíma sem hann starfaði hélt hann fjölda tónleika og gaf út eina plötu. Sönghópurinn Sólarmegin var stofnaður í upphafi árs 1990 af Ragnheiði Ólafsdóttur sem jafnframt varð fyrsti stjórnandi hópsins. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu kórinn í upphafi eða hversu margir voru þá í…

Söngsystur [2] (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratuginn kom fram söngflokkur stúlkna í Keflavík undir nafninu Söngsystur en þær munu einungis hafa birst opinberlega í eitt skipti. Söngsystur skipuðu þeir Anna Dóróthea Garðarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Dóra Íris Gunnarsdóttir.

Sultur [2] (1998)

Akureyska pönkrokksveitin Sultur var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Ása Margrét Birgisdóttir söngkona, Agnar Hólm Daníelsson bassaleikari og söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristjáns B. Heiðarsson trommuleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna.

Söngsystur [12] (2013)

Tríó vestfirska kvenna skemmti á árlegri kvöldvöku að Holti í Önundarfirði sumarið 2013 undir nafninu Söngsystur, þetta voru þær Dagný Arnalds, Rúna Esradóttir og Arnheiður Steinþórsdóttir en ekki liggja fyrir upplýsingar um að þær hafi komið fram opinberlega á öðrum vettvangi svo líkast til hefur þetta verið verkefni tengt þessum eina viðburði.

Söngsystur [11] (2008-09)

Upplýsingar óskast um Söngsystur sem störfuðu í Kópavogi á árunum 2008 og 09, e.t.v. lengur. Svo virðist sem þessar Söngsystur hafi verið starfræktar innan Kvennakórs Kópavogs en annað liggur ekki fyrir um þær.

Splæsing nönns – Efni á plötum

Splæsing nönns – Why? [demo] Útgefandi: Splæsing nönns Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Scream! 2. Why 3. Quiet! Flytjendur: Viðar Sigmundsson – gítar Helgi Jónsson – trommur Bragi Bragason – söngur Kristján B. Heiðarsson – bassi

Afmælisbörn 26. júlí 2023

Fjögur afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona er sextíu og eins árs í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…