Sönglagakeppni eldri borgara [tónlistarviðburður] (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um viðburð sem haldin var á veitinga- og skemmtistaðnum Broadway á Hótel Íslandi haustið 1999 undir yfirskriftinni Sönglagakeppni eldri borgara. Svo virðist sem þess keppni hafi á einhvern hátt verið tengd Ríkisútvarpinu en í auglýsingum fyrir viðburðinn er jafnframt nefnt að KK sextett og Ragnar Bjarnason leiki.

Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa (um 1946-48)

Lítið er vitað um kvintett stúlkna úr skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum sem skemmtu eitthvað á opinberum vettvangi um og upp úr miðjum fimmta áratug liðinnar aldar, líklega u.þ.b. á árunum 1946 til 48. Kvintettinn sem hér er kallaður Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa, var skipaður þeim Láru Vigfúsdóttur, Ásu Helgadóttur, Svövu Alexandersdóttur, Ragnheiði Sigurðardóttur og Lilju…

Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Söngkeppni F.Su 1999 – ýmsir Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Ingileif Hrönn Friðjónsdóttir – Torn 2. Adrianna Karolina Bialobrezka – Nobody‘s wife 3. Halla Kjartansdóttir – Glugginn 4. Bergsveinn Theódórsson & Kristín Böðvarsdóttir – Rockafella Cindarella 5. Elfa Arnardóttir – Ain‘t no sunshine when you‘re gone 6. Sjöfn Gunnarsdóttir – Sounds of silence 7.…

Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] (1990-)

Söngkeppni framhaldsskólanna er sér íslenskur viðburður sem haldin hefur verið síðan árið 1990. Keppnin hefur síðan þá einungis fallið niður í eitt skipti. Fyrsta söngkeppnin var haldin vorið 1990 en hugmyndin var ekki alveg ný af nálinni, undirbúningur hafði þá staðið yfir frá því haustið á undan en keppnin átti sér lengri aðdraganda. Fjórtán skólar…

Söngmeyjar Samvinnuskólans (1955-56)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sönghóp stúlkna við Samvinnuskólann á Bifröst sem starfaði veturinn 1955 til 56 undir nafninu Söngmeyjar Samvinnuskólans, hugsanlega einnig undir nafninu The Singing sisters. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan sönghóp, s.s. hverjar skipuðu hann og hversu lengi hann starfaði.

Sönglagakeppni Reykjavíkurborgar [tónlistarviðburður] (1986)

Þegar haldið var upp á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar sumarið 1986 var blásið til margvíslegra hátíðahalda og m.a. var haldin sönglagakeppni af því tilefni, keppni sem reyndar fór ekki mikið fyrir enda var ýmislegt annað tónlistartengt s.s. tónleikahald á Arnarhóli sem hlaut meiri athygli. Í keppnina sem bar heitið Með þínu lagi en var yfirleitt…

Sönglagakeppni LBK [tónlistarviðburður] (um 1955)

Landsamband blandaðra kóra (LBK) stóð fyrir sönglagakeppni – að öllum líkindum tvívegis en því miður eru heimildir af skornum skammti og því er lítið hægt að fullyrða um það. Það var í nóvember 1953 sem LBK setti á fót ljóðasamkeppni sem átti að verða eins konar forsmekkurinn að sönglagakeppni sem kæmi í kjölfarið en keppnirnar…

Söngsextettinn Gammi (1977)

Söngsextettinn Gammi starfaði að öllum líkindum á Akureyri árið 1977 en þá söng sextettinn á 150 ára afmælishátíð Amtbókasafnsins í bænum, svo virðist sem Gammi hafi komið fram í þetta eina skipti. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngsextettinn Gamma.

Afmælisbörn 12. júlí 2023

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og þriggja ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Afmælisbörn 11. júlí 2023

Níu afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Afmælisbörn 10. júlí 2023

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og fimm ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2023

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar sjö talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Afmælisbörn 8. júlí 2023

2023 Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir á fjörutíu og eins árs afmæli í dag. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum…

Afmælisbörn 7. júlí 2023

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og sex ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Afmælisbörn 6. júlí 2023

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn,…

Söngfélagið Sunnan heiða (1999-2004)

Kór eða söngfélag mestmegnis skipað söngfólki af svarfdælskum uppruna starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin undir nafninu Söngfélagið Sunnan heiða – reyndar gekk hópurinn fyrst um sinn ýmist undir nafninu Kór Svarfdæla/Svarfdælinga sunnan heiða, jafnvel Svarfdælingakórinn í Reykjavík en Sunnan heiða nafnið varð ofan á að lokum og undir því nafni…

Söngfélagið Sunnan heiða – Efni á plötum

Söngfélagið Sunnan heiða, Gunnsteinn Ólafsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson baritón, Pétur Björnsson kvæðamaður – Stemmur Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 1. kynning 2. Stemmur Flytjendur: Söngfélagið Sunnan heiða – söngur undir stjórn Kára Gestssonar Ólafur Kjartan Sigurðsson – einsöngur Pétur Björnsson – rímur

Svarfdælingakórinn í Reykjavík (1983-87)

Fremur fáar heimildir er að finna um kór brottfluttra Svarfdælinga í Reykjavík sem starfaði innan Samtaka Svarfdælinga á höfuðborgarsvæðinu á níunda áratug liðinnar aldar, kórinn virðist hafa gengið undir nokkrum nöfnum en Svarfdælingakórinn í Reykjavík mun mestmegnis hafa verið notað. Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1983 til 87 og ekki alveg samfleytt…

Söngdagar í Skálholti [tónlistarviðburður] (1979-92)

Um fimmtán ára skeið var haldinn árlegur tónlistarviðburður í Skálholti þar sem fólk úr ýmsum áttum hittist og æfði söng sem var svo fluttur á tónleikum í Skálholtskirkju, undir yfirskriftinni Söngdagar í Skálholti en hugmyndin og frumkvæðið kom frá Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara sem var alla tíð stjórnandi verkefnisins, fleira tónlistarfólk kom þó einnig að verkefninu.…

Söngdívur (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvintett sem starfaði á Raufarhöfn árið 1995 undir nafninu Söngdívur en kvintettinn gæti þá hafa verið starfandi um nokkurn tíma.

Söngflokkur Reykdæla (1916)

Haustið 1916 fóru tólf ungir menn úr Ungmennafélagi Reykdæla í Borgarfirðinum til Reykjavíkur til fundar við tónlistarfrömuðinn Sigfús Einarsson og námu hjá honum kórsöng í nokkra daga. Þessi sönghópur er kallaður Söngflokkur Reykdæla í heimild og söng hann opinberlega á skemmtifundi hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur í þessari sömu ferð við góðar undirtektir. Ekki liggur fyrir hvort…

Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga (1939)

Kór stúlkna söng á afmælishátíð Kvennaskóla Húnvetninga sumarið 1939 þegar skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínu með veglegum hátíðarhöldum. Sólveig Benediktsdóttir stjórnaði þá kórnum sem gekk undir nafninu Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga. Engar heimildir eru til um að þessi kór hafi verið starfræktur á öðrum tíma en upplýsingar um hann eru vel þegnar.

Söngkvartett MA (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngkvartett MA sem keppti í Viðarstauk, tónlistarkeppni Menntaskólans á Akureyri árið 1993. Að öllum líkindum var um söngkvartett að ræða eftir nafninu að dæma en það þarf þó ekki endilega að vera enda getur menntaskólahúmor teygst víða og í allar áttir.

Sönghópurinn Október [1] (1974-76)

Sönghópurinn eða Söngsveitin Október var starfandi innan vinstri hreyfingarinnar um miðjan áttunda áratuginn, að minnsta kosti frá árinu 1974 og eitthvað fram eftir árinu 1976 en þá var auglýst eftir fleiri söngröddum og svo gítarleikara, svo ljóst er að hópurinn kom fram við gítarundirleik, hópurinn skemmti í nokkur skipti á skemmtunum og fundum. Upplýsingar um…

Sönghópurinn Emil og Anna Sigga (1985-99)

Á síðasta hluta tuttugustu aldarinnar var starfræktur sönghópur – misstór og með hléum, sem skemmti með fjölbreytilegum söng allt frá Bítlunum til Bach, undir nafninu Sönghópurinn Emil og Anna Sigga. Haustið 1985 var sönghópurinn stofnaður sem kvartett og voru upphaflegir meðlimir hans þeir Bergsteinn Björgúlfsson tenór, Snorri Wium tenór, Sigurður Halldórsson kontratenór og Ingólfur Helgason…

Söngkvartett ML (1960-68)

Innan Menntaskólans á Laugarvatni störfuðu söngkvartettar stóran hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og hefur Glatkistan upplýsingar um nokkra slíka. Sá fyrsti var starfandi um 1960 og hann skipuðu þeir Gestur Steinþórsson fyrsti tenór, Sigurður Rúnar Símonarson annar tenór, Þórhallur Hróðmarsson fyrsti bassi og Sigurjón Jónsson annar bassi. Ingimar Eydal annaðist undirleik og æfði kvartettinn. Næsti…

Afmælisbörn 5. júlí 2023

Hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og átta ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2023

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill,…

Afmælisbörn 3. júlí 2023

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Tónlistarmaðurinn Lýður Ægisson hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2019. Lýður (f. 1948), sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði…

Afmælisbörn 2. júlí 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og fjögurra ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Afmælisbörn 1. júlí 2023

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…