Hallbjörg Bjarnadóttir (1917-97)

Söngkonan Hallbjörg Bjarnadóttir var sannkallað kamelljón en hún hafði þá hæfileika að raddsvið hennar var víðara en annarra og því gat hún sungið á söngsviði sem spannaði fjórar áttundir, hún skemmti víða um heim með því að herma eftir þekktum söngvurum af báðum kynjum. Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist á Snæfellsnesi vorið 1917 – reyndar eru heimildir…

Halldór V. Hafsteinsson (1973-)

Óskað er eftir upplýsingum um tónlistarmanninn Halldór V. Hafsteinsson (f. 1973) sem sendi frá sér lagasmíð á safnplötunni Lagasafnið 2, sem kom út árið 1992. Þar virðist hann njóta aðstoðar hljómsveitarinnar Sexmenn sem hann var sjálfur meðlimur í en engar aðrar upplýsingar er að finna um hann eða tónlistarferil hans almennt, því er óskað eftir…

Hallbjörg Bjarnadóttir – Efni á plötum

Hallbjörg Bjarnadóttir – Jeg har elsket dig så længe jeg kan mindes / Moonlight and shadows [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 43286 Ár: 1938 1. Jeg har elsket dig så længe jeg kan mindes 2. Moonlight and shadows Flytjendur: Hallbjörg Bjarnadóttir – söngur strengjakvartett Elo Magnussen: – Elo Magnussen – [?] –…

Hafsteinn Reykjalín – Efni á plötum

Helga Möller og Ari Jónsson – Ljúfar stundir: Tónsmíðar Hafsteins Reykjalín, Helga Möller & Ari Jónsson flytja Útgefandi: Hafsteinn Reykjalín Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2012 1. Gefðu mér mynd 2. Halló, halló 3. Þá snýst hamingjunnar hjól 4. Í blómanna veröld 5. Syngjum og dönsum 6. Ég elska þig og dái 7. Já, dönsum og…

Hafsteinn Reykjalín (1940-)

Hafsteinn Reykjalín hefur komið víða við á ævi sinni en hefur á síðari árum birst sem eins konar fjöllistamaður, og meðal annars gefið út tvær plötur með frumsömdu efni. Trausti Hafsteinn Jóhannesson Reykjalín er fæddur (vorið 1940) og uppalinn á Hauganesi í Eyjafirði, hann nam vélfræði og starfaði m.a. sem vélstjóri áður en hann fluttist…

Halldórsstaðatríóið (um 1965)

Halldórsstaðatríóið var eins konar fjölskylduband starfandi á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, en tríóið lék fyrir dansi í Reykjadal og nærsveitum um nokkurra ára skeið. Það var faðirinn Friðrik Jónsson (organisti og kórstjórnandi í sveitinni) sem starfrækti bandið ásamt börnum sínum, Sigurði og Emilíu en öll léku þau á…

Halldór Þórólfsson (1879-1956)

Halldór Þórólfsson var stórt nafn í samfélagi Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada, þar stjórnaði hann kórum og kom oft fram sem einsöngvari en hann þótti hafa fagra baritón rödd. Halldór Þórólfsson (Halldór Thorolfsson) fæddist í Dölum hér heima á Íslandi haustið 1879, hann missti móður sína ungur og fluttist vestur um haf til Winnipeg í…

Halldór Þórðarson (1938-)

Halldór Þórðarson bóndi og hreppstjóri frá Breiðabólstað á Fellsströnd hefur verið framarlega í tónlistarstarfi Dalamanna um margra áratuga skeið sem organisti og kórstjórnandi, og þegar þetta er ritað fara áratugir hans í því starfi að nálgast sjö talsins. Halldór Þorgils Þórðarson fæddist snemma árs 1938 og er kominn af mikilli tónlistarætt, faðir hans hafði verið…

Hallgrímur Bergsson (1958-)

Hallgrímur Bergsson tónlistarmaður hefur samið og sent frá sér lög í gegnum tíðina en hann starfaði jafnframt m.a. með hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði um skeið. Hallgrímur (f. 1958) bjó fyrstu æviárin á Stöðvarfirði en var lengi vel á Fáskrúðsfirði á yngri árum sínum einnig, þar í bæ starfaði hann sem hljómborðsleikari með hljómsveitum eins og…

Hallfríður Ólafsdóttir – Efni á plötum

Hallfríður Ólafsdóttir – Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina Útgefandi: Forlagið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2008 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Rumon Gamba Valur Freyr Einarsson – upplestur Rannveig Káradóttir – söngur Músabandið: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Hallfríður Ólafsdóttir – Maximus Musikus besucht das Orchester Útgefandi: Schott Útgáfunúmer: [engar…

Hallfríður Ólafsdóttir (1964-2020)

Hallfríður Ólafsdóttir var í fremstu röð flautuleikara hér á landi en hún varð einnig þekkt sem hugmyndasmiðurinn og höfundurinn að tónlistarverkefninu Maxímús Músíkús sem margir þekkja bæði hér- og erlendis, Hallfríður var jafnframt virk í því að kynna tónlist kvenna. Hallfríður Ólafsdóttir fæddist árið 1964 og ólst upp í Kópavogi þar sem hún lagði stund…

Halldór Vilhelmsson (1938-2009)

Óperusöngvarinn Halldór Vilhelmsson söng með fjölda kóra á sínum tíma, einsöng með flestum þeirra auk þess sem hann söng fjölmörg óperuhlutverk á söngferli sínum og sem einsöngvari á hundruðum tónleika af öllum stærðum og gerðum. Halldór Kristinn Vilhelmsson bassasöngvari fæddist í Reykjavík vorið 1938 en ekki liggur fyrir hvort hann var af tónlistar- eða söngfólki…

Hallgrímur Sigtryggsson (1894-1990)

Nafn Hallgríms Sigtryggssonar er líklega öllu stærra og þekktara innan Sambands íslenskra samvinnufélaga en tónlistarheimsins en hans ber þó að minnast fyrir störf sín að söngmálum. Hallgrímur fæddist sumarið 1894 að Gilsbakka í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, hann fluttist síðan inn á Akureyri þar sem hann starfaði hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um skeið áður en hann flutti…

Afmælisbörn 6. september 2023

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafsson (Sverrir Stormsker) fagnar stórafmæli í dag en hann er sextugur. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við…