Halldór Kristinsson (1950-)

Tónlistarmaðurinn Halldór Kristinsson (oft nefndur Dóri í Tempó) var töluvert áberandi í íslenskri tónlist á sjöunda og áttunda áratugnum en hann var eins konar barnastjarna og síðar í einni af vinsælli hljómsveitum landsins, tríóinu Þremur á palli. Halldór (fæddur 1950) kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins tólf ára gamall þegar hann söng lagið It‘s now…

Halldór Kristinsson – Efni á plötum

Halldór Kristinsson – syngur eigin lög við ljóð Jóhannesar úr Kötlum [ep]  Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 572 Ár: 1973 1. Lamb í grænu túni 2. Seppi sat á hól 3. Rottan með skottið 4. Afi gamli á eina kú 5. Fífill í túni Flytjendur: Halldór Kristinsson – söngur hljómsveit leikur undir stjórn Jóns Sigurðssonar – [engar upplýsingar um flytjendur]

Halldór Pálsson – Efni á plötum

Halldór Pálsson – Gullinn sax: instrumental Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 122 Ár: 1993 1. Eina ósk 2. Reykjavík 3. Don’t try to fool me 4. Ég er að tala um þig 5. Ef ekki er til nein ást 6. Við eigum samleið 7. Ef 8. Íslenskt sumarkvöld 9. Ég lifi í voninni 10. Don’t try…

Halldór Pálsson (1946-)

Saxófónleikarinn Halldór Pálsson hefur búið og starfað í Svíþjóð lungann af ævi sinni og er því líklega minna þekktur hér á fróni en ella, hann lék þó með ýmsum hljómsveitum og inn á fjölda platna hér á landi áður en hann flutti utan en í Svíþjóð hefur hann starfað með þekktu tónlistarfólki á borð við…

Hallsbandið (1990)

Vorið 1990 kom fram rokksveit og lék á tónleikum á Hótel Borg undir nafninu Hallsbandið. Hallur sá sem þar var vísað til er Hallur Ingólfsson sem var trommuleikari sveitarinnar. Sveitin kom fram einungis einu sinni undir þessu nafni en hvarf síðan. Hér er giskað á að Hallsbandið hafi annað hvort verið eins konar undanfari hljómsveitarinnar…

Handan grafar (1981)

Haustið 1981 starfaði um nokkurra mánaða nýbylgjusveit sem bar nafnið Handan grafar. Meðlimir þessarar sveitar voru Árni Daníel Júlíusson sem vann með hljóðin (hljóðgervla, trommuheila og segulband) og Birna Magnúsdóttir söngkona en einnig var Óskar Jónasson viðloðandi sveitina, lék á saxófón og annaðist myndskreytingar á tónleikum – hann vann m.a. með myndefni úr heimsstyrjöldinni síðari…

Handabandið [2] (2010)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Handabandið flutti tónlistaratriði við opnun Héðinsfjarðargangna haustið 2010. Ekki liggur fyrir hvort Handabandið var þá starfandi sveit eða hvort hún var sérstaklega sett saman fyrir gangaopnunina, og er óskað eftir þeim upplýsingum sem og um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Handabandið [1] (um 1980)

Einhvern tímann á áttunda áratug liðinnar aldar var hljómsveit starfrækt innan Leikfélags Akureyrar undir nafninu Handabandið, og tók að öllum líkindum þátt í einhverri leiksýningu leikfélagsins nyrðra. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þetta leikhúsband, hvenær það starfaði, í tengslum við hvaða leiksýningu, hverjir skipuðu það og hvernig hljóðfæraskipan þess var háttað.

Hana (1984)

Hljómsveit sem hét því sérkennilega nafni Hana starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1984 en það sama ár átti sveitin tvö lög á safnkassettunni Rúllustiginn, lögin Dansandi verur og Skógur. Meðlimir Hana voru þar Valdimar Stefánsson gítarleikari, Jóhann G. Bjarnason bassaleikari og Jóhannes Ágústsson (síðar kenndur við Japis og 12 tóna) trommuleikari. Litlar upplýsingar er að finna…

Hamskiptin (1997)

Hljómsveitin Hamskiptin var starfrækt innan Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1997 en það ár kom út safnplata sem bar titilinn Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara) og hafði að geyma upptökur frá tónleikum í skólanum. Meðlimir Hamskiptanna voru þeir Arnaldur Máni Finnsson söngvari og slagverksleikari, Gunnar Þorri Pétursson píanóleikari og Önundur Hafsteinn Pálsson bassaleikari. Ekkert bendir til að…

HAMS (um 1980)

Hljómsveit starfaði í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um eða upp úr 1980 undir nafninu HAMS. HAMS (eða H.A.M.S.) mun vera skammstöfun fyrir meðlimi sveitarinnar en þeir voru Heiðar Ingi Svansson bassaleikari, Andri [?], Már [?] og Sigurður [?]. Ekki er vitað um frekari deili á þessari sveit og er óskað eftir upplýsingum um full nöfn þeirra…

Hound dog tríóið (2003)

Hound dog tríóið (kallað Handdogstríóið Elvis í fjölmiðlum) var hljómsveit sem starfaði sumarið 2003 og lék þá víða á höfuðborgarsvæðinu á stöðum eins og Champion‘s café og Celtic Cross en einnig úti á landsbyggðinni s.s. á Selfossi og Hellu. Meðlimir Hound dog tríósins voru Elvis-eftirherman Jósef Ólason söngvari, Hjörtur Geirsson bassaleikari og Númi Björnsson gítarleikari.

Afmælisbörn 20. september 2023

Í dag koma fjögur afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og sjö ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir en hún kom einnig fyrir í sönglagakeppnum eins og…