Hallfreður Örn Eiríksson (1932-2005)

Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur er einn öflugasti safnari þjóðlegs fróðleiks á Íslandi og talið er að hann hafi hljóðritað um þúsund klukkustundir af slíku efni, rímnakveðskap, þjóðlög og aðra alþýðutónlist (s.s. Passíusálma Hallgríms Péturssonar við gömul lög) auk annars þjóðlegs efnis. Hallfreður fæddist árið 1932 að Fossi í Hrútafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni ungur…

Halldóra Björnsdóttir [annað] (1961-)

Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur er fjarri því að starfa við tónlist, þó hefur komið út plata með henni þar sem hún stjórnar leikfimisæfingum en hún hefur haldið úti Morgunleikfiminni á Rás 1 Ríkisútvarpsins síðan 1987 og jafnframt séð um aðra heilsutengda þætti þar. Platan kom út á vegum Ríkisútvarpsins árið 1998 og bar heitið Morgunleikfimi þegar…

Hallfreður Örn Eiríksson – Efni á plötum

Hallfreður Örn Eiríksson – Frá liðinni tíð: sagnir, kveðskapur og söngur [snælda] Útgefandi: Námsgagnastofnun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hallfreður Örn Eiríksson Hlýði menn fræði mínu: Gamlar upptökur af sögum, rímum og kveðskap úr fórum Hallfreðar Arnar Eiríkssonar – ýmsir Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar Útgáfunúmer: SAM01…

Halldóra Björnsdóttir [annað] – Efni á plötum

Halldóra Björnsdóttir – Morgunleikfimi þegar þér hentar: Heilbrigð sál í hraustum líkama Útgefandi: Ríkisútvarpið Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Inngangsorð 2. Æfingar fyrir háls og herðar 3. Æfingar fyrir fætur (neðri hluta líkamans) 4. Æfingar fyrir kvið og bakvöðva 5. Æfingar gerðar sitjandi á stól 6. Æfingar gerðar sitjandi á stól 7. Teygjuæfingar Flytjendur:…

Haraldur Ólafsson [1] (1901-84)

Haraldur V. Ólafsson, gjarnan kallaður Haraldur í Fálkanum er líklega með þeim brautryðjendum sem hafa haft hvað mestu áhrifin á íslenska tónlist á 20. öldinni, bæði sem innflytjandi hljómplatna og sem útgefandi íslensks efnis. Haraldur Valdimar Ólafsson fæddist árið 1901 í Reykjavík og bjó þar alla ævi, hann starfaði aldrei sem tónlistarmaður en nam píanóleik…

Haraldur Guðmundsson [1] (1922-81)

Haraldur Guðmundsson hlýtur að teljast til tónlistarforkólfa en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlífið í Vestmannaeyjum og Neskaupstað þar sem hann starfrækti hljómsveitir, stjórnaði kórum og lúðrasveitum og annaðist tónlistarkennslu, þá stofnaði hann einnig Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnaði henni þannig að áhrifa hans gætir víða. Haraldur Kristinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum sumarið 1922 og bjó…

Hangir á bláþræði (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Hangir á bláþræði starfaði innan Menntaskólans við Sund árið 1987 og þá um haustið átti sveitin lag á safnplötunni Smellir sem Skífan gaf út. Lítið liggur fyrir um þessa sveit, Pétur Örn Guðmundsson var hljómborðsleikari hennar og líklega söngvari og líklega var Pétur S. Jónsson einnig meðlimur hennar. Óskað er eftir…

Hanniböl (1973)

Þjóðlagatríó sem bar nafnið Hanniböl var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu í nokkra mánuði árið 1973 en þá um vorið kom það fyrst fram opinberlega í sjónvarpsþætti hjá Lítið eitt. Í kjölfarið kom tríóið eitthvað áfram fram með söngdagskrá um sumarið þar sem það lék að mestu frumsamda texta við eigin lög og annarra, m.a. á Akranesi,…

Hanni og félagar (1979-87)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit á Akureyri sem starfaði undir nafninu Hanni og félagar, og virðist sem hún hafi haft einhver sérstök tengsl við Menntaskólann á Akureyri því hún kom í nokkur skipti fram innan skólans á árunum 1979 til 87 að minnsta kosti og virðist hafa leikið gömlu dansa tónlist. Hér er óskað…

Hann kafnar (1993-94)

Litlar upplýsingar finnast um akureyska hljómsveit sem starfaði veturinn 1993 til 94 (og hugsanlega lengur) undir nafninu Hann kafnar, þetta sérkennilega hljómsveitarnafn átti sér skírskotun í aðra sveit sem þá starfaði á Akureyri og gekk undir nafninu Hún andar. Meðlimir Hann kafnar voru þeir Benedikt Brynleifsson trommuleikari og söngvari, Sigrún [?] söngkona, Pétur Sigurðsson hljómborðsleikari,…

Hankar (1996-97)

Technopönksveitin Hankar var samstarfsverkefni hafnfirsku hljómsveitanna Botnleðju og Súrefnis veturinn 1996-97 en sveitin var sett saman í tengslum við tónleikaferð um landið sem Kristinn Sæmundsson (Kiddi í Hljómalind) hélt utan um og skipulagði. Þetta samstarf leiddi til þess að tvö lög voru hljóðrituð (Aðeins eina nótt með þér / Ávallt einn) undir Hanka-nafninu og stóð…

Harald G. Haraldsson (1943-)

Harald G. Haralds leikari var kunnur rokksöngvari hér á árum áður en hann söng með nokkrum hljómsveitum á upphafsárum rokksins. Harald Gudberg Haraldsson er fæddur 1943 í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð. Hann kom fyrst opinberlega fram sem söngvari vorið 1958 á tónleikum norsku söngkonunnar Noru Brocksted í Austurbæjarbíói en hann var þá…

Afmælisbörn 27. september 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…