Hallgrímur Helgason [1] (1914-94)

Dr. Hallgrímur Helgason er með merkari mönnum íslenskrar tónlistarsögu en hann var fyrstur Íslendinga til að bera doktorstitil í tónvísindum, hann var jafnframt tónskáld, tónlistarmaður og framámaður í félagsmálum tónlistarmanna. Hallgrímur Helgason fæddist á Eyrarbakka haustið 1914 en ólst að einhverju leyti upp á Mýrunum, hann var þó kominn til Reykjavíkur þegar hann hóf að…

Hallgrímur Helgason [1] – Efni á plötum

Amma raular í rökkrinu – ýmsir Útgefandi: Hallgrímur Hróðmarsson, Þórhallur Hróðmarsson og Bjarni E. Sigurðsson Útgáfunúmer: HH, ÞH og BS Ár: 1975 1. Sigríður Ella Magnúsdóttir – Amma raular í rökkrinu 2. Kór Langholtskirkju – Mjúkt er svefnsins sængurlín 3. Kór Langholtskirkju – Fagra haust 4. Kór Langholtskirkju – Stundin deyr 5. Sigrún Gestsdóttir – Haustvísa 6. Sigrún…

Hallgrímur Björgólfsson – Efni á plötum

Hallgrímur Björgólfsson – Doctor Blues / I need a woman [ep] Útgefandi: Roady records Útgáfunúmer: RR 101 Ár: 1974 1. Doctor Blues 2. I need a woman Flytjendur: Hallgrímur Björgólfsson – söngur Ómar Óskarsson – píanó Þórður Árnason – gítar Hrólfur Gunnarsson – trommur Gunnar Hermannsson – bassi

Hallgrímur Björgólfsson (1954-)

Hallgrímur Björgólfsson var töluvert þekktur innan tónlistarsenunnar á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, aðallega sem rótari vinsælla hljómsveita en einnig sem tónlistarmaður en henn gaf út eina smáskífu í eigin nafni. Hallgrímur (fæddur 1954) er fóstursonur Björgólfs Guðmundssonar viðskiptamanns og er hálfur Bandaríkjamaður, fæddur vestan hafs. Snemma á áttunda áratugnum hóf hann að róta…

Haraldur Sigurðsson [1] (1892-1985)

Píanóleikarinn Haraldur Sigurðsson var virtur hér á landi enda var hann einn allra fyrstur Íslendinga til að mennta sig í tónlist. Nokkrar útgefnar upptökur eru til með píanóleik hans frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Haraldur var fæddur í Hjálmholti í Flóanum í Árnessýslu vorið 1892 og kenndi sig ætíð við Kaldaðarnes en þar bjó hann…

Harbour lights (1966)

Óskað er eftir upplýsingum um söngtríó sem bar nafnið Harbour lights en það söng í fáein skipti í Glaumbæ huastið 1966. Ekki er um frekari upplýsingar að finna um þennan söngflokk og gæti hann allt eins hafa verið af erlendu bergi brotinn.

Haraldur Þorsteinsson (1952-)

Það eru áreiðanlega engar ýkjur að nafn Haraldar Þorsteinssonar bassaleikara kemur einna oftast upp þegar skimað er eftir nöfnum hljóðfæraleikara á plötum en bassaleik hans er líklega að finna á þriðja hundrað platna sem komið hafa út hérlendis, auk þess er leitun að hljóðfæraleikara sem starfað hefur með svo mörgum þekktum hljómsveitum. Það er jafnframt…

Harðfiskar (1986)

Hljómsveit starfaði í Hólabrekkuskóla í Breiðholti árið 1986 undir nafninu Harðfiskar. Sveitin var fimm manna og voru meðlimir hennar Hafsteinn Hafsteinsson söngvari, Ragnar Jónsson gítarleikari og Sigurður Pétursson bassaleikari auk tveggja annarra sem nöfnin vantar á. Harðfiskar gengu síðan í gegnum mannabreytingar og varð hljómsveitin Prima til upp úr þeim, og síðar Fjörkallar. Frekari upplýsingar…

Harmonikufélag Hornafjarðar [félagsskapur] (1994-2012)

Á árunum 1994 til 2012 var starfandi félagsskapur í Hornafirði undir nafninu Harmonikufélag Hornafjarðar. Félagið var stofnað haustið 1994 og voru stofnfélagar sextán talsins, frá upphafi var Björn Sigfússon formaður félagsins og gegndi hann því embætti alla tíð sem það starfaði eða til ársins 2012. Starfsemi Harmonikufélags Hornafjarðar var með hefðbundnum hætti, þar var um…

Harmonia (1926-27)

Haustið 1926 stofnaði Páll Ísólfsson tónskáld og organisti söngfélag sem gekk undir nafninu Harmonia. Söngfélag þetta æfði allan veturinn 1926-27 lengst af í Fríkirkjunni undir stjórn Páls en virðist ekki hafa sungið á opinberum vettvangi, það hætti störfum um vorið og mun ekki hafa byrjað aftur að loknu sumri.

Harðlífi (1987)

Hljómsveitin Harðlífi var skammlíf sveit en hún var í raun undanfari hljómsveitarinnar Græni bíllinn hans Garðars á Bíldudal. Sveitin var stofnuð snemma sumars 1987 og voru meðlimir hennar þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari, Matthías Ágústsson bassaleikari, G. Hjalti Jónsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Hún hlaut nafn sitt þegar framundan var fyrsti…

Harmonikufélag Reykjavíkur [2] [félagsskapur] (1986-)

Harmonikufélag Reykjavíkur hefur verið eitt allra virkasta harmonikkufélag landsins síðustu áratugina en það hefur komið að því að efla og stuðla að framgangi harmonikkutónlistarinnar með ýmsum og mismunandi hætti s.s. tónleika- og dansleikjahaldi auk kynninga af ýmsu tagi fyrir almenning. Harmonikufélag Reykjavíkur (upphaflega Harmoníkufélag Reykjavíkur) var stofnað sumarið 1986 í kjölfar innri átaka innan Félags…

Afmælisbörn 4. október 2023

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…