Hannes Jón Hannesson (1948-)

Hannes Jón Hannesson hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi tónlistarmaðurinn í gegnum tíðina en hann hefur þó starfað með nokkrum þekktum hljómsveitum, samið þekkt lög og gefið út tvær sólóplötur svo dæmi séu nefnd. Hannes Jón Hannesson fæddist haustið 1948 og er af þeirri kynslóð sem kennd er við Bítlana, þannig kom hann fyrst fram…

Hannes Jón Hannesson – Efni á plötum

Hannes Jón Hannesson – Tileinkun [ep] Útgefandi: Ljúfan Útgáfunúmer: L 100 Ár: 1971 1. Tileinkun 2. Fækkaðu fötum 3. Það (harðbannað) Flytjendur: Hannes Jón Hannesson – söngur og gítar [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Hannes Jón Hannesson – Hannes Jón Hannesson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 052 Ár: 1972 1. Hvatning 2. Jósefína 3.…

Hallgrímur Guðsteinsson (1965-)

Nafn tónlistarmannsins Hallgríms Guðsteinssonar hefur ekki farið mjög hátt en ein smáskífa hefur litið ljós í hans nafni, hann hefur þó komið víða við í tónlistnni. Hallgrímur Guðsteinsson er fæddur árið 1965 og bjó fyrstu æviár sín á Suðureyri við Súgandafjörð en flutti með fjölskyldu sinni suður á höfuðborgarsvæðið, og bjó hann í Kópavogi á…

Hallgrímur Guðsteinson – Efni á plötum

Hallgrímur Guðsteinsson – Grímsævintýr [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2008 1. Um ástina 2. Lítill fugl Flytjendur: Eyrún Arnarsdóttir – söngur Egill Ólafsson – söngur Eyþór Gunnarsson – píanó Hallgrímur Guðsteinsson – gítar Tómas M. Tómasson – bassi

Hans Jensson – Efni á plötum

Hans Jensson – Hansi Útgefandi: Hans Jensson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2017 1. Girl from Ipanema 2. Day‘s of wine and roses 3. Bésame mucho 4. Án þín 5. Amor amor 6. Kiss the boys goodbye 7. Black orpheus 8. Fly me to the moon 9. Meditation 10. Undir Stórasteini 11. Strangers in the night…

Hans Jensson (1941-)

Saxófónleikarinn Hans Jensson gerði garðinn frægan með Lúdó sextett hér í eina tíð, hin síðari ár hefur hann tekið hljóðfærið aftur fram og hefur m.a. sent frá sér sólóplötu með saxófónleik. Hans Þór Jensson er fæddur haustið 1941 í Reykjavík og byrjaði um fjórtán ára aldur að blása í saxófón, hann lærði fyrst á hljóðfærið…

Harmonikufélag Stykkishólms [félagsskapur] (1984-2007)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélag Stykkishólms en félagið var stofnað árið 1984 og starfaði að líkindum til 2007, e.t.v. lengur. Formaður félagsins var alla tíð Hafsteinn Sigurðsson tónlistarkennari í Stykkishólmi, hann lést 2012 en félagið var þá líklega hætt störfum nokkrum árum fyrr. Ekkert annað liggur fyrir um Harmonikufélag Stykkishólms, hvorki um…

Harmoníkufélag Hveragerðis [félagsskapur] (1983-95)

Harmonikkufélag var starfrækt í Hveragerði í liðlega áratug undir nafninu Harmoníkufélag Hveragerðis, nafni þess var reyndar eftir nokkurra ára starfsemi breytt í Harmoníkuunnendur Hveragerðis en hér verður umfjöllunin undir fyrra nafninu. Það mun hafa verið Kristján Ólafsson sem var aðal hvatamaður að stofnun Harmoníkufélags Hveragerðis haustið 1983 en hann var jafnframt fyrsti formaður félagsins. Félagið…

Harmonikufélag Vestfjarða [félagsskapur] (1986-)

Harmonikufélag Vestfjarða hefur verið starfrækt vestur á fjörðum til fjölda ára og telst meðal elstu starfandi harmonikkufélaga landsins. Harmonikufélag Vestfjarða var stofnað haustið 1986 og voru stofnfélagar þess tuttugu og átta talsins en þeir voru frá Ísafirði, Bolungarvík og Þingeyri. Ásgeir S. Sigurðsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins en hann átti eftir að gegna því…

Harmonikufélagið Léttir tónar [félagsskapur] (1993-2006)

Óskað er eftir upplýsingum um félagsskap sem bar nafnið Harmonikufélagið Léttir tónar. Félagið var starfrækt í Reykjavík, stofnað vorið 1993 og starfaði til ársins 2006 að minnsta kosti en Grétar Sívertsen var í forsvari fyrir það alla tíð, engar heimildir er að finna hins vegar um starfsemi þess eða hvort einhverjir viðburðir eða eiginlegt félagsstarf…

Harmonikuunnendur Vesturlands [félagsskapur] (1979-)

Félagsskapurinn Harmonikuunnendur Vesturlands hefur verið starfræktur síðan 1979 en félagið er eitt elsta sinnar tegundar hérlendis. Harmonikuunnendur Vesturlands var stofnað vorið 1979 á Hvanneyri í Borgarfirði og voru stofnmeðlimir tólf talsins, meðlimir félagsins hafa líklega flestir verið á sjötta tug talsins en hefur fækkað verulega þar sem lítil endurnýjun hefur átt sér stað innan þess…

Harmonikufélagið Viktoría [félagsskapur] (1979-90)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélagið Viktoríu sem starfaði á Seyðisfirði líklega um ríflega áratugar skeið seint á síðustu öld. Fyrir liggur að Harmonikufélagið Viktoría var stofnað 1979 af Hreggviði Jónssyni en hann gegndi fyrstur formennsku í félaginu, um fimmtán manns voru í Viktoríu ári síðar en aðrar tölur um félagsmenn liggja ekki fyrir.…

Harmoní (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um danshljómsveit sem var að öllum líkindum starfandi um eða eftir 1990 undir nafninu Harmoní eða jafnvel Harmóný / Harmony. Friðrik G. Bjarnason gítarleikari var einn meðlima sveitarinnar en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um hana, því er óskað eftir þeim s.s. um aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Afmælisbörn 11. október 2023

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og fimm ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…