Haraldur Reynisson (1966-2019)

Haraldur Reynisson (Halli Reynis) var afar afkastamikill tónlistarmaður bæði hvað varðar útgáfu og spilamennsku og naut hann töluverðra vinsælda og virðingar í tónlistarheiminum. Hann sendi frá sér tíu plötur, þar af átta sólóplötur og fjölmörg laga hans hafa notið vinsælda. Haraldur var fæddur í Reykjavík (1966) og skilgreindi sig sem Breiðhylting en þar bjó hann…

Han Solo (2001-05)

Hljómsveit sem skilgreind var sem nýbylgjurokksveit starfaði í upphafi aldarinnar, á árunum 2001 til 2005 undir nafninu Han Solo. Sveitin er framan af sögð vera úr Vesturbæ Reykjavíkur en síðar undantekningalaust sögð vera úr Hafnarfirðinum, ekki er því skotu fyrir það lokið að um tvær sveitir sé að ræða. Meðlimir Han Solo voru þeir Sveinn…

Haraldur Reynisson – Efni á plötum

Halli Reynis – Undir hömrunum háu Útgefandi: Haraldur Reynisson Útgáfunúmer: HRCD 001 Ár:1993 1. Þjóðarsálin 2. Lestin brunar 3. Frystihúsabragur 4. Undir hömrunum háu 5. Öðruvísi en ég 6. Sumarið okkar 7. Veður 8. Nema eitt og eitt 9. Falleg augu þín 10. Ég vildi að ég væri Flytjendur: Haraldur Reynisson – söngur, kassagítar, munnharpa…

Haraldur Björnsson – Efni á plötum

Haraldur Björnsson – Haraldur Björnsson leikur á harmóníku Útgefandi: Sigurjón Samúelsson Útgáfunúmer: SS 015 Ár: 2005 1. Hvíslað um nótt 2. Tromsö valsinn 3. Pottpori 4. Laugardalsvalsinn 5. Óþekktur mars 6. Farmaðurinn 7. Minjentas rönlander 8. Ungum svanna af alhug unni 9. Sharita 10. Niður hjarnið 11. Ljósbrá 12. Margrétarvalsinn 13. Deiro marsinn 14. Óþekktur…

Haraldur Björnsson (1910-96)

Haraldur Björnsson var húsvískur harmonikkuleikari sem var virkur í samfélagi harmonikkuleikara í Suður-Þingeyjarsýslu en var líklega þekktari fyrir að fara við annan mann umhverfis landið með harmonikkutónleika. Haraldur var Húsvíkingur, fæddur sumarið 1910 og lærði sem barn lítillega á orgel en bæði faðir hans og bróðir léku á harmonikkur. Fjórtán ára eignaðist hann sína fyrstu…

Han Solo – Efni á plötum

Han Solo – Demo [ep] Útgefandi: Han Solo Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Intro 2. Tower zinger 3. Clint 4. Naldi 5. Gorbachev 6. Sportarinn 7. Istanbul blues Flytjendur: Símon Elvar Rúnarsson – trommur Sveinn Marteinn Jónsson – gítar Teitur Árnason – bassi

Hassansmjör (um 1970)

Hassansmjör var sönghópur (að öllum líkindum) starfræktur innan Menntaskólans við Hamrahlíð um eða fljótlega eftir 1970 og var eins konar forveri Spilverks þjóðanna eða jafnvel milliliður hinna upprunalegu Stuðmanna og Spilverksins. Meðlimir Hassansmjörs voru þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson auk þess sem Sesselja [?] fiðluleikari og Sigga [?] sellóleikari voru viðloðandi sveitina.…

Hass (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar Hass sem starfrækt var sumarið 1983 í Stykkishólmi en þá kom sveitin fram á 17. júní dansleik í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið tíu og ellefu ára gamlir en ekkert annað liggur fyrir um þessa hljómsveit.

Harvey Árnason (?)

Fáar heimildir er að finna um vestur-íslenskan söngvara, Harvey Árnason sem kom til Íslands haustið 1961 og starfaði hér sem söngvari um nokkurra mánaða skeið, og er hér óskað eftir frekari upplýsingum um hann. Harvey Árnason er fæddur í kringum 1935 en hann kom hingað til lands 27 ára gamall, hann var þá sagður eiga…

Harpa [3] (1933-40)

Kvennakór var starfræktur um nokkurra ára skeið á Akureyri á fjórða áratug síðustu aldar og gekk hann undir nafninu Harpa þegar hann loks hlaut nafn. Kórinn hafði verið stofnaður af Áskeli Snorrasyni innan verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri árið 1933 og söng hann undir stjórn Áskels á skemmtunum og samkomum félagsins, nokkur ár liðu uns kórinn…

Harmoníkan [fjölmiðill] (1986-2001)

Um fimmtán ára skeið kom tímaritið Harmoníkan út en það var eins konar málgagn harmonikkuleikara og -unnenda hér á landi. Hugmyndin um sértækt harmonikkublað mun hafa komið upp í kjölfar hvatningar frá sænska harmonikkuleikaranum Lars ek sem var staddur hérlendis um miðjan níunda áratuginn. Það voru þeir Hilmar Hjartarson og Þorsteinn R. Þorsteinsson sem voru…

Hassbræður (1998-99)

Hassbræður var tríó þeirra bræðra Jóns Atla og Péturs Jónassonar auk Arnþórs Sævarssonar en um eins konar rafsveit var að ræða. Þeir félagar störfuðu á árunum 1998 til 99 að minnsta kosti og komu út tvö lög (endurvinnslur) í meðförum þeirra, annars vegar lag Jóhanns G. Jóhannssonar – First impression??? á safnplötunni Neistar og hins…

Hat tric (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1980 undir nafninu Hat tric. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvar hún starfaði, hversu lengi, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var.

Afmælisbörn 18. október 2023

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…