Haraldur Sigurðsson [2] (1942-)

Flestir þekkja nafn Haraldar Sigurðsson, Halla – sem helminginn af tvíeykinu Halli og Laddi og einnig sem einn þremenninganna í HLH-flokknum, hann var í þeim í eins konar „skuggahlutverkum“ og sjaldnast í aðal sviðsljósinu en þegar grannt er skoðað á Halli býsna merkilegan og vanmetinn söng- og skemmtikraftaferil sem á skilið miklu meiri athygli en…

Haraldur Sigurðsson [2] – Efni á plötum

Halli, Laddi og Gísli Rúnar – Látum sem ekkert C Útgefandi: Ýmir / Arpa Útgáfunúmer: Ýmir 002 / PAR CD 1003 Ár: 1976 / 1998 1. Látum sem ekkert C, gefum ýmislegt í skyn en tökum því heldur fálega ha ha ha 2. Túri klúri eða Arthúr J. Sívertsen hinn dónalegi 3. Sveinbjörn Briem (hjónadj.) 4. Leifur óheppni…

Haraldur Gunnar Hjálmarsson – Efni á plötum

Sigmundur Júlíusson og Haraldur Gunnar Hjálmarsson – Simmi Júl. og Halli Gunni spretta úr spori Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. Á hörpunnar óma 2. Bátsmannsvalsinn eftir Ágúst Guðmundsson 3. Undir bláhimni 4. Þú sæla heimsins svala lind 5. Alparós 6. Er leiðist mér heima 7. Frostrósir 8. Komdu inn í kofann…

Haraldur Gunnar Hjálmarsson (1955-)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um tónlistarmanninn Harald Gunnar Hjálmarsson en hann hefur sent frá sér eina plötu í samstarfi við Sigmund Júlíusson. Haraldur Gunnar er fæddur 1955 á Siglufirði og starfaði að öllum líkindum eitthvað með unglingahljómsveitum þar í bæ. Hann fluttist til Danmerkur rétt um 1970 ásamt fjölskyldu sinni en hann var sjónskertur og…

Haraldur Guðni Bragason – Efni á plötum

Haraldur Guðni Bragason – Embla Útgefandi: Haraldur G. Bragason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Birta 2. Eltingarleikur 3. H.B. blues 4. Hölt fluga 5. Bara 6. Fok 7. Eni-meni 8. 1966 Flytjendur: Haraldur Guðni Bragason – allur flutningur Haraldur Guðni Bragason – Askur Útgefandi: Haraldur G. Bragason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. Hugleiðing…

Haraldur Guðni Bragason (1947-2009)

Tónlistarmaðurinn Haraldur Guðni Bragason fór eins og svo margir slíkir um víðan völl á ferli sínum en hann starfaði sem tónlistarmaður, tónlistarkennari og -skólastjóri, organisti og kórstjóri auk þess sem hann sendi frá sér tvær plötur. Haraldur Guðni Bragason fæddist á Vopnafirði vorið 1947 og var á sínum yngri árum í hljómsveitum fyrir austan en…

Hate [2] (1997)

Hljómsveitin Hate frá Akureyri var skammlíf sveit eða öllu heldur sveit sem um tíma hafði gengið undir nafninu Stonehenge og átti eftir að taka upp nafnið Shiva. Hate nafnið mun einungis hafa verið notað í skamman tíma haustið 1997 og lék hún undir því nafni einu sinni sunnan heiða áður en hún varð að Shiva.…

Hate [1] (1993)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem var starfrækt haustið 1993 undir nafninu Hate en sveitin lék um það leyti á Listahátíð Fellahellis í Breiðholti ásamt öðrum sveitum í þyngri kantinum. Ekkert liggur fyrir annað um Hate en nafnið og því óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti við…

Hattímas (1974-77)

Unglingahljómsveit starfaði í Kópavogi um nokkurra ára skeið undir nafninu Hattímas en hún skartaði m.a. ungum tónlistarmönnum sem síðar urðu þekktir. Svo virðist sem sveitin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið vorið 1974 þegar hún keppti í hæfileikakeppni í Kópavoginum og hafnaði þar í þriðja sæti, ekki er getið um meðlimi sveitarinnar þar en næst…

Haustfagnaður (1981)

Haustið 1981 fór hópur um landsbyggðina undir nafninu Haustfagnaður undir þeim formerkjum að skemmta lýðnum með skemmtana- og dansleikjahaldi. Hér voru á ferð Baldur Brjánsson töframaður, tvíburarnir Hörður og Haukur Harðarsynir sem sýndu bardagalistir og svo hljómsveitin Glæsir sem lék á dansleikjum á eftir. Svo virðist sem fyrirhugaður túr um alla landsfjórðunga hafi ekki verið…

Haugur og heilsubrestur – Efni á plötum

Haugur og heilsubrestur – Textar og lög Útgefandi: Haugur Útgáfunúmer: Haugur 2000 Ár: 2000 1. Bla dí bla da 2. Góðærið 3. Hrekkjum 4. Lalli lögga 5. Morgan Kane 6. Steravaktin 7. Stéttarvitund 8. Systa 9. Whiskey 10. Þorgeir og smalinn Flytjendur: Bjarni Þórðarson – [?] Einar Friðjónsson – [?] Óskar Ellert Karlsson – [?]…

Haugur og heilsubrestur (1999-2000)

Haugur og heilsubrestur var tríó (líklega upphaflega dúett) sem kom að öllum líkindum aldrei fram opinberlega en sendi frá sér efni í kringum aldamót, óljóst er þó hins vegar hvenær nákvæmlega sveitin starfaði. Í heimild er tónlist sveitarinnar skilgreind sem diskópönk og var hún líklega að mestu samin af Bjarna Þórðarsyni (Bjarna móhíkana), aðrir meðlimir…

Hattarnir (1997)

Hattarnir er eitt af nokkrum nöfnum sem þeir félagar, Halldór Olgeirsson og Sveinn Guðjónsson hafa notað við pöbbaspilamennsku en þeir hafa einnig komið fram undir nöfnunum Svenni og Halli, Svenson og Hallfunkel, Gömlu brýnin og eitthvað meira. Hattanafnið notaði tvíeykið haustið 1997 þegar þeir skemmtu á Gullöldinni í nokkur skipti.

Hawaístjörnur (1964)

Haustið 1964 lék hljómsveit í útvarpssal undir nafninu Hawaístjörnur. Ekki finnast neinar upplýsingar um þessa sveit aðrar en að hún er sögð vera gítarhljómsveit, og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún starfaði o.s.frv.

Afmælisbörn 25. október 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…