Afmælisbörn 30. nóvember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og níu ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Fjöll með smáskífu og tónleika

Hljómsveitin Fjöll gefur í dag út sína þriðju smáskífu á árinu en sveitin hefur undanfarið verið að vinna að upptökum í Hljóðrita ásamt Kristni Sturlusyni, nýja lagið ber heitið Lengi lifir en áður hafði sveitin sent frá sér lögin Festar og Í rokinu. Lengi lifir er nú aðgengilegt á Spotify og hér má nálgast það. …

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Haukar [2] – Efni á plötum

Haukar – Þrjú tonn af sandi / Let‘s start again [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 012 Ár: 1975 1. Þrjú tonn af sandi 2. Let’s start again Flytjendur: Gunnlaugur Melsteð – bassi og söngur Kristján Guðmundsson – hljómborð Rafn Haraldsson – trommur Sven Arve Hovland – gítar og raddir Engilbert Jensen – raddir Haukar –…

Hartmann Guðmannsson (1935-2019)

Hartmann Guðmannsson var harmonikkuleikari, ættaður úr Svarfaðardalnum en fluttist suður á höfuðborgarsvæðið og tók síðar virkan þátt í starfsemi Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Hartmann Guðmundur Guðmannsson var fæddur vorið 1935 og kynntist harmonikkunni barn að aldri en hann eignaðist sína fyrstu nikku þrettán ára gamall og ekki löngu síðar var hann farinn að leika á…

Hjörtur Lárusson (1874-1960)

Hjörtur Lárusson (Harrý Lárusson) var með fyrstu Íslendingum sem hafði tónlist að aðalstarfi en hann var kennari, tónlistarmaður, kóra- og lúðrasveitastjórnandi auk þess að vera tónskáld – hann var þó iðulega titlaður hljómfræðingur eins og þá var títt. Hann var alla sína starfsævi búsettur í Kanada og Bandaríkjunum. Hjörtur Lárusson fæddist í Borgarfirðinum haustið 1874…

Heimir – Söngmálablað [1] [fjölmiðill] (1923-26)

Á árunum 1923 til 26 kom út tímarit sem bar nafnið Heimir – Söngmálablað en aðstandendur þess og ritstjórar voru þeir Sigfús Einarsson og Friðrik Bjarnason sem báðir teljast til frumkvöðla í tónlistarmálum á Íslandi. Heimir kom fyrst út snemma árs 1923 en undirbúningur að stofnun þess hafði þá staðið um nokkurn tíma. tímaritinu var…

Heimdallarkórinn (1936-37)

Haustið 1936 var stofnaður kór innan Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna en tilefnið var tíu ára afmæli félagsins sem þá stóð fyrir dyrum um veturinn. Svo virðist sem kórinn, sem ýmist er nefndur Kór Heimdallar eða Heimdallarkórinn hafi einungis sungið við þetta eina tilefni (á afmælishátíð félagsins í febrúar 1937) en engar heimildir er að finna…

Hartmann Guðmannsson – Efni á plötum

Hartmann Guðmannsson – Sól við fjörðinn Útgefandi: Hartmann Guðmannsson Útgáfunúmer: HG01 Ár: 1999 1. Skeiðpolki 2. Á ferð og flugi 3. Tunglskinsvalsinn 4. Hornafjarðarvalsinn 5. Miðnæturvals 6. Lyngbrekkuvalsinn 7. Sumarbústaðarpolki 8. Morgunsýnvals 9. Kvöld í tunglsljósi 10. Valhallarpolk 11. Dalavals 12. Fjallavalsinn 13. Sól við fjörðinn Flytjendur: Hartmann Guðmannsson – harmonikka

Heimir – Söngmálablað [2] [fjölmiðill] (1935-39)

Heimir – Söngmálablað var tímarit sem fjallaði um söngmál og önnur tónlistartengd málefni og kom út á árunum 1935-39 en því var ætlað að halda áfram með það sem samnefnt tímarit hafði hafið á árunum 1923-26, þ.e. að miðla upplýsingum og fræðslu um málefnið. Heimir – Söngmálablað kom fyrst út sumarið 1935 og var Páll…

Heitur ís (1994)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gekk undir nafninu Heitur ís og starfaði síðsumars 1994 en hún kom þá fram að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit annað en hér að ofan kemur fram, og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Heitir svansar (1990-91)

Geiri Sæm (Ásgeir Sæmundsson) starfrækti um nokkurra mánaða skeið hljómsveit veturinn 1990 til 91 undir nafninu Heitir svansar, og spilaði hún töluvert opinberlega á þeim tíma – reyndar nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Heitra svansa voru auk Geira sem söng, þeir Kristján Edelstein gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Bjarni Bragi Kjartansson bassaleikari. Sveitin starfaði fram…

Heimskir synir (2002-04)

Hip hop sveitin Heimskir synir kom fram á sjónarsviðið í upphafi aldarinnar en sveitin kom úr Kópavoginum og var líklega stofnuð árið 2002. Í upphafi árs 2003 var sveitin meðal fleiri slíkra sem komu fram á Allra veðra von tónleikunum sem haldnir voru í Vestmannaeyjum, þar stóð sveitin sig það vel að ákveðið var að…

Heklukvartettinn (1959)

Heklukvartettinn var lítil hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir svokallað heimsmót æskunnar sem haldið var í Vínarborg í Austurríki sumarið 1959 en Íslendingar tóku þátt í slíkum mótum í nokkur skipti um miðja síðustu öld, um áttatíu Íslendingar voru þar fulltrúar þjóðarinnar. Heklukvartettinn var skipaður þeim Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara, Ólafi Stephensen harmonikku- og…

Afmælisbörn 29. nóvember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og níu ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2023

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og níu ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og átta ára gömul á þessum degi,…

Afmælisbörn 26. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og níu ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Afmælisbörn 25. nóvember 2023

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…

Afmælisbörn 24. nóvember 2023

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Hann er líkast til þekktastur fyrir veru sína í Todmobile sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en hann starfrækti einnig dúettinn Bong. Áður hafði hann verið í sveitum eins og…

Afmælisbörn 23. nóvember 2023

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og níu ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Haukur Hauksson ekkifréttamaður (1991-)

Fjölmiðlamaðurinn Haukur Hauksson ekkifréttamaður var hugarfóstur leikarans Hjálmars Hjálmarssonar og varð til snemma á tíunda áratug síðustu aldar, hann naut um tíma töluverðra vinsælda. Haukurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í síðdegisútvarpsþætti Rásar 2 sem óðamála fréttamaður þar sem hann var með eins konar stutt innslög um málefni sem brunnu þá á þjóðinni en þar…

Haukur Hauksson ekkifréttamaður – Efni á plötum

Haukur Hauksson – ekki fréttir [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hjálmar Hjálmarsson – flutningur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]       Á rás um landið: Haukur Hauksson ásamt úrvali íslenskra tónlistarmanna fara hringinn á 77 mínútum – ýmsir Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: STUÐCD188 Ár: 1993…

Heiða og Maja (um 1955)

Systurnar Heiða og Maja eða Heiða Hrönn (f. 1939) og Anna María Jóhannsdætur (f. 1940) komu nokkuð við sögu norðlensks tónlistarlífs um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þær sungu þá víða á skemmtunum og jafnvel á dansleikjum sem tvíeyki, og voru þá gjarnan auglýstar sem Heiða og Maja. Þær systur eru dætur Jóa Konn.…

Head effects (1981)

Hljómsveitin Head effects var eins konar spunarokksveit en hún starfaði um skamma hríð á fyrri hluta ársins 1981. Sveitin hafði í raun orðið til í kringum útgáfu plötunnar Gatan og sólin með Magnúsi Þór Sigmundssyni árið 1980 en hún hafði þá verið stofnuð til að fylgja þeirri plötu eftir – undir nafninu Steini blundur. Eftir…

Harmoníkufélag Héraðsbúa [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmoníkufélag Héraðsbúa – Draumsýn HFH [snælda] Útgefandi: Harmoníkufélag Héraðsbúa Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Á vorléttum vængjum 2. Horft í eldinn / Minning / Draumsýn 3. Draumaveröld 4. Rökkublús 5. Lokalag 6. Veiðimannapolki 7. Geislagletta 8. Sólstöður 9. Rauðhærða stúlkan 10. Harmoní 11. Leysing 12. Út í loftið Flytjendur: Melkorka Freysteinsdóttir – söngur Auðbjörg…

Harmoníkufélag Héraðsbúa [félagsskapur] (1984-)

Harmonikkufélag hefur verið starfandi á Héraði lengi vel og er það eitt af elstu starfandi félögum sinnar tegundar hérlendis, félagið hefur alla tíð verið öflugt. Það var vorið 1984 sem félagsskapur að nafni Félag harmonikuunnenda á Fljótsdalshéraði var stofnað og voru stofnmeðlimir þess fjórtán talsins en aðal tilgangur félagsins var að viðhalda og útbreiða harmonikkutónlist…

Heimamenn [2] (2004)

Vorið 2004 starfaði hljómsveit á Ísafirði sem gekk undir nafninu Heimamenn og virðist sem svo að hún hafi verið sett sérstaklega saman fyrir dansleik sem haldinn var í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélags Ísafjarðar. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit en af umfjöllun um hana að dæma gæti hún hafa verið skipuð fyrrum meðlimum…

Heimamenn [1] (1991)

Glatkistan hefur afar takmarkaða vitneskju um hljómsveit sem starfaði vorið 1991 undir nafninu Heimamenn en sveitin lék þá á skemmtistað í Ármúlanum með Guðberg Auðunsson sem söngvara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir aðrir skipuðu hana og jafnframt um hljóðfæraskipan hennar en einnig mega fylgja með upplýsingar um starfstíma hennar og annað…

Hið borgfirska heimabrugg (1984-89)

Hljómsveitin Hið borgfirska heimabrugg (einnig nefnd Heimabrugg) var starfrækt í Bakkagerði á Borgarfirði eystra um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék á þeim tíma á flestum skemmtunum og dansleikjum í heimaþorpinu en einnig á þorrablótum og öðrum skemmtunum á Fljótsdalshéraði og víðar á Austfjörðum. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Arngrímsson hljómborðsleikari og…

Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi (1975-79)

Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi eða bara Heilsubótarkórinn starfaði um fjögurra ára skeið og var eins konar tenging milli tveggja kóra sem störfuðu í hreppnum. Forsagan er sú að haustið 1974 hafði verið stofnaður karlakór í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði sem gekk undir nafninu Friðrikskórinn eftir stofnandanum og stjórnandanum Friðrik Ingólfssyni. Ári síðar, haustið 1975 bættust nokkrar konur…

Heilaskaði (2002)

Dúettinn Heilaskaði var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 2002. Meðlimir Heilaskaða voru þau Arnar Jónsson tölvumaður og söngvari (einnig þekktur sem Hemúllinn) og Harpa H. Haraldsdóttir söngkona. Tvíeykið komst ekki áfram í úrslit keppninnar en verður e.t.v. helst minnst fyrir að rústa tölvuskjá á sviðinu að hætti rokksveita, ekkert bendir til þess að þau hafi…

Heimatilbúna hljómsveitin (1989)

Haustið 1989 hélt Lionsklúbburinn á Bíldudal dansleik og þar lék hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir þann eina viðburð, sveitin hlaut nafnið Heimatilbúna hljómsveitin og tók eina æfingu áður en talið var í á þessu fyrsta og eina balli sveitarinnar. Meðlimir Heimatilbúnu hljómsveitarinnar voru þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítar- og bassaleikari, Gísli Ragnar Bjarnason…

½ 7 – Efni á plötum

Lísa í Undralandi – úr söngleik [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1983 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: ½ 7: – Guðmundur Ómar  Pétursson – gítar – Jón Haukur Brynjólfsson – bassi – Þráinn Brjánsson – trommur – Jóhann Ingvarsson – hljómborð  – Kolbeinn Gíslason – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Afmælisbörn 22. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sjötugur og fagnar því stórafmæli í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2023

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og átta ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 20. nóvember 2023

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…

Afmælisbörn 19. nóvember 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Hér er fyrst nefndur gítarleikarinn Trausti Thorberg en hann lést árið 2021. Trausti (fæddur 1927) lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar sveitar. Trausti…

Afmælisbörn 18. nóvember 2023

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja…

Hattur og Fattur (1973-)

Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur er maðurinn á bak við þá fígúrurnar Hatt og Fatt en þeir urðu fyrst til sem hugmynd þegar hann bjó í Kaupmannahöfn í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Haustið 1973 þegar hann var kominn heim til Íslands voru nokkrir stuttir sjónvarpsþættir með Hatti og Fatti framleiddir til að sýna í Stundinni…

Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélagið Nikkólína – Nikkólína spilar á Saumastofudansleik 1991 (x2) Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Nikkólína 2. Valsasyrpa 3. Vor við sæinn 4. Hringdansasyrpa 5. Love letters in the sun 6. Amor 7. Soprani vals 8. Vísur að vestan 9. Lárusar skottís 10. Undir bláhimni 11. Vínarkrus 12. All of me 13.…

Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] (1981-)

Harmonikufélagið Nikkólína hefur starfað í Dölunum um árabil, allt frá árinu 1981. Nikkólína var stofnuð haustið 1981 en aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Kristján Ólafsson tónlistarkennari í Dölunum. Félagið gekk reyndar fyrsta árið undir nafninu Harmonikkufélag Dalamanna en nafni þess var breytt í Harmonikufélagið Nikkólína á fyrsta aðalfundi þess haustið 1982. Kristján var jafnframt…

Head (1968-)

Hljómsveit sem bar nafnið Head var stofnuð fyrir löngu síðan í Þorlákshöfn og hefur hún líkast til starfað með hléum allt til dagsins í dag. Head var stofnuð haustið 1968 af þá ungum mönnum, nafn sveitarinnar var myndað úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hjörtur Gíslaon bassaleikari, Einar Már Gunnarsson gítarleikari, Árni Áskelsson gítarleikari…

He’s alive (1995)

Hljómsveitin He‘s alive var meðal flytjenda á safnplötunni Sándkurl II sem kom út árið 1995 en litlar sem engar upplýsingar er að finna um sveitina eða meðlimi hennar og er allt eins líklegt að einungis hafi verið um hljóðversverkefni að ræða en ekki starfandi hljómsveit. He‘s alive flutti tvö lög á safnplötunni (annað samnefnt sveitinni)…

HB stúdíó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1974-75)

HB studio / HB stúdíó var hljóðver og útgáfufyrirtæki sem tónlistarmaðurinn Hjörtur Blöndal starfrækti um eins og hálfs árs skeið um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Hljóðverið var sett á stofn í upphafi árs 1974 að Brautarholti 20 í Reykjavík, í þeim húsakynnum var skemmtistaðurinn Þórscafé til húsa en heildverslun Alberts Guðmundssonar hafði verið í…

Hávegur 1 (um 1981)

Hljómsveitin Hávegur 1 var angi af þeirri pönk- og nýbylgjuvakningu sem var í Kópavogi um og upp úr 1980. Hávegur 1 (sem var þáverandi heimilisfang Stefáns Grímssonar lífskúnstners sem var tengdur þessari vakningu) var stofnuð upp úr hljómsveitinni Nema lögreglan, og voru meðlimir sveitarinnar þeir Halldór Carlsson söngvari, Sigvaldi Elvar Eggertsson gítarleikari og söngvari og…

Hattur og Fattur – Efni á plötum

Hattur og Fattur – Hattur og Fattur komnir á kreik Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SMÁ-204 / SMÁ-204CD Ár: 1979 / 1996 1. Við erum lentir 2. Það hafa allir hnöppum að hneppa 3. Sundferð 4. Allir eiga drauma 5. Tærnar 6. Blikkbeljur 7. Allur á iði 8. Það er svo gaman að vera í skóla 9. Hversvegna…

Haukar [4] (1988-89)

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr. Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson…