Harmonikufélag Rangæinga [félagsskapur] (1985-)

Harmonikufélag Rangæinga var um langt árabil meðal virkustu félaga af því taginu en nokkuð hefur dregið úr starfinu á allra síðustu árum. Félagið var stofnað vorið 1985 að frumkvæði Valdimars Auðunssonar harmonikkuleikara frá Dalseli í Landeyjum en hugmyndin hafði komið upp í tengslum við sjötugs afmæli hans, um áttatíu manns komu að stofnun félagsins. Valdimar…

Harmonikufélag Selfoss [félagsskapur] (1991-)

Harmonikufélag Selfoss hefur í gegnum tíðina verið nokkuð öflugt í starfsemi sinni þegar á heildina er litið þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir hjá því. Félagið var stofnað haustið 1991 undir nafninu Félag harmonikuunnenda á Selfossi og nágrenni (F.H.S.N.) og starfaði reyndar undir því nafni allt til ársins 2003 að því var breytt…

Harmonikufélag Rangæinga [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélag Rangæinga – Harmonikufélag Rangæinga Útgefandi: Harmonikufélag Rangæinga Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Trimmað á góunni 2. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Vorkvöld 3. Grétar Geirsson – Skafrenningsræll 4. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Í Landmannalaugum 5. Grétar Geirsson – Túristatangó 6. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Muskat ramble 7. Grétar Geirsson –…

Harmonikufélag Selfoss [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélag Selfoss – Vangaveltur Útgefandi: Harmonikufélag Selfoss Útgáfunúmer: HFS cd 1 Ár: 2013 1. Vangaveltur 2. Rúmbusyrpa 3. Lyft og togað 4. Sveifluskot 5. EL Choclo 6. Oliverssyrpa 7. Calle Schewens vals 8. Mantsalan harmonikkojen polkka 9. Horft í eldinn 10. Kvöld við Úlfljótsvatn 11. Swingsyrpa 12. Fly me to the moon 13. Autumn leaves…

Hawaii tríóið (1952-53)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hawai tríóið en hún starfaði líkast til á Akranesi á árunum 1952-53, hugsanlega lengur. Það munu hafa verið þeir Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Ole Ostergaard trommuleikari og Helga Jónsdóttir sem myndu tríóið, að minnsta kosti þegar þau léku í útvarpsþætti hjá Pétri Péturssyni árið…

Hawaii-kvartett (1946-50)

Hljómsveit sem bar nafnið Hawaii kvartett (Hawaii kvartettinn, Havai kvartett og fleiri svipuð nöfn) var starfrækt á síðari hluta fimmta áratugs síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún lék á margvíslegum skemmtunum og dansleikjum, oft ásamt sönghópnum Öskubuskum. Það mun hafa verið Hilmar Skagfield (sonur Sigurðar Skagfield söngvara) sem stofnaði sveitina…

BandAIDS (2013-18)

Hljómsveitin BandAIDS var starfrækt innan heilbrigðisgeirans, fjölskipuð læknum og læknanemum og starfaði á árunum 2013 til 19. Þessi sveit kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum læknastéttinni, árshátíðum og slíku og mun hafa verið þekktari fyrir líflega spilagleði en slípaðan tónlistarflutning eins og meðlimir sveitarinnar hafa komist sjálfir að orði. BandAIDS var stofnuð í árslok 2013…

Hálf sex (1975-81)

Litlar upplýsingar er að finna um danshljómsveit sem starfaði undir nafninu Hálf sex, líkast til á Kirkjubæjarklaustri eða þar í kring um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda. Hálf sex var líklega stofnuð árið 1975 og spilaði nokkuð næstu árin en virðist svo hafa verið endurvakin árið 1981…

Hálf klökkir (1997)

Hljómsveit sem bar heitið Hálf klökkir starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1997 en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit en að hún lék á The Dubliner um það leyti ásamt blúshljómsveit – ekkert verður þó ráðið af því hvort Hálf klökkir hafi einnig verið blúsaðir en nafn sveitarinnar gæti þó jafnvel bent til þess. Óskað…

Háeyrarkvartettinn (1994-96)

Háeyrarkvartettinn (Háeyrarkvintettinn) starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og var settur saman sérstaklega fyrir djass- og myndlistarhátíðina Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum en þar lék sveitin að minnsta kosti í tvígang, árið 1994 og 96. Það var Sigurður Guðmundsson, kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum sem var eins konar hljómsveitarstjóri og var sveitin því…

Hazk (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem spilaði líklega einhvers konar þungt rokk og starfaði snemma árs 1983 og eitthvað fram á vor undir nafninu Hazk en sveitin lék þá í fáein skipti á Hótel Borg. Hér vantar upplýsingar um hljómsveitarmeðlimi Hazks, hljóðfæraskipan og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um sveitina.

Hálfbræður (1974-75)

Hálfbræður er fyrirbæri sem skemmti víða um höfuðborgarsvæðið um eins árs skeið í kringum miðjan áttunda áratug síðustu aldar, en erfitt er að skilgreina hvers eðlis fyrirbærið var. Hálfbræður urðu til innan Menntaskólans við Hamrahlíð og komu fyrst fram að því er virðist á innanskólaskemmtun um haustið 1974 og þá sem karlakór – litlu síðar…

Afmælisbörn 1. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins hjá Glatkistunni að þessu sinni eru átta talsins: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Jón var fæddur á þessum degi 1922, nam leiklist í Bandaríkjunum og samhliða því lærði hann söng. Hann hélt áfram söngnámi á Ítalíu og hér heima en vann þó fyrst…