Harrý og Heimir (1988-)

Spæjaratvíeykið Harrý og Heimir hafa frá því undir lok níunda áratugar síðustu aldar sprottið upp á yfirborðið með reglulegum hætti, fyrst sem útvarpsleikrit en síðan á plötum, leiksviði og jafnvel kvikmynd. Þeir Harrý Rögnvalds (Karl Ágúst Úlfsson) og Heimir Schnitzel (Sigurður Sigurjónsson) birtust fyrst ásamt sögumanni sínum (Erni Árnasyni) í tuttugu og fimm mínútna löngum…

Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélag Þingeyinga – Harmonikufélag Þingeyinga 1978-1998: Stofnað 4. maí 1978 Útgefandi: Harmonikufélag Þingeyinga Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Flöktandi augu 2. Yfir sveitum 3. Klúbbmarsinn 4. Menuett 5. Kevättä Rinasa (Vorhugur) 6. Charal from Cantata no. 147 7. Kesäsaaven valsi 8. Amerikansk Traskopolka 9. Sommer i Bergslagen 10. Can-Can polka 11. Syrpa af Týrólalögum…

Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] (1978-)

Harmonikufélag Þingeyinga er næst elsta harmonikkufélag landsins, stofnað á eftir Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík en félagið hefur starfað samfleytt til dagsins í dag. Það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð og Stefán Kjartansson sem höfðu frumkvæði að því að setja Harmonikufélag Þingeyinga á laggirnar en þeir vildu vinna að framgangi nikkunnar á Húsavík og nágrannabyggðum í Suður-Þingeyjarsýslu.…

Harrý og Heimir – Efni á plötum

Harrý og Heimir – Með öðrum morðum Útgefandi: Sena Útgáfunúmer; [engar upplýsingar] Ár: 2008 1. Morð eru til alls fyrst 2. Meðal annarra orða 3. Þjónað til morðs 4. Morðaleikur 5. Má ég eiga við þig morð 6. Morðabelgur 7. Morðheppni maðurinn 8. Morð skulu standa 9. Morðið er laust 10. Morðatiltæki 11. Áríðandi morðsending Flytjendur: Sigurður Sigurjónsson…

Hált í sleipu (1992-93)

Hált í sleipu var grindvísk hljómsveit sem naut töluverðra vinsælda á heimaslóðum á Suðurnesjunum en sveitin var starfrækt á árunum 1992 til 93, jafnvel lengur. Hún kom svo aftur fram árið 2017 og lék eitthvað meira í kjölfarið. Þess má geta að nafn sveitarinnar er sótt í teiknimyndasögurnar um Ástrík. Lítið liggur fyrir um Hált…

Hálsull (2004-05)

Kvennahljómsveit úr Kópavogi starfaði á árunum 2004 og 05 undir nafninu Hálsull en hún var skipuð stúlkum sem þá voru um sextán ára aldur. Hálsull var stofnuð sumarið 2004 og voru meðlimir hennar Valdís Ýr [Vigfúsdóttir?] gítarleikari, Aníta Björk [?] bassaleikari, Tinna [?] trommuleikari, Maríanna [?] gítarleikari og Ingibjörg [?] söngkona. Þannig var sveitin skipuð…

Hálfköflóttir (1997-99)

Pöbbasveitin Hálfköflóttir starfaði um þriggja ára skeið fyrir síðustu aldamót og var einkum á höfuðborgarsvæðinu við spilamennsku en fór einnig út á landsbyggðina s.s. til Ísafjarðar, Vestmannaeyja og víðar. Hálfköflóttir (starfandi 1997-99) voru fyrst um sinn að minnsta kosti dúett, skipaður þeim Óla Pétri [?] og Inga Val [Grétarssyni] en þeir lögðu áherslu á írskættaða…

Háspenna lífshætta [3] (1992)

Árið 1992 starfaði hljómsveit undir nafninu Háspenna lífshætta en ekkert annað liggur fyrir um hana. Óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvar og hvenær hún starfaði auk annarra upplýsinga sem þættu við hæfi í umfjölluninni.

Háspenna lífshætta [2] (1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Vogum á Vatnsleysuströnd vorið 1985 undir nafninu Háspenna lífshætta. Hér er óskað eftir nöfnum liðsmanna sveitarinnar, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Háspenna lífshætta [1] (1980-81)

Hljómsveitin Háspenna lífshætta var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1980 til 81 og var tónlist hennar undir nýbylgjuáhrifum, ekki er ljóst hver tengsl þessarar hljómsveitar og Jam ´80 voru en sveitirnar virðast hafa verið starfandi á sama tíma og skipuð sama mannskap. Sveitin var skipuð fimmtán og sextán ára unglingum sem flestir áttu eftir að…

Háspenna (um 1970)

Fyrir margt löngu starfaði hljómsveit á Sauðárkróki undir nafninu Háspenna, sveitin var líkast til ein allra fyrsta unglingahljómsveit þeirra Skagfirðinga en liðsmenn hennar voru líklega á aldrinum 12 til 14 ára. Háspenna var stofnuð árið 1969 eða 70 og starfaði líklega til 1971 en hún hafði m.a. á efnisskrá sinni lög með Creedence Clearwater Revival.…

Hártopparnir (1986-87)

Hljómsveit sem bar nafnið Hártopparnir var skólahljómsveit Grunnskólans á Blönduósi veturinn 1986-87 og lék um vorið undir söng keppenda í söngvakeppninni Blönduvision en sú keppni hefur verið hefð í þorpinu í áratugi. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hártoppanna, starfstíma sveitarinnar og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun.

Afmælisbörn 8. nóvember 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Torfi Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall í dag en fáir hafa líklega leikið á bassa og gítar með jafnmörgum pöbbasveitum og hann, þeirra á meðal má nefna sveitir eins Droplaugu, Rósina, Glæsi, Marz, Systur Söru, Venus, Borgarsveitina, Dansbandið, ET-bandið og Melódíku. Torfi er…