Haukur Hauksson ekkifréttamaður (1991-)

Fjölmiðlamaðurinn Haukur Hauksson ekkifréttamaður var hugarfóstur leikarans Hjálmars Hjálmarssonar og varð til snemma á tíunda áratug síðustu aldar, hann naut um tíma töluverðra vinsælda. Haukurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í síðdegisútvarpsþætti Rásar 2 sem óðamála fréttamaður þar sem hann var með eins konar stutt innslög um málefni sem brunnu þá á þjóðinni en þar…

Haukur Hauksson ekkifréttamaður – Efni á plötum

Haukur Hauksson – ekki fréttir [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hjálmar Hjálmarsson – flutningur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]       Á rás um landið: Haukur Hauksson ásamt úrvali íslenskra tónlistarmanna fara hringinn á 77 mínútum – ýmsir Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: STUÐCD188 Ár: 1993…

Heiða og Maja (um 1955)

Systurnar Heiða og Maja eða Heiða Hrönn (f. 1939) og Anna María Jóhannsdætur (f. 1940) komu nokkuð við sögu norðlensks tónlistarlífs um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þær sungu þá víða á skemmtunum og jafnvel á dansleikjum sem tvíeyki, og voru þá gjarnan auglýstar sem Heiða og Maja. Þær systur eru dætur Jóa Konn.…

Head effects (1981)

Hljómsveitin Head effects var eins konar spunarokksveit en hún starfaði um skamma hríð á fyrri hluta ársins 1981. Sveitin hafði í raun orðið til í kringum útgáfu plötunnar Gatan og sólin með Magnúsi Þór Sigmundssyni árið 1980 en hún hafði þá verið stofnuð til að fylgja þeirri plötu eftir – undir nafninu Steini blundur. Eftir…

Harmoníkufélag Héraðsbúa [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmoníkufélag Héraðsbúa – Draumsýn HFH [snælda] Útgefandi: Harmoníkufélag Héraðsbúa Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Á vorléttum vængjum 2. Horft í eldinn / Minning / Draumsýn 3. Draumaveröld 4. Rökkublús 5. Lokalag 6. Veiðimannapolki 7. Geislagletta 8. Sólstöður 9. Rauðhærða stúlkan 10. Harmoní 11. Leysing 12. Út í loftið Flytjendur: Melkorka Freysteinsdóttir – söngur Auðbjörg…

Harmoníkufélag Héraðsbúa [félagsskapur] (1984-)

Harmonikkufélag hefur verið starfandi á Héraði lengi vel og er það eitt af elstu starfandi félögum sinnar tegundar hérlendis, félagið hefur alla tíð verið öflugt. Það var vorið 1984 sem félagsskapur að nafni Félag harmonikuunnenda á Fljótsdalshéraði var stofnað og voru stofnmeðlimir þess fjórtán talsins en aðal tilgangur félagsins var að viðhalda og útbreiða harmonikkutónlist…

Heimamenn [2] (2004)

Vorið 2004 starfaði hljómsveit á Ísafirði sem gekk undir nafninu Heimamenn og virðist sem svo að hún hafi verið sett sérstaklega saman fyrir dansleik sem haldinn var í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélags Ísafjarðar. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit en af umfjöllun um hana að dæma gæti hún hafa verið skipuð fyrrum meðlimum…

Heimamenn [1] (1991)

Glatkistan hefur afar takmarkaða vitneskju um hljómsveit sem starfaði vorið 1991 undir nafninu Heimamenn en sveitin lék þá á skemmtistað í Ármúlanum með Guðberg Auðunsson sem söngvara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir aðrir skipuðu hana og jafnframt um hljóðfæraskipan hennar en einnig mega fylgja með upplýsingar um starfstíma hennar og annað…

Heimabrugg (1984-89)

Hljómsveitin Heimabrugg var starfrækt í Bakkagerði á Borgarfirði eystra um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar, upplýsingar eru um að hún hafi verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1984 til 1989 en starfstími hennar gæti þó verið lengri. Sveitin lék á ýmsum skemmtunum og dansleikjum í heimaþorpinu og næsta nágrenni en einnig…

Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi (1975-79)

Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi eða bara Heilsubótarkórinn starfaði um fjögurra ára skeið og var eins konar tenging milli tveggja kóra sem störfuðu í hreppnum. Forsagan er sú að haustið 1974 hafði verið stofnaður karlakór í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði sem gekk undir nafninu Friðrikskórinn eftir stofnandanum og stjórnandanum Friðrik Ingólfssyni. Ári síðar, haustið 1975 bættust nokkrar konur…

Heilaskaði (2002)

Dúettinn Heilaskaði var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 2002. Meðlimir Heilaskaða voru þau Arnar Jónsson tölvumaður og söngvari (einnig þekktur sem Hemúllinn) og Harpa H. Haraldsdóttir söngkona. Tvíeykið komst ekki áfram í úrslit keppninnar en verður e.t.v. helst minnst fyrir að rústa tölvuskjá á sviðinu að hætti rokksveita, ekkert bendir til þess að þau hafi…

Heimatilbúna hljómsveitin (1989)

Haustið 1989 hélt Lionsklúbburinn á Bíldudal dansleik og þar lék hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir þann eina viðburð, sveitin hlaut nafnið Heimatilbúna hljómsveitin og tók eina æfingu áður en talið var í á þessu fyrsta og eina balli sveitarinnar. Meðlimir Heimatilbúnu hljómsveitarinnar voru þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítar- og bassaleikari, Gísli Ragnar Bjarnason…

½ 7 – Efni á plötum

Lísa í Undralandi – úr söngleik [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1983 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: ½ 7: – Guðmundur Ómar  Pétursson – gítar – Jón Haukur Brynjólfsson – bassi – Þráinn Brjánsson – trommur – Jóhann Ingvarsson – hljómborð  – Kolbeinn Gíslason – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Afmælisbörn 22. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sjötugur og fagnar því stórafmæli í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…