Fjöll með smáskífu og tónleika

Hljómsveitin Fjöll gefur í dag út sína þriðju smáskífu á árinu en sveitin hefur undanfarið verið að vinna að upptökum í Hljóðrita ásamt Kristni Sturlusyni, nýja lagið ber heitið Lengi lifir en áður hafði sveitin sent frá sér lögin Festar og Í rokinu. Lengi lifir er nú aðgengilegt á Spotify og hér má nálgast það. …

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Haukar [2] – Efni á plötum

Haukar – Þrjú tonn af sandi / Let‘s start again [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 012 Ár: 1975 1. Þrjú tonn af sandi 2. Let’s start again Flytjendur: Gunnlaugur Melsteð – bassi og söngur Kristján Guðmundsson – hljómborð Rafn Haraldsson – trommur Sven Arve Hovland – gítar og raddir Engilbert Jensen – raddir Haukar –…

Hartmann Guðmannsson (1935-2019)

Hartmann Guðmannsson var harmonikkuleikari, ættaður úr Svarfaðardalnum en fluttist suður á höfuðborgarsvæðið og tók síðar virkan þátt í starfsemi Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Hartmann Guðmundur Guðmannsson var fæddur vorið 1935 og kynntist harmonikkunni barn að aldri en hann eignaðist sína fyrstu nikku þrettán ára gamall og ekki löngu síðar var hann farinn að leika á…

Hjörtur Lárusson (1874-1960)

Hjörtur Lárusson (Harrý Lárusson) var með fyrstu Íslendingum sem hafði tónlist að aðalstarfi en hann var kennari, tónlistarmaður, kóra- og lúðrasveitastjórnandi auk þess að vera tónskáld – hann var þó iðulega titlaður hljómfræðingur eins og þá var títt. Hann var alla sína starfsævi búsettur í Kanada og Bandaríkjunum. Hjörtur Lárusson fæddist í Borgarfirðinum haustið 1874…

Heimir – Söngmálablað [1] [fjölmiðill] (1923-26)

Á árunum 1923 til 26 kom út tímarit sem bar nafnið Heimir – Söngmálablað en aðstandendur þess og ritstjórar voru þeir Sigfús Einarsson og Friðrik Bjarnason sem báðir teljast til frumkvöðla í tónlistarmálum á Íslandi. Heimir kom fyrst út snemma árs 1923 en undirbúningur að stofnun þess hafði þá staðið um nokkurn tíma. tímaritinu var…

Heimdallarkórinn (1936-37)

Haustið 1936 var stofnaður kór innan Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna en tilefnið var tíu ára afmæli félagsins sem þá stóð fyrir dyrum um veturinn. Svo virðist sem kórinn, sem ýmist er nefndur Kór Heimdallar eða Heimdallarkórinn hafi einungis sungið við þetta eina tilefni (á afmælishátíð félagsins í febrúar 1937) en engar heimildir er að finna…

Hartmann Guðmannsson – Efni á plötum

Hartmann Guðmannsson – Sól við fjörðinn Útgefandi: Hartmann Guðmannsson Útgáfunúmer: HG01 Ár: 1999 1. Skeiðpolki 2. Á ferð og flugi 3. Tunglskinsvalsinn 4. Hornafjarðarvalsinn 5. Miðnæturvals 6. Lyngbrekkuvalsinn 7. Sumarbústaðarpolki 8. Morgunsýnvals 9. Kvöld í tunglsljósi 10. Valhallarpolk 11. Dalavals 12. Fjallavalsinn 13. Sól við fjörðinn Flytjendur: Hartmann Guðmannsson – harmonikka

Heimir – Söngmálablað [2] [fjölmiðill] (1935-39)

Heimir – Söngmálablað var tímarit sem fjallaði um söngmál og önnur tónlistartengd málefni og kom út á árunum 1935-39 en því var ætlað að halda áfram með það sem samnefnt tímarit hafði hafið á árunum 1923-26, þ.e. að miðla upplýsingum og fræðslu um málefnið. Heimir – Söngmálablað kom fyrst út sumarið 1935 og var Páll…

Heitur ís (1994)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gekk undir nafninu Heitur ís og starfaði síðsumars 1994 en hún kom þá fram að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit annað en hér að ofan kemur fram, og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Heitir svansar (1990-91)

Geiri Sæm (Ásgeir Sæmundsson) starfrækti um nokkurra mánaða skeið hljómsveit veturinn 1990 til 91 undir nafninu Heitir svansar, og spilaði hún töluvert opinberlega á þeim tíma – reyndar nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Heitra svansa voru auk Geira sem söng, þeir Kristján Edelstein gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Bjarni Bragi Kjartansson bassaleikari. Sveitin starfaði fram…

Heimskir synir (2002-04)

Hip hop sveitin Heimskir synir kom fram á sjónarsviðið í upphafi aldarinnar en sveitin kom úr Kópavoginum og var líklega stofnuð árið 2002. Í upphafi árs 2003 var sveitin meðal fleiri slíkra sem komu fram á Allra veðra von tónleikunum sem haldnir voru í Vestmannaeyjum, þar stóð sveitin sig það vel að ákveðið var að…

Heklukvartettinn (1959)

Heklukvartettinn var lítil hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir svokallað heimsmót æskunnar sem haldið var í Vínarborg í Austurríki sumarið 1959 en Íslendingar tóku þátt í slíkum mótum í nokkur skipti um miðja síðustu öld, um áttatíu Íslendingar voru þar fulltrúar þjóðarinnar. Heklukvartettinn var skipaður þeim Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara, Ólafi Stephensen harmonikku- og…

Afmælisbörn 29. nóvember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og níu ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…