Haukur Heiðar Ingólfsson (1942-)

Haukur Heiðar Ingólfsson læknir er líklega einn þekktasti dinner píanóleikari landsins en hann er jafnframt þekktur fyrir samstarf sitt við Ómar Ragnarsson, hann hefur gefið út nokkrar plötur með píanótónlist. Haukur Heiðar Ingólfsson kemur upphaflega að norðan en hann er fæddur (1942) og uppalinn á Akureyri, þar komst hann fyrst í tæri við tónlistina og…

Haukur Hauksson – Efni á plötum

Haukur Hauksson – …hvílík nótt Útgefandi: Tony Útgáfunúmer: Tony-004 Ár: 1987 1. Þúsund sinnum ég 2. Hver veit 3. Á veiðum 4. Um ókomin ár 5. Bak við huluna 6. Andvökupæling 7. Ekki eitt einasta tár 8. Lífið er lúxus 9. Snotra I Flytjendur: Haukur Hauksson – söngur Daníel Þorsteinsson – hljómborð Þröstur Þorbjörnsson –…

Haukur Hauksson (1963-)

Söngvarinn Haukur Hauksson var nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi um nokkurra ára skeið undir lok níunda áratugar síðustu aldar og nokkuð fram á tíunda áratuginn en hann sendi þá m.a. frá sér sólóplötu og kom við sögu bæði í Eurovision undankeppninni og Landslaginu. Haukur er fæddur 1963 og er bróðir Eiríks Haukssonar söngvara, ekki er…

Haukur Heiðar Ingólfsson – Efni á plötum

Haukur Heiðar Ingólfsson og félagar – Með suðrænum blæ Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 015 / SCD 015 Ár: 1984 / 1991 / 1995 / 2006 1. Augun þín blá 2. Brazil 3. Ástin er söm við sig 4. La golondrina 5. Ást Ítalíanó 6. Ella og Lalli 7. Sway 8. Ástarbréf 9. Green eyes 10.…

Heiðursmenn [2] (1991-2004)

Lítið liggur fyrir um pöbbahljómsveit sem gekk undir nafninu Heiðursmenn en hún starfaði á síðasta áratug liðinnar aldar og fram á þessa öld. Heiðursmenn virðast hafa komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 en ekkert liggur fyrir um sveitina þá nema að Kolbrún Sveinbjörnsdóttir var söngkona hennar – og var það reyndar alla tíð. Sveitin…

Heinz Edelstein (1902-59)

Nafn dr. Heinz Edelstein er oft nefnt í sömu andrá og Robert Abraham (Róbert A. Ottósson) og Victor Urbancic en þeir þrír áttu það sameiginlegt að flýja gyðingaofsóknir nasista til Íslands á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðar, og rífa hér upp tónlistarlífið hver með sínum hætti. Heinz Edelstein var e.t.v. minnst áberandi þremenninganna en starf hans…

Heimvarnarliðið [2] (1991)

Upplýsingar óskast um tónlistarhóp, líklega söngflokk sem starfaði innan verkamannafélagins Árvakurs á Eskifirði og kom fram á hátíðarhöldum í bænum þann 1. maí 1991 undir nafninu Heimavarnarliðið. Upplýsingar um Heimavarnarliðið má gjarnan senda Glatkistunni.

Heiðursmenn [3] (2020)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 2020, hugsanlega í Grindavík. Hér er óskað eftir helstu upplýsingum s.s. hverjir skipuðu þessa sveit og hver hljóðfæraskipan hennar var, hvenær hún starfaði o.s.frv.

Helfró [2] (1982-83)

Hljómsveitin Helfró starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1982 og 83. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en meðal þeirra voru Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið o.fl.), Jósef Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar) og Eggert Benjamínsson trommuleikari (Skriðjöklar o.fl.), og einnig gæti hafa verið gítarleikari að nafni Þorgils [?]…

Helfró [1] (um 1968)

Hljómsveit sem bar hið sérstaka nafn Helfró starfaði á norðvestanverðu landinu undir lok sjöunda áratugar liðinnar aldar, líklega í kringum 1968. Bræðurnir Rúnar gítarleikari og Jóhann bassaleikari Þórissynir voru meðal meðlima sveitarinnar og einnig gæti trommuleikarinn Skúli Einarsson hafa verið einn meðlima hennar, hann var í sveit með þessu nafni á einhverjum tímapunkti. Liðsmenn sveitarinnar…

Haukur Sveinbjarnarson – Efni á plötum

Haukur Sveinbjarnarson – Kveðja Útgefandi: Stöðin og Haukur Sveinbjarnarson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1988 1. Kveðja 2. Ási gamli (Austri) 3. Þú ert mér allt 4. Næsti dans: polki 5. Lítill friður 6. Afturhvarf 7. Eldliljan (Tango Torrid) 8. Létttifi (Marsúrki) 9. Rússskinna 10. Vonaraugun 11. Kveikur: vínarkruss 12. Bjórstofan 13. Margrettan: marsúki 14. Kveðja…

Haukur Sveinbjarnarson (1928-2018)

Haukur Sveinbjarnarson (f. 1928) starfaði með og starfrækti hljómsveitir upp úr miðri síðustu öld og að minnsta kosti framundir 1970, hér má nefna t.a.m. S.O.S. og Stereo en einnig hljómsveit/ir í eigin nafni sem m.a. léku á dansleikjum í Selfossbíói á síðari hluta sjötta áratugarins. Hann lék að öllum líkindum á harmonikku á þessum árum…

Helfró [3] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Helfró en hún lék á 17. júní tónleikum á Faxatorgi á Sauðárkróki sumarið 1982. Líklega var um unglingahljómsveit að ræða en hér er óskað eftir helstu upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan og annað viðeigandi.

Afmælisbörn 13. desember 2023

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og níu ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…