Heiðdís Norðfjörð (1940-2021)

Nafn Heiðdísar Norðfjörð er töluvert þekkt þegar kemur að efni fyrir börn en hún annaðist dagskrárgerð í útvarpi fyrir þann aldurshóp um árabil, var barnabókahöfundur sem las eigin sögur og annarra inn á vinsælar kassettur sem gefnar voru út af Hörpuútgáfunni á Akranesi, en þekktust er hún þó líklega fyrir að semja tónlistina á plötunum…

Heiðdís Norðfjörð – Efni á plötum

Heiðdís Norðfjörð – Ævintýri H.C. Andersens (x4) [snældur] Útgefandi: Mifa Útgáfunúmer: MIFA004 Ár: 1979 / 1990 1. Ljóti andarunginn 2. Flibbarnir 3. Kertaljósin 4. Murusóleyin 1. Svínahirðirinn 2. Penninn og blekbyttan 3. Silfurskildingurinn 4. Þumalína 1. Hans klaufi 2. Tindátinn staðfasti 3. Nýju fötin keisarans 4. Grenitréð 1. Litla stúlkan með eldspýturnar 2. Koffortið fljúgandi…

Háskólakórinn – Efni á plötum

Háskólakórinn – Háskólakórinn Útgefandi: Háskólakórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1983 1. Kantata IV – Mansöngvar 2. Tveir söngvar um ástina; Steinninn / Í lyngbrekku gamals draums 3. Canto Flytjendur: Háskólakórinn – söngur undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar og Hönnu G. Sigurðardóttur Óskar Ingólfsson – klarinett Michael Shelton – fiðla Nora Kornbleuh – selló Snorri Sigfús…

Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Heimsreisa Höllu [tónlistarviðburður] (1998-2008)

Heimsreisa Höllu var tónlistardagskrá sem var í höndum Egils Ólafssonar og Tríós Björns Thoroddsen, sem skipað var auk Björns sem lék á gítar þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara en Egill og tríóið höfðu þá starfað saman frá árinu 1993. Dagskráin var upphaflega sett saman fyrir tónlistarverkefnið Tónlist fyrir alla sem sett var…

Jójó [1] (1971-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Jójó var skólahljómsveit í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1971-72. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Björnsson (Siggi Björns) gítarleikari, Benedikt Helgi Benediktsson trommuleikari og Ísólfur Gylfi Pálmason bassaleikari (síðar alþingismaður). Sveitin starfaði aðeins þennan eina vetur þrátt fyrir áætlanir um lengra samstarf.

Hljómsveit Árna Ingimundarsonar (1953)

Upplýsingar eru mjög takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði undir stjórn píanóleikarans Árna Ingimundarsonar (síðar kórstjórnanda) á Akureyri en hún bar nafnið Hljómsveit Árna Ingimundarsonar. Fyrir liggur að þessi sveit lék á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri og einnig á skóladansleikjum Menntaskólans á Akureyri en annað er ekki vitað um hana og er því hér með…

Hljómsveit Árna Björnssonar (1934-36)

Hljómsveit Árna Björnssonar starfaði um tveggja til þriggja ára skeið og virðist hafa farið og leikið fyrir dansi og á tónleikum víða um land á árunum 1934 til 36. Meðlimir sveitarinnar voru allir lærðir tónlistarmenn og áttu eftir að vera áberandi í klassíska geira tónlistarinnar og létu það ekki eftir sér að leika léttari tónlist,…

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar (1969-71)

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1970, líklega á árunum 1969 til 1971 en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og virðist hafa leikið að mestu í Ingólfscafé, hún lék þó eitthvað á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum. Upplýsingar um Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar eru fremur takmarkaðar, Ágúst Guðmundsson var harmonikkuleikari…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Hljómsveit Árna Norðfjörð (1956-63)

Harmonikkuleikarinn Árni Norðfjörð var um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar með hljómsveit sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt. Elstu heimildir um Hljómsveit Árna Norðfjörð sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum, eru frá því um vorið 1956 þegar sveitin lék á dansleik í Félagsgarði í Kjós en á næstu…

Hljómsveit Árna Scheving (1956-64)

Árni Scheving var með eigin hljómsveit í Klúbbnum um eins og hálfs árs skeið á árunum 1963 og 64 en í nokkur ár á undan hafði hann verið með misstórar hljómsveitir sem litlar upplýsingar er að finna um, sumar hugsanlega settar saman fyrir stakar djassuppákomur. Þannig var Árni með eitthvað sem kallaðist Tríó Árna Scheving…

Afmælisbörn 3. janúar 2024

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og níu ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…