Heimavarnarliðið [1] (1979-82)

Heimavarnarliðið var ekki eiginleg hljómsveit heldur eins konar tónlistarhópur sem kom að tveimur plötum sem komu út í kringum 1980, hópurinn var ekki nema að litlu leyti skipaður sama fólkinu á plötunum tveimur en laut tónlistarstjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar á þeim báðum. Upphaf Heimavarnarliðsins má líklega rekja til baráttufundar í Háskólabíói þann 31. mars 1979…

Heimir Sindrason (1941-)

Tannlæknirinn og tónlistarmaðurinn Heimir Sindrason varð landsþekktur á menntaskólaárum sínum fyrir vísna- og þjóðlagasöng og hljóðfæraslátt ásamt félaga sínum Jónasi Tómassyni en sneri sér svo að öðrum málum, hann birtist svo á nýjan leik í tónlistinni mörgum árum síðar með sólóefni. Heimir fæddist á aðfangadag árið 1944 í Reykjavík og hefur búið og starfað á…

Heimavarnarliðið [1] – Efni á plötum

Heimavarnarliðið – Eitt verð ég að segja þér Útgefandi: Miðnefnd S.H.A. Útgáfunúmer: 2 VR 21230 Ár: 1979 1. Söngsveitin Kjarabót – Þegar hjálpin er næst 2. Stjórnarbót 3. Margrét Örnólfsdóttir og söngsveitin Kjarabót – Vögguvísa herámsins 4. Eiríkur Ellertsson og Kjarabót – Ísland úr NATO 5. Karl J. Sighvatsson – Hugleiðing 6. Þorvaldur Örn Árnason – Eiður vor…

Hljómsveit Birgis Ottóssonar (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Birgis Ottóssonar en hún virðist hafa verið fremur skammlíf sveit sem starfaði vorið 1987. Hugsanlega var þessi sveit í samstarfi við Sigríði Hannesdóttur leikkonu en þau komu fram á samkomum hjá sjálfstæðisflokknum um það leyti. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk…

Hljómsveit Birgis Marinóssonar (1961-98)

Hljómsveit Birgis Marinóssonar á Akureyri var í raun þrjár eða fjórar hljómsveitir starfræktar á mismunandi tímum með mismunandi mannskap, sú fyrsta starfaði á sjöunda áratugnum og segja má að hann hafi starfrækt hljómsveit á hverjum áratug fram að aldamótum með góðum hléum þess á milli. Fyrsta hljómsveit Birgis starfaði á árunum 1961 til 64 en…

Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Hljómsveit Billy Cook (1937)

Hljómsveit Billy Cook var sett saman til að leika danstónlist (djass) á Hótel Borg haustið 1937 en umræddur Billy Cook var Breti sem ráðinn var gagngert til verkefnisins síðsumars og stjórnaði hljómsveitinni í nokkrar vikur. Á þessum árum hafði verið hefð fyrir að breskir tónlistarmenn léku fyrir dansi á Borginni en sveitir þessar voru oft…

Heimir Sindrason – Efni á plötum

Heimir og Jónas – Fyrir sunnan Fríkirkjuna Útgefandi: Fálkinn / Steinar Útgáfunúmer: KALP 33 / KACD 33 Ár: 1969 / 1992 1. Bréfið hennar Stínu 2. Einbúinn 3. Litla kvæðið um litlu hjónin 4. Namm namm 5. Laxfoss 6. Móðir mín í kví kví 7. Við Vatnsmýrina 8. Hótel jörð 9. Fyrir átta árum 10. Húsin í bænum…

Hljómsveit Bjarka Árnasonar (1949-53)

Litlar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Bjarka Árnasonar á Siglufirði sem starfaði á árunum 1949 til 53 hið minnsta en Bjarki þessi var öflugur í ballspilamennsku alla sína ævi og mun hafa leikið á um tvö þúsund dansleikjum ýmist einn eða í félagi við aðra, líklega þó mest með hljómsveitinni Miðaldamönnum. Á einhverjum tímapunkti…

Hljómsveit Birgis Sævarssonar (2013)

Hljómsveit Birgis Sævarssonar mun hafa verið starfandi árið 2013 en hún lék þá um haustið á dansleik á Hvammstanga. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit og er því óskað eftir frekari upplýsingum um hana, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun um sveitina.

Hljómsveit Birgis Stefánssonar (1981)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hljómsveit Birgis Stefánssonar en hún lék þá á 17. júní-skemmtun á Ráðhústorginu á Akureyri. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit nema nafn hennar og er því óskað eftir frekari upplýsingum um Birgi og aðra meðlimi sveitarinnar auk hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.fl.

Anna og grafararnir (1982)

Nýbylgjupönksveitin Anna og grafararnir starfaði um skamma hríð vorið og sumarið 1982 en hún var í raun eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Handan grafar sem hafði starfað haustið á undan (1981). Meðlimir Önnu og grafaranna voru þau Árni Daníel Júlíusson og Egill Lárusson (sem höfðu áður starfað saman í Taugadeildinni) sem léku á hljóðgervla og söngkonan…

Afmælisbörn 17. janúar 2024

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…