Hljómsveit Birgis Stefánssonar (1981)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hljómsveit Birgis Stefánssonar en hún lék þá á 17. júní-skemmtun á Ráðhústorginu á Akureyri. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit nema nafn hennar og er því óskað eftir frekari upplýsingum um Birgi og aðra meðlimi sveitarinnar auk hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.fl.

Anna og grafararnir (1982)

Nýbylgjupönksveitin Anna og grafararnir starfaði um skamma hríð vorið og sumarið 1982 en hún var í raun eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Handan grafar sem hafði starfað haustið á undan (1981). Meðlimir Önnu og grafaranna voru þau Árni Daníel Júlíusson og Egill Lárusson (sem höfðu áður starfað saman í Taugadeildinni) sem léku á hljóðgervla og söngkonan…

Afmælisbörn 17. janúar 2024

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2024

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Músíktilraunir 2024 framundan

Það styttist í Músíktilraunir 2024. Þær voru lengi kenndar við Tónabæ en fara nú fram í Norðurljósum í Hörpu dagana 10.-16. mars nk. þar sem keppnin hefur verið haldin síðustu árin. Opnað verður fyrir skráningu í Músíktilraunir á heimasíðu keppninnar þann 5. febrúar og þar verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar,…

Afmælisbörn 14. janúar 2024

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Afmælisbörn 13. janúar 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og sjö ára í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Afmælisbörn 12. janúar 2024

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Afmælisbörn 11. janúar 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði á fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo…

Heart 2 heart (1992)

Heart 2 heart (Heart to heart) var hljómsveit sem sett var á fót í kringum framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni vorið 1992 en var í raun hljómsveitin Stjórnin eftir mannabreytingar. Tildrög málsins voru þau að í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hér heima í febrúar 1992 bar lagið Nei eða já sigur úr býtum og skaut þar…

Heart 2 heart – Efni á plötum

Heart 2 Heart – Nei eða já (Time after time) [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: CDSND 92033 Ár: 1992 1. Time after time 2. Nei eða já 3. Wherever I go Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur og raddir Sigrún Eva Ármannsdóttir – raddir Grétar Örvarsson – raddir og hljómborð Friðrik Karlsson – gítar Nigel Wright – trommuforritun og hljómborð

Heitar pylsur (1989 / 1995)

Afar fáar og takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Heitar pylsur sem starfaði á Seyðisfirði sumarið 1989 en það sama sumar sendi sveitin frá sér sex laga plötu sem bar heitið Haldið þið að við höfum ætlað að gera þetta? sem Andfélagið gaf út. Á plötunni er sveitin skipuð þeim Arnari Þór Guttormssyni, Emil…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Hljómsveit Ásgeirs Magnússonar (1965)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Ásgeirs Magnússonar en sú sveit lék sumarið 1965 í Súlnasal Hótel Sögu og mun hafa verið sjö manna. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan eða annað og er því óskað eftir frekari gögnum um hana.

Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar (1971)

Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar er ein þeirra sveita sem nefnd hefur verið sem forveri Spilverks þjóðanna en sú sveit átti sér langan aðdraganda þar sem fjölmargar sveitir og tónlistarfólk kom við sögu. Ein þeirra sveita var Hassansmjör sem þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson (allt upphaflega meðlimir Stuðmanna) skipuðu auk fiðluleikara að nafni Sesselja…

Hljómsveit Árna Valdimarssonar (1956)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Árna Valdimarssonar en hún lék á skemmtun Íslendingafélags í London haustið 1956 og lék þar fyrir dansi (gömlu dönsunum), hér er því giskað á að Árni þessi hafi verið harmonikkuleikari. Engar upplýsingar er að finna um Árna Valdimarsson eða hljómsveit hans í heimildum, hverjir skipuðu…

Heitar pylsur – Efni á plötum

Heitar pylsur – Haldið þið að við höfum ætlað að gera þetta Útgefandi: Andfélagið Útgáfunúmer: Andfélagið 001 Ár: 1989 1. Fyrsti mars – búinn 2. Allt í lagi lag 3. Söngur um ást 4. Lífsbaráttan (undir víðsjá (en það venst)) 5. Plant no trees 6. Píanósónóta nr. 4 eftir E.T. Flytjendur: Emil Th. Guðmundsson –…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar (1991)

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar var starfrækt í Keflavík sumarið 1991 en hún lék þá á dansleik í heimabænum, Baldur Þórir Guðmundsson (Rúnars Júlíussonar) er sá sem sveitin var kennd við og lék hann líklega á hljómborð en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit nema að Guðmundur Hermannsson var söngvari hennar. Óskað er eftir frekari…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [2] (1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar og lék gömlu dansa tónlist á nýársdansleik í Þórscafé í upphafi árs 1965. Nokkuð ljóst er að ekki er um að ræða Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar hina ísfirsku og einnig eru litlar líkur á að um hafi verið að ræða Ásgeir Sigurðsson…

Hljómsveit Baldurs Loftssonar (um 1960)

Baldur Loftsson á Breiðási í Hrunamannahreppi starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir lok sjötta áratugar síðustu aldar, sveitin lék að minnsta kosti árin 1958 og 59 en að öðru leyti vantar upplýsingar um starfstíma sveitarinnar. Meðlimir Hljómsveitar Baldurs Loftssonar voru auk Baldurs sjálfs sem lék á harmonikku og saxófón, þeir Loftur Loftsson kontrabassaleikari (bróðir Baldurs),…

Afmælisbörn 10. janúar 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér…

Afmælisbörn 9. janúar 2024

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf…

Afmælisbörn 8. janúar 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og fimm ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2024

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2024

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir trompetleikari, leik- og söngkona er fimmtíu og eins árs gömul í dag en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og…

Afmælisbörn 5. janúar 2024

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og níu ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2024

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og níu ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Heiðdís Norðfjörð (1940-2021)

Nafn Heiðdísar Norðfjörð er töluvert þekkt þegar kemur að efni fyrir börn en hún annaðist dagskrárgerð í útvarpi fyrir þann aldurshóp um árabil, var barnabókahöfundur sem las eigin sögur og annarra inn á vinsælar kassettur sem gefnar voru út af Hörpuútgáfunni á Akranesi, en þekktust er hún þó líklega fyrir að semja tónlistina á plötunum…

Heiðdís Norðfjörð – Efni á plötum

Heiðdís Norðfjörð – Ævintýri H.C. Andersens (x4) [snældur] Útgefandi: Mifa Útgáfunúmer: MIFA004 Ár: 1979 / 1990 1. Ljóti andarunginn 2. Flibbarnir 3. Kertaljósin 4. Murusóleyin 1. Svínahirðirinn 2. Penninn og blekbyttan 3. Silfurskildingurinn 4. Þumalína 1. Hans klaufi 2. Tindátinn staðfasti 3. Nýju fötin keisarans 4. Grenitréð 1. Litla stúlkan með eldspýturnar 2. Koffortið fljúgandi…

Háskólakórinn – Efni á plötum

Háskólakórinn – Háskólakórinn Útgefandi: Háskólakórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1983 1. Kantata IV – Mansöngvar 2. Tveir söngvar um ástina; Steinninn / Í lyngbrekku gamals draums 3. Canto Flytjendur: Háskólakórinn – söngur undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar og Hönnu G. Sigurðardóttur Óskar Ingólfsson – klarinett Michael Shelton – fiðla Nora Kornbleuh – selló Snorri Sigfús…

Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Heimsreisa Höllu [tónlistarviðburður] (1998-2008)

Heimsreisa Höllu var tónlistardagskrá sem var í höndum Egils Ólafssonar og Tríós Björns Thoroddsen, sem skipað var auk Björns sem lék á gítar þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara en Egill og tríóið höfðu þá starfað saman frá árinu 1993. Dagskráin var upphaflega sett saman fyrir tónlistarverkefnið Tónlist fyrir alla sem sett var…

Jójó [1] (1971-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Jójó var skólahljómsveit í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1971-72. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Björnsson (Siggi Björns) gítarleikari, Benedikt Helgi Benediktsson trommuleikari og Ísólfur Gylfi Pálmason bassaleikari (síðar alþingismaður). Sveitin starfaði aðeins þennan eina vetur þrátt fyrir áætlanir um lengra samstarf.

Hljómsveit Árna Ingimundarsonar (1953)

Upplýsingar eru mjög takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði undir stjórn píanóleikarans Árna Ingimundarsonar (síðar kórstjórnanda) á Akureyri en hún bar nafnið Hljómsveit Árna Ingimundarsonar. Fyrir liggur að þessi sveit lék á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri og einnig á skóladansleikjum Menntaskólans á Akureyri en annað er ekki vitað um hana og er því hér með…

Hljómsveit Árna Björnssonar (1934-36)

Hljómsveit Árna Björnssonar starfaði um tveggja til þriggja ára skeið og virðist hafa farið og leikið fyrir dansi og á tónleikum víða um land á árunum 1934 til 36. Meðlimir sveitarinnar voru allir lærðir tónlistarmenn og áttu eftir að vera áberandi í klassíska geira tónlistarinnar og létu það ekki eftir sér að leika léttari tónlist,…

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar (1969-71)

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1970, líklega á árunum 1969 til 1971 en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og virðist hafa leikið að mestu í Ingólfscafé, hún lék þó eitthvað á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum. Upplýsingar um Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar eru fremur takmarkaðar, Ágúst Guðmundsson var harmonikkuleikari…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Hljómsveit Árna Norðfjörð (1956-63)

Harmonikkuleikarinn Árni Norðfjörð var um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar með hljómsveit sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt. Elstu heimildir um Hljómsveit Árna Norðfjörð sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum, eru frá því um vorið 1956 þegar sveitin lék á dansleik í Félagsgarði í Kjós en á næstu…

Hljómsveit Árna Scheving (1956-64)

Árni Scheving var með eigin hljómsveit í Klúbbnum um eins og hálfs árs skeið á árunum 1963 og 64 en í nokkur ár á undan hafði hann verið með misstórar hljómsveitir sem litlar upplýsingar er að finna um, sumar hugsanlega settar saman fyrir stakar djassuppákomur. Þannig var Árni með eitthvað sem kallaðist Tríó Árna Scheving…

Afmælisbörn 3. janúar 2024

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og níu ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 2. janúar 2024

Glatkistan hefur tvö afmælisbörn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sjötíu og eins árs gamall í dag. Pjetur sem starfrækti verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á meðal…

Afmælisbörn 1. janúar 2024

Þá er nýtt ár gengið í garð og Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á takteinum á þessum fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sjö ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið…