Herdís Hallvarðsdóttir (1956-)

Herdís Hallvarðsdóttir verður sjálfsagt alla tíð kennd við Grýlurnar en hún hefur þó komið mun víðar við sögu t.d. sem sólólistamaður, laga- og textahöfundur, og bassaleikari og söngvari hljómsveita eins og Hálft í hvoru og Islandica, þá hefur hún einnig staðið í útgáfumálum ásamt eiginmanni sínum Gísla Helgasyni, bæði á tónlist og hljóðbókum. Herdís er…

Henni Rasmus – Efni á plötum

Músakk – Viltu með mér vaka Útgefandi: Hugo Rasmus Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Viltu með mér vaka í nótt 2. Að elska og kyssa 3. Ó sú alsæla stund 4. Anna Mæja 5. Það var um haustkvöld 6. Manstu 7. Ebba 8. Hjartahlý vegna þín 9. Við léttan dans 10. Á ári friðar…

Henni Rasmus (1911-91)

Lagahöfundurinn Henni Rasmus er þekktastur fyrir hina sígildu dægurlagaperlu Viltu með mér vaka en hann samdi töluvert af lögum og nokkur þeirra voru gefin út á plötu löngu eftir andlát hans. Henni var fæddur (vorið 1911) og uppalinn í Reykjavík og gekk reyndar fyrstu ár ævi sinnar undir nafninu Sigurður Gunnar Sigurðsson. Þegar hann missti…

Herdís Hallvarðsdóttir – Efni á plötum

Herdís Hallvarðsdóttir – Gullfiskar Útgefandi: Herdís Hallvarðsdóttir  Útgáfunúmer: HH 002 Ár: 1988 1. Um geðsálina í mér 2. Ef 3. Í borginni 4. Engin önnur leið 5. Ég heyrði í dag 6. Eins og fuglinn 7. Dagrenning 8. Spurning um ástina 9. Eyja í fljóti 10. Skín þú máni 11. Sigmar og Hallgerður 12. Gullfiskar…

Herbert H. Ágústsson – Efni á plötum

Blásarakvintett Reykjavíkur – Íslensk tónlist fyrir tréblásara / Icelandic music for woodwinds. Works by Gunnar Reynir Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Herbert H. Ágústsson, Áskell Másson, Þorkell Sigurbjörnsson Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-08 Ár: 1987 1. Burtflognir pappírsfuglar = Departured paperbirds 2. Kvintett fyrir blásara = Quintet for winds 3. Blásarakvintett = Wind quintet 4. Þríleikur =…

Herbert H. Ágústsson (1926-2017)

Herbert H. Ágústsson var einn fjölmargra tónlistarmanna sem komu til Íslands um miðja síðustu öld og settu svip sinn á íslenskt tónlistarlíf með ýmsum hætti. Herbert settist hér að og varð þekktur hljóðfæraleikari, kóra- og hljómsveitastjóri, tónlistarkennari og tónskáld. Herbert Hriberscheck kom upphaflega frá Austurríki, hann fæddist þar í smáþorpi sumarið 1926 og flutti ungur…

Hersveitin [3] (1998-2006)

Hersveitin var tríó sem lék töluvert á pöbbum og einnig á almennum dansleikjum víða um land en mest þó á höfuðborgarsvæðinu, um og eftir aldamótin. Sveitin var að hluta til að minnsta kosti skipuð Patreksfirðingum en tveir þriðju sveitarinnar höfðu starfað með sveit á Patreksfirði með sama nafni á níunda áratugnum, það voru þeir Sævar…

Hersveitin [2] (1983-85)

Hljómsveit var starfrækt á Patreksfirði á fyrri hluta níunda áratugar liðinnar aldar undir nafninu Hersveitin, reyndar hafði hún þá verið starfandi um tíma undir nafninu Útlendingahersveitin en þegar Kolbeinn Þorsteinsson gítarleikari bættist í hópinn vorið 1983 var nafni hennar breytt í Hersveitin, fyrir í sveitinni voru þá Sævar Árnason gítarleikari, Davíð Hafsteinsson trommuleikari og Kristófer…

Hersveitin [1] (1982-83)

Veturinn 1982-83 var starfrækt skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst sem bar heitið Hersveitin en þessi sveit lék á dansleikjum og skemmtunum innan skólans þá um veturinn, m.a. í söngvakeppninni Bifróvision sem var árlegur viðburður þar á sínum tíma. Meðlimir Hersveitarinnar voru þau Pálmi B. Almarsson bassaleikari, Halldór Bachmann hljómborðsleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari, Ragnar Þ. Guðgeirsson…

Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Herramenn [1] (1984-85)

Ekki finnast miklar upplýsingar um hljómsveit úr Hafnarfirði sem bar heitið Herramenn en hún starfaði á árunum 1984 og 85, hugsanlega eitthvað lengur en það. Fyrir liggur að Stefán Hjörleifsson gítarleikari (síðar kenndur við Bítlavinafélagið, Nýdanska o.fl.) og Hallur Helgason trommuleikari (síðar kvikmyndagerðarmaður o.fl.) voru í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um…

Hestreður (2006-07)

Pönksveitin Hestreður vakti nokkra athygli á sínum tíma og sendi t.a.m. frá sér efni sem fékk útvarpsspilun. Hestreður var frá Hellu og var að öllum líkindum stofnuð árið 2006, sveitin var farin að leika eitthvað opinberlega og hafði sent frá sér lag eða lög sem hlutu spilun á útvarpsstöðinni X-inu áður en hún var meðal…

Hestaleigan (1989)

Hljómsveitin Hestaleigan var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1989, sveitin var frá Akranesi og voru meðlimir hennar þeir Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Bjarni Þór Hjaltason trommuleikari, Þóroddur Bjarnason gítarleikari og Finnur Guðmundsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar. Hestaleigan kom aftur saman tíu árum síðar þegar sveitin hitaði…

Andlát – Björgvin Gíslason (1951-2024)

Tónlistarmaðurinn Björgvin Gíslason er látinn, á sjötugasta og þriðja aldursári. Björgvin fæddist haustið 1951, hann var Reykvíkingur og ól þar manninn mest alla tíð. Hann var að mestu sjálflærður í tónlistinni, lærði þó lítillega á píanó en er auðvitað þekktastur fyrir gítarleikni sínam, hann lék þó einnig á fjölda annarra hljóðfæra s.s. píanó, hljómborð og…

Afmælisbörn 6. mars 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…