Hjálmtýr E. Hjálmtýsson (1933-2002)

Tenór-söngvarinn Hjálmtýr E. Hjálmtýsson var býsna þekktur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, söng einsöng með kórum og einn á sviði en gaf einnig út breiðskífu í eigin nafni, Hjálmtýr var síðar þekktur úr klassískri senu kvikmyndarinnar Með allt á hreinu og sem faðir þekktra söngsystkina. Hjálmtýr Edward Hjálmtýsson var fæddur sumarið 1933 í…

Hjálmtýr E. Hjálmtýsson – Efni á plötum

Hjálmtýr E. Hjálmtýsson – Hjálmtýs E. Hjálmtýsson tenór og Gísli Magnússon píanó Útgefandi: Hið íslenzka útgáfufjelag Útgáfunúmer: HEH-001 Ár: 1980 1. Í dag skein sól 2. Heiðbláa fjólan 3. Í fjarlægð 4. Vögguljóð 5. Horfinn dagur 6. Kirkjuhvoll 7. Tonerna 8. Aria Macduff 9. O. Paradiso 10. É la solita storia 11. Mi Par D’udire…

Hljómsveit Eyþórs (2004-07)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Eyþórs en hún starfaði á austanverðu landinu, hugsanlega einhvers staðar í kringum Höfn í Hornafirði á árunum 2004 til 2007 að minnsta kosti. Hljómsveit Eyþórs lék á nokkrum dansleikjum á þessu tímabili, allt frá uppskeruhátíð bænda í Suðursveit til fjölskylduhátíðarinnar Álfaborgarséns á Borgarfirði eystri. Engar frekari upplýsingar er að…

Hljómsveit Erichs Hübner (1957-62)

Trommuleikarinn Erich Hübner (Erik Hubner) starfrækti hljómsveit í eigin nafni eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1952 frá Ísafirði en ekki er ljóst hvenær sú sveit tók til starfa. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1957 til 1962 en hún gæti hafa verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1957 þeir…

Hjartsláttarkvöld [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Heartbeat: Sunday Session in Reykjavík – ýmsir Útgefandi: UNI:FORM Útgáfunúmer: UNI10CD Ár: 1999 1. J-Walk – This is a soul vibration (exclusive) 2. Fünt Sterne “deluxe” – Sprachkurs “deluxe” / Hip hop clowns & Party Rapper 3. DMX Krew – Come to me 4. Gus Gus – Ladypunk (exclusive) 5. Björk – All is full…

Hjartsláttarkvöld [tónlistarviðburður] (1998-2000)

Hin svokölluðu Hjartsláttarkvöld voru haldin um tveggja ára skeið á Kaffi Thomsen við Hafnarstræti en þar voru kynntir nýir straumar og stefnur einkum í dans- og jaðartónlist en slík bylgja gekk þá yfir hérlendis. Kvöld þessi voru haldin á sunnudagkvöldum einu sinni í mánuði og var ástæðan fyrir tímasetningunni að aðstandendur þeirra vildu stíla inn…

Hljómsveit Eyþórs frá Egilsstöðum (1989)

Hljómsveit var auglýst haustið 1989 undir nafninu Hljómsveit Eyþórs frá Egilsstöðum en hún lék þá á tveimur dansleikjum í Danshöllinni í Brautarholti. Ekki liggur fyrir hvort um sama Eyþór er að ræða og starfrækti hljómsveit á austanverðu landinu um fimmtán árum síðar, alltént er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og…

Hjónabandsglæpatríóið (2007-08)

Hjónabandsglæpatríóið var lítil hljómsveit sem virðist hafa verið stofnuð utan um sýningar Þjóðleikhússins á leikritinu Hjónabandsglæpum e. Eric-Emmanuel Schmitt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman í Kassanum árið 2007. Tríóið var skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara, sem komu fram í sýningum á verkinu en þeim lauk um haustið…

Hjónabandið [8] (2011)

Hljómsveit sem bar nafnið Hjónabandið lék á dansleik í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu sumarið 2011 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Hugsanlegt er að hér sé annað hvort um að ræða hljómsveitirnar Hjónabandið úr Önundarfirði eða Hjónabandið úr Fljótshlíðinni, sem báðar voru starfandi á þessum tíma en það hlýtur þó að vera…

Hjónabandið [7] (2004-11)

Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir starfræktu dúett sem þau kölluðu Hjónabandið, af því er virðist um nokkurra ára skeið – líklega á árunum 2004 til 2011 eða jafnvel lengur. Arngrímur lék á harmonikku og Ingibjörg á trommur en hún hóf að spila á trommur um sextugt, líklega skiptu þau hjónin með sér söngnum. Hjónabandið…

Hjónabandið [6] (2000)

Árið 2000 var starfræktur sönghópur (eða söngdúett) innan Kirkjukórs Akureyrarkirkju undir nafninu Hjónabandið en hann kom fram á tónleikum kórsins þá um haustið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hjónabandið, m.a. hverjir skipuðu það og hversu lengi það starfaði.

Hjördís Bergsdóttir (1945-)

Myndlistarkonan Hjördís Bergsdóttir (Dósla) var á sínum yngri árum virk í starfsemi félagssamtaka eins og Rauðsokka og Vísnavina og kom oft fram á samkomum þeirra með söng og gítarundirleik. Hjördís Guðný Bergsdóttir er fædd 1945 og það mun hafa verið um miðjan áttunda áratuginn sem hún hóf að koma fram með tónlistaratriði á fundum og…

Afmælisbörn 8. maí 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…