Hjónabandið [5] (1996-)

Hljómsveitin Hjónabandið í Rangárþingi eystra er líklega þekktust þeirra sveita sem starfað hafa undir þessu nafni en sveitin á sér sögu allt frá árinu 1995 og er líklega enn starfandi að nafninu til þótt ekki sé víst að hún hafi komið fram opinberlega á allra síðustu árum. Stofnun Hjónabandsins má rekja til ársins 1995 þegar…

Hjónabandið [5] – Efni á plötum

Hjónabandið – Diskur ársins Útgefandi: Hjónabandið Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2006 1. Lóðarí 2. Núggatið 3. Veltingssalsa 4. Sumardagurinn fyrsti 5. Verkalagið 6. Hjólalagið 7. Eyjafjör 8. Töðugjöld 9. Hrikalegur gæi 10. Faðmlagið 11. Ísskápurinn 12. Jólafjör Flytjendur: Jón Ólafsson – [?] Ingibjörg E. Sigurðardóttir – [?] Jens Sigurðsson – [?] Auður Halldórsdóttir – [?]…

Hjálpum þeim [annað] (1985-)

Lagið Hjálpum þeim er án nokkurs vafa þekktasta „styrktarlag“ sem gefið hefur verið út á Íslandi en það hefur skapað tekjur fyrir hjálparstarf Hjálparstofnunar kirkjunnar í gegnum árin. Fyrirmyndirnar að laginu og hjálparstarfsverkefninu í kringum það komu frá Bretlandi og Bandaríkjunum en haustið 1984 höfðu breskir tónlistarmenn sent frá sér smáskífuna Do they know it‘s…

Hjónabandið [4] (1993-2012)

Hjónabandið svokallaða úr Önundarfirðinum var eins og nafnið gefur til kynna dúett eða hljómsveit hjóna en þau Árni Brynjólfsson og Erna Rún Thorlacius bændur á Vöðlum í Önundarfirði störfuðu undir þessu nafni til fjölda ára og léku fyrir dansi og söng, mest á Vestfjörðum en einnig víðar um land og reyndar einnig að minnsta kosti…

Hjálpum þeim [annað] – Efni á plötum

Hjálparsveitin – Hjálpum þeim [ep] Útgefandi: Hjálparstofnun kirkjunnar í samvinnu við Auglýsingastofuna Nýtt útlit hf.  Útgáfunúmer: HK 001 Ár: 1985 1. Hjálpum þeim 2. Hjálpum þeim (instrumental) Flytjendur: Björgvin Gíslason – gítar og raddir Björn Thoroddsen – gítar og raddir Friðrik Karlsson – gítar Eyþór Gunnarsson – hljómborð og raddir Jon Kjell Seljeseth – hljómborð…

Hjörleifur Björnsson (1937-2009)

Tónlistarmaðurinn Hjörleifur Björnsson var kunnur bassaleikari á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, lék með nokkrum danshljómsveitum áður en hann freistaði gæfunnar erlendis en hann bjó og starfaði í Svíþjóð megnið af ævi sinni. Hjörleifur Baldvin Björnsson var fæddur (sumarið 1937) og uppalinn á Akureyri, hann byrjaði sinn tónlistarferil sem gítarleikari en færði sig fljótlega…

Hljómsveit Grétars Örvarssonar (1983-88)

Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem yfirleitt er kenndur við þekktustu hljómsveit sína Stjórnina, starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék lengst af á Hótel Sögu en hann var aðeins 24 ára þegar hann stofnaði sveitina. Hljómsveit Grétars Örvarssonar var stofnuð árið 1983 og var mjög fljótlega farin að leika í Átthagasal Hótel…

Hljómsveit Grétars Ólafssonar (1957)

Upplýsingar um hljómsveit sem nefnd var Hljómsveit Grétars Ólafssonar, eru af skornum skammti en sveitin lék á dansleik tengdum Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. Engar haldbærar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er giskað á að Grétar þessi sé sá hinn sami og var um tíma píanóundirleikari Ómars Ragnarssonar 1963 og 64,…

Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar (1956-58)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar, og hugsanlegt er að einhver ruglingur í heimildum sé við hljómsveit nafna hans Gísla Bryngeirssonar en báðar störfuðu sveitirnar í Vestmannaeyjum, hljómsveit Gísla Bryngeirssonar þó aðeins fyrr. Fyrir liggur að hljómsveit Gísla var starfandi árið 1956 og 58 en óvíst er hvort það hafi verið…

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar (1955-57)

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar starfaði í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið eftir miðbik sjötta áratugarins. Forsagan að stofnun sveitarinnar var sú að Gísla hafði verið sagt upp í húshljómsveit sem starfaði í Samkomuhúsinu í Eyjum snemma árs 1955, mörgum þótti það hart en Gísli var fatlaður og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann lagði þó…

Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar (1948-49 / 1952)

Eyþór Þorláksson gítarleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á fimmta, sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, þær gengu undir ýmsum nöfnum s.s. Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62), Orion (1956-58) og Combó Eyþórs Þorlákssonar sem reyndar gekk einnig undir nafninu Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar um tíma (1959-66) en þær sveitir hafa allar sér umfjöllun á Glatkistunni. Eyþór…

Hljómsveit Guðjóns Hilmarssonar (1998)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Guðjóns Hilmarssonar en sveitin lék fyrir dansi á KR dansleik í Frostaskjólinu sumarið 1998. Að öllum líkindum var hér um að ræða Guðjón Hilmarsson bakvörð KR-inga en hann mun hafa verið trommuleikari sveitarinnar, upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan auk starfstíma hennar.

Afmælisbörn 15. maí 2024

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…