Hjörtur Blöndal (1950-)

Hjörtur Blöndal hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarsenunni um margra áratuga skeið en hann var nokkuð þekktur tónlistarmaður um og upp úr 1970 og svo sem upptökumaður og útgefandi fáeinum árum síðar. Hann flutti erlendis og er í dag líklega sá Íslendingur sem hefur gefið út flestar plötur en plötutitlar hans (breiðskífur og smáskífur)…

Hjörtur Blöndal – Efni á plötum

Hjörtur Blöndal – Sweet love / Woman [ep] Útgefandi: HB stúdíó Útgáfunúmer: HB 004 Ár: 1974 1. Sweet love 2. Woman Flytjendur: Hjörtur Blöndal – gítarar, söngur, mini moog og píanó Ólafur Sigurðsson – trommur Ágúst Birgisson – bassi     Hjörtur Blöndal – Kalli króna / Tröllasaga [ep] Útgefandi: Aðall s.f. Útgáfunúmer: A2.001 Ár:…

Hjörtur Geirsson – Efni á plötum

Hjörtur Geirsson – So true indeed [snælda] Útgefandi: Hjörtur Geirsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 1. Little girl 2. My name ain‘t Johnny 3. Don‘t complex me 4. Baby squeeze me 5. How can you be so untrue to me 6. Love‘s confessed 7. Ég er fæddur rokkari 8. Lazy on the bar 9. Summer‘s…

Hjörtur Geirsson (1957-)

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni, bæði með hljómsveitum og sem trúbador en sem slíkur hefur hann gefið út nokkrar plötur og kassettur í gegnum tíðina. Hjörtur er fæddur vorið 1957, á sínum yngri árum starfaði hann með hljómsveitinni Berlín þar sem hann lék á bassa en eftir það var hann…

Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar (1960)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar en hún lék við vígslu félagsheimilsins á Tjörnesi sumarið 1960. Í heimild segir að hljómsveitina skipi Friðrik Kristjánsson og synir hans, hugsanlegt er hér um misskilning að ræða og að hér sé átt við Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal sem oft lék á dansleikjum…

Hljómsveit Friðriks Jónssonar (1962)

Hljómsveit Friðriks Jónssonar lék fyrir dansi á héraðsmóti sem haldið var í Ásbyrgi síðsumars 1962. Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal og að með honum hafi verið synir hans, Sigurður og Páll en þeir léku mikið á dansleikjum í sýslunni á sjöunda áratugnum undir nafninu Halldórsstaðatríóið.…

Hljómsveit Friðriks Theodórssonar (1977-2001)

Friðrik Theodórsson básúnuleikari starfrækti fjölmargar hljómsveitir í eigin nafni af ýmsum stærðum og af ýmsum toga, flestar voru þær þó djasstengdar. Elstu heimildir um hljómsveitir Friðriks eru þó af sveit/um sem léku á jólaböllum fyrir börn og þar hefur varla verið um djasshljómsveitir að ræða, þannig eru heimildir um slíkar sveitir frá 1977 og 79…

Hljómsveit Friðriks Óskarssonar (1962-63)

Skólaárið 1962 til 63 var hljómsveit starfrækt innan Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sem gekk undir nafninu Hljómsveit Friðriks Óskarssonar. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hljómsveitarstjórinn Friðrik Ingi Óskarsson rak síðar skipaafgreiðslu í Vestmannaeyjum en ekki liggja fyrir upplýsingar um á hvaða hljóðfæri hann lék eða aðrir liðsmenn sveitarinnar. Gunnar Finnbogason og Atli Ágústsson…

Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar [1] (um 1950)

Ekki liggja fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem starfaði á Ísafirði í kringum 1950, sveitin gekk stundum undir nafninu Miller-bandið hjá gárungunum sem kom til vegna misskilnings erlends trommuleikara sem hér starfaði – Gunnar hljómsveitarstjóri var iðulega kenndur við „Mylluna“ en hús hans gekk undir því nafni, trommuleikarinn hélt hins vegar að…

Hljómsveit Gunnars Bernburg (1967)

Hljómsveit Gunnars Bernburgs starfaði haustið 1967 og var þá húshljómsveit í Leikhúskjallaranum um nokkurra vikna skeið frá því í september og líklega fram í nóvember. Sveitin var skipuð tónlistarmönnum sem þá höfðu vakið nokkra athygli með öðrum hljómsveitum en meðlimir hennar voru þeir Gunnar Bernburg bassa- og orgelleikari, Þórir Baldursson söngvari, Eggert Kristinsson trommuleikari og…

Hljómsveit Garðars Olgeirssonar (1968 / 1997 / 2006)

Harmonikkuleikarinn Garðar Olgeirsson starfrækti a.m.k. þrívegis hljómsveitir í eigin nafni sem allar voru sérhæfðar gömludansahljómsveitir. Haustið 1968 lék sveit í hans nafni í Breiðfirðingabúð í nokkur skipti, og löngu síðar – 1997 og 2006 var hann með sams konar sveitir sem léku á dansleikjum innan harmonikkusamfélagsins. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi…

Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar [2] (1952-53)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem lék a.m.k. tvívegis í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði árin og 1952 og 52, nokkrar líkur eru á að sveitin hafi einmitt verið úr Hafnarfirði. Ekkert er vitað um þessa hljómsveit en fáeinum árum fyrr hafði Gunnar Bjarnason trommuleikari á Ísafirði starfrækt hljómsveit sem lék gömlu dansana á…

Afmælisbörn 29. maí 2024

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og fimm ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…