Hjörtur Howser (1961-2023)

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser starfaði við ótrúlega fjölbreytilega tónlist um ævi sína og kom að flestum þáttum hennar en hann var hljóðfæraleikari, lagasmiður, útsetjari og upptökumaður auk þess að spila popp, rokk, pönk, trúarlega tónlist, blús, djass og hvaðeina sem í boði var. Það vekur athygli hversu mörgum þekktum hljómsveitum hann var meðlimur í. Georg Hjörtur…

Hjörtur Howser – Efni á plötum

Mens sana – Slökun og vellíðan Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: HUG CD 01 Ár: 1998 1. Spenna og slaka á – grunnþjálfun 2. Þú getur notað eigin hugsun til að slaka á 3. Sofðu vært 4. Sólarlag Flytjendur: Sigríður Hrönn Bjarnadóttir – upplestur Hjörtur Howser – hljóðfæraleikur   Mens sana – Slökun og sjálfsstyrking Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: HUG CD 02 Ár: 1998…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar – Efni á plötum

Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir [78 rpm] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 106 Ár: 1955 1. Heyrðu lagið 2. Stína, ó Stína Flytjendur:  Ragnar Bjarnason – söngur Sigrún Jónsdóttir – söngur Hljómsveit Árna Ísleifs: – Árni Ísleifsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Steinunn Bjarnadóttir – Aðeins þetta kvöld / Þú hvarfst á brott [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Hljómsveit Gunnars Egilson (1952-57)

Klarinettuleikarinn Gunnar Egilson rak hljómsveitir í eigin nafni á árunum 1952 til 57 en starfaði jafnframt með öðrum sveitum á sama tíma svo ekki starfrækti hann sveit með samfelldum hætti. Fyrir liggur að Gunnar var með hljómsveit í Keflavík árið 1952 og 53 og að Svavar Lárusson söng eitthvað með þeirri sveit en engar upplýsinga…

Hljómsveit Gunnars Cortes (1950)

Haustið 1950 var SKT dansleikur í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina auglýstur í blaðaauglýsingu með þeim orðum að Hljómsveit Gunnars Cortes léki fyrir dansi en aðeins einn Íslendingur bar þá nafnið Gunnar Cortes og var sá kunnur læknir. Nokkrar líkur eru því á að um villu sé hér að ræða og að þar hafi átt að standa…

Hljómsveit Gunnars Hrafnssonar (1993-2002)

Gunnar Hrafnsson bassaleikari hefur leikið með ógrynni hljómsveita í gegnum tíðina en hann hefur einnig í fáein skipti komið fram hljómsveit í eigin nafni í tengslum við djasshátíðir. Vorið 1993 var Gunnar með kvartett á Rúrek djasshátíðinni sem auk hans skipuðu Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari en auk þeirra…

Hljómsveit Gunnars Hólm (1983)

Trommuleikarinn Gunnar Hólm Sumarliðason lék með hljómsveitum á Ísafirði um árabil en einnig í félagi við staka tónlistarmenn í dúettum, sem léku á dansleikjum vestra. Haustið 1983 starfrækti hann þó hljómsveit í eigin nafni sem lék m.a. á balli framsóknarmanna á Suðureyri við Súgandafjörð og litlu síðar á Flateyri en þar var talað um tríó.…

Hljómsveit Gunnars Kristjánssonar (1942-44)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Gunnars Kristjánssonar harmonikkuleikara en svo virðist sem hann hafi starfrækt hljómsveit sína á árunum 1942 til 44. Hljómsveit Gunnars starfaði í Reykjavík og lék nokkuð á dansleikjum í samkomuhúsum bæjarins, hún virðist jafnvel hafa verið um tíma eins konar húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu (Gúttó við Tjörnina) og það var líklega með…

Hljómsveit Gunnars Jónssonar (1944-47 / 1955)

Upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Jónssonar sem starfaði um miðjan fimmta áratug síðustu aldar eru afar takmarkaðar en svo virðist sem sveitin hafi verið starfrækt í Hafnarfirðinum á árunum 1944-47, a.m.k. lék hún mest á Hótel Birninum þar í bæ sem og Góðtemplarahúsinu. Árið 1947 lék sveitin hins vegar á kabarettsýningum í Trípólí leikhúsinu í Reykjavík.…

Hljómsveit Gunnars Kvaran [2] (2008-12)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Kvaran starfrækti hljómsveit innan harmonikkusamfélagsins og lék sveit hans oftsinnis á uppákomum tengdum Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík á árunum 2008 til 2012, og líklega lengur án þess þó að heimildir liggi fyrir um það. Árið 2011 skipuðu þeir Helgi E. Kristjánsson gítar- og bassaleikari, Hreinn Vilhjálmsson harmonikkuleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Reynir Jónasson…

Hljómsveit Gunnars Kvaran [1] (1968)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Gunnar Ó. Kvaran rak hljómsveit um nokkurra mánaða skeið árið 1968 í eigin nafni undir nafninu Hljómsveit Gunnars Kvaran en hún var reyndar einnig kölluð Tríó Gunnars Kvaran áður en fjölgað var um einn í henni. Sveitin mun hafa verið stofnuð vorið 1968 og í upphafi skipuðu sveitina auk Gunnars (sem lék…

Afmælisbörn 5. júní 2024

Í dag eru afmælisbörnin níu talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…