Hljóðfærahús Reykjavíkur [útgáfufyrirtæki / annað] (1916-)

Hljóðfærahús Reykjavíkur á sér sögu sem er ríflega aldar gömul en fyrirtækið var stofnað snemma á 20. öldinni og hefur alla tíð verið starfrækt sem hljóðfæraverslun en um tíma hafði það að geyma nokkrar deildir sem ekki voru allar tónlistartengdar. Ein þessara deilda var útgáfudeild en Hljóðfærahús Reykjavíkur var fyrsta útgáfufyrirtæki landsins og lengi vel…

Hljóðaklettur [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1986-90)

Hljóðverið Hljóðaklettur starfaði um nokkurra ára skeið á síðari hluta níunda áratugar liðinnar aldar en einnig komu út plötur á vegum fyrirtækisins. Magnús Guðmundsson, oft kenndur við hljómsveitina Þey var eigandi Hljóðakletts en hann hafði áður verið einn eigenda stúdíó Mjatar sem þá hafði lagt upp laupana þegar fyrirtækið var stofnað árið 1986. Ekki liggur…

Hlekkir (1975-77)

Unglingahljómsveitin Hlekkir starfaði í Digranesskóla í Kópvogi um nokkurra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugarins, frá1975 og til 1977 eða 78 en sumarið 1978 kom fram hljómsveit sem bar nafnið Ævar og var líklega stofnuð upp úr Hlekkjum. Meðlimir Hlekkja voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Gunnsteinn Ólafsson hljómborðsleikari, Þröstur Þórisson gítarleikari…

HLH flokkurinn [2] (1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu HLH flokkurinn en sveitin mun hafa keppt í hæfileikakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan en mestar líkur eru á að sveitin hafi verið stofnuð og starfrækt eingöngu í kringum fyrrgreinda hæfileikakeppni.

Hlégestr (1998-2001)

Kvartettinn Hlégestr (Hlégestur) var sönghópur sem starfaði meðal íslenskunema við Háskóla Íslands á árunum 1998 til 2001 en nafn kvartettsins kemur frá Gallehus horninu svokallaða sem nemarnir voru að lesa um í námskeiðinu Íslenskt mál að fornu – þar kemur reyndar fyrir rithátturinn hlewagestiR sem líkast til hefur þó heldur erfiðari í framburði og ritun…

Hlífarkórinn (1954-)

Kór hefur verið starfandi innan kvenfélagsins Hlífar um langt árabil og er að öllum líkindum enn starfandi þó ekki finnist heimildir um starfsemi hans eftir 2018, kórinn gengur undir nafninu Hlífarkórinn. Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði var stofnað árið 1910 og hefur síðan þá haldið utan um samsæti fyrir eldri borgara á Ísafirði en það mun…

Hljóðfærasveit Menntaskólans á Akureyri (um 1930)

Hljómsveit var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri líkast til í kringum 1930, hugsanlega jafnvel litlu síðar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún var nokkuð fjölmennt og mun ekki hafa verið eiginleg „skólahljómsveit“ heldur líklega bara hljómsveit skipuð nemendum úr skólanum, hún mun hafa gengið undir nafninu Hljóðfærasveit Menntaskólans á AKureyri. Svo…

Hljóðfæraflokkur Bill Einarssonar (1923)

Bill Einarsson var Vestur-Íslendingur sem bjó og starfaði víða í Vesturheimi, hann lék á dansleikjum og öðrum skemmtunum og árið 1923 starfrækti hann hljómsveit sem var auglýst undir nafninu Hljóðfæraflokkur Bill Einarssonar en sveitin lék fyrir dansi á Íslendingamóti í Góðtemplarahúsinu í Winnipeg, þar sem hann bjó þá. Engar frekari upplýsingar er að finna um…

Hljóðfærasveit Stefáns Sölvasonar (1924-36)

Upplýsingar um hljómsveit eða hljómsveitir sem Vestur-Íslendingurinn Stefán Sölvason starfrækti á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar í Winnipeg í Kanada eru af afar skornum skammti en sveitirnar (sem voru líklega fleiri en ein) störfuðu ýmist undir nafninu Hljóðfærasveit Stefáns Sölvasonar eða Hljóðfæraflokkur Stefáns Sölvasonar. Fyrstu heimildir um hljómsveit Stefáns er að finna frá haustinu…

Hljóðfærasveit Reynis Gíslasonar (1918-19)

Píanóleikarinn Reynir Gíslason var einn af frumkvöðlum íslenskrar lúðrasveitasögu en hann stjórnaði t.a.m. bæði lúðrasveitunum Hörpu og Gígju sem voru meðal fyrstu þeirrar tegundar á öðrum áratug 20. aldarinnar. Svo virðist sem Reynir hafi einnig verið með litla hljómsveit eða svokallaða Hljóðfærasveit Reynis Gíslasonar veturinn 1918 til 19 sem lék m.a. á Landinu (Hótel Íslandi…

Afmælisbörn 12. júní 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari á stórafmæli en hann er sextugur á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…