Hljómalind [1] [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa / annað] (1990-2003)

Fyrirbærið Hljómalind var margt í senn, plötuverslun, útgáfufyrirtæki og tónleikahaldari með megin áherslu á jaðartónlist, og líklega hitti blaðamaður Morgunblaðsins naglann á höfuðið þegar hann talaði um Hljómalind sem „lífæð neðanjarðarmenningar á Íslandi“. Maðurinn á bak við Hljómalind var Kristinn Sæmundsson sem ýmist hefur gengið undir nafninu Kiddi kanína eða Kiddi í Hljómalind, hann hafði…

Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar (1917)

Fiðluleikarinn Theódór Árnason stjórnaði hljómsveit um skamma hríð vorið og sumarið 1917 en í raun var um að ræða sveit sem Poul Bernburg hafði stofnað og stjórnað um nokkurra ára skeið en Theódór tekið við, sveitin gekk undir nafninu Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar. Hljómsveitin hélt fáeina tónleika um vorið og sumið í Nýja bíói, fyrst var…

Hljóðhamar [hljóðver] (1991-98)

Hljóðverið Hljóðhamar var starfrækt um nokkurra ára skeið á tíunda áratug síðustu aldar en fyrirtækið bauð jafnframt upp á yfirfærslu tónlistar á stafrænt form. Svo virðist sem Hljóðhamar hafi starfað á árunum 1991 til 1998, fyrst í eigu Guðmundar Guðjónssonar og Rafns Jónssonar en síðar einvörðungu Guðmundar þegar Rafn stofnaði sitt eigið hljóðvers- og útgáfufyrirtæki…

Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur [útgáfufyrirtæki / annað] (1938-77)

Sigríður Helgadóttir starfrækti hljóðfæraverslun í eigin nafni um árabil og um tíma einnig útgáfufyrirtæki undir sama merki (HSH), eftir andlát hennar tók sonur hennar Helgi K. Hjálmsson við rekstri fyrirtækisins og rak það í yfir tuttugu ár. Sigríður Helgadóttir var ekkja og hafði komið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þar sem hún lét fljótlega að sér…

Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar [annað] (1925-38)

Katrín Viðar píanókennari starfrækti um þrettán ára skeið verslun við Lækjargötu 2 undir heitinu Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar en þar var hægt að kaupa grammófónplötur, nótur og nótnahefti auk hljóðfæra af ýmsu tagi. Katrín seldi jafnframt lítið notaðar plötur í verslun sinni og var þ.a.l. fyrst verslana til að selja notaðar plötur. Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar var…

Hljómalind [2] (2016)

Djasskvartett sem bar nafnið Hljómalind kom fram á djasskvöldi á Kex hostel haustið 2016 og virðist aðeins hafa komið fram í þetta eina skipti, og hugsanlega sett saman fyrir þessu einu uppákomu. Meðlimir Hljómalindar voru þeir Hjörtur Stephensen gítarleikari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Scott McLemore trommuleikari. Kvartettinn lék frumsamið efni þeirra félaga…

Hljóðmúrinn [hljóðver / umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1990-94)

Margt er á huldu varðandi fyrirtæki sem bar nafnið Hljóðmúrinn en um var að ræða hljóðver, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtæki, auk þess sem það hafði með umboðssölu hljóðfæra, tónlistarkennslu og tækjaleigu að gera líka. Hljóðmúrinn var líklega settur á stofn um haustið 1990 en eigandi þess var Jóhannes Pétur Davíðsson gullsmiður. Svo virðist sem hann hafi…

Hljómleikafélagið [félagsskapur] (1991-92)

Hljómleikafélagið var skammlífur félagsskapur áhugafólks um kammertónlist, sem tengdist Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en uppákomur á vegum félagsins voru haldnar í sal skólans í Hraunbergi í Breiðholti. Tilgangur Hljómleikafélagsins mun fyrst og fremst hafa verið sá að kynna Breiðhyltingum kammertónlist með tónleikahaldi en félagið virðist aðeins hafa verið starfandi árin 1991 og 92. Líklega voru…

Hljómkórinn [1] (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómkórinn svokallaða sem var blandaður kór ungmenna á Þingeyri en þessi kór söng á tónleikum sem heyrðu undir tónlistarhátíðina Syngjandi páskar sem haldnir voru í þorpinu vorið 1980. Hér er óskað eftir upplýsingum um stærð kórsins, hvers konar tónlist hann söng og jafnframt upplýsingum um kórstjórnanda og starfstíma.

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson ásamt Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – Sverrir Guðjónsson syngur 6 íslenzk danslög eftir Guðjón Matthíasson [ep] Útgefandi: GM tónar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1967 1. Bílstjóravals 2. Nótt á hafinu 3. Kindarmarzurkí 4. Stýrimannavals 5. Vertu velkomið vor 6. Sjómannalíf Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar: – Guðjón Matthíasson – harmonikka – Þorvaldur Björnsson – píanó – Þorsteinn…

Afmælisbörn 19. júní 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og fimm ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…