Hljómar [1] (1963-69 / 1973-74 / 2003-08)

Hljómsveitin Hljómar frá Keflavík er án nokkurs vafa allra stærsta hljómsveitarnafn íslenskrar tónlistarsögu, sveitin starfaði undir því nafni í raun ekki nema í sex eða sjö ár samtals og lengst um tvö ár samfleytt en ól af sér fleiri sveitir eins og Thor‘s Hammer, Trúbrot og Lónlí blú bojs sem allar urðu risastór nöfn í…

Hljómlíf (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á landsbyggðinni um eða í kringum 1970 – hugsanlega á austanverðu landinu, undir nafninu Hljómlíf. Hér vantar allar upplýsingar, s.s. um stærð, staðsetningu og starfstíma sveitarinnar, auk upplýsinga um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Hljómlistin [fjölmiðill] (1912-13)

Hljómlistin var tónlistartímarit hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og markar því tímamót í íslenskri tónlistarsögu hvað það varðar, Hljómlistin kom út um eins árs skeið og var ætlað að fjalla um tónlist frá ýmsum hliðum, bæði íslenska og erlenda. – alls komu út um tíu tölublöð. Fyrsta tölublað Hljómlistarinnar leit dagsins ljós haustið 1912 og…

Hljómar [1] – Efni á plötum

Hljómar – Fyrsti kossinn / Bláu augun þín [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 503 Ár: 1965 / 1968 1. Fyrsti kossinn 2. Bláu augun þín Flytjendur: Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Erlingur Björnsson – gítar Engilbert Jensen – söngur Pétur Östlund – trommur              …

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Hljómsveit Carls Billich – Efni á plötum

Alfreð Clausen – Manstu gamla daga / Æskuminning [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 11 Ár: 1952 1. Manstu gamla daga 2. Æskuminning Flytjendur Alfreð Clausen – söngur Hljómsveit Carls Billich – Carl Billich – bassi – Josef Felzmann – fiðla – Bragi Hlíðberg – harmonikka – Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar – Einar B. Waage – kontrabassi Alfreð Clausen – Gling gló / Sesam…

Hljómsveit Guðmundar gítarleikara (1977-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Patreksfirði sem starfaði undir lok áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Guðmundar. Hér vantar allar upplýsinar, hver var Guðmundur, hverjir voru aðrir meðlimir sveitarinnar og á hvaða hljóðfæri léku þeir. Þá vantar jafnframt upplýsingar um starfstíma sveitarinnar en heimildir herma að hún hafi verið starfrækt árin 1977…

Hljómsveit Guðmundar Eiríkssonar (1983-89)

Guðmundur Eiríksson var við tónlistarnám í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og var á þeim tíma virkur í samfélagi Íslendinga í Danmörku. Hann kom fram á ýmsum samkomum og skemmtunum Íslendingafélagsins í borginni og starfrækti einnig hljómsveitir, sem léku djass og almenna danstónlist. Ein þessara hljómsveita, sem lék margoft á dansleikjum Íslendingafélagsins,…

Hljómsveit Guðmundar Einarssonar (1961)

Sumarið 1961 var starfrækt hljómsveit á sunnanverðum Vestfjörðum (að öllum líkindum) undir nafninu Hljómsveit Guðmundar Einarssonar en sú sveit lék þá á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit og er því hér með óskað eftir þeim, þ.e. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og…

Hljómsveit Gunnars Páls Ingólfssonar (1956-79)

Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll Ingólfsson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á ýmsum tímum og misstórar, þessar sveitir voru hvorki áberandi né langlífar enda lék hann á gítar og söng með fjölmörgum öðrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Gunnar mun fyrst hafa stofnað hljómsveit árið 1956 en engar upplýsingar finnast um hljóðfæra- og meðlimaskipan hennar fremur…

Gáfnaljósin [2] (1991)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Gáfnaljósin en hún starfaði árið 1991, líklega á höfuðborgarsvæðinu. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.

Gunnar Kristjánsson (1911-65)

Gunnar Kristjánsson harmonikkuleikari lék á dansleikjum um árabil bæði einn og með hljómsveitum, hann starfrækti jafnframt hljómsveitir í eigin nafni við nokkrar vinsældir. Gunnar fæddist haustið 1911 við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi en fluttist svo til Grundarfjarðar þar sem hann bjó til tvítugs en þá fór hann suður til Reykjavíkur í Samvinnuskólann og starfaði síðar við…

Afmælisbörn 26. júní 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og átta ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni…