Yfir 400 söngtextar bætast við Glatkistuna

Á fimmta hundrað sönglagatextar hafa nú bæst í textasafn Glatkistunnar en textasafnið á vefsíðunni spannar nú um þrjú þúsund slíka, þeirra á meðal má finna allt frá algengustu partíslögurum til sjaldheyrðra texta sem hvergi annars staðar er að finna á víðáttum Internetsins. Í þessum nýja skammti kennir ýmissa grasa og hér er helst að nefna…

Stúlkan mín er mætust

Stúlkan mín er mætust (Lag og texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Stúlkan mín er mætust meyja og kvenna. Sveinar ástaraugum á eftir henni renna. Og þeir allir saman á öndinni standa yfir því hvert afbragð hún er til munns og handa. Dável samansett hún er. Silkimjúk og nett hún er. Lipur, grönn og…

Ljúflingshóll

Ljúflingshóll (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Það var eitt sinn snót með fiman fót sem flýtti sér á stefnumót sumaraftan síð er sólin blíð til svefns var gengin bak við Lönguhlíð; og meðan spóaspjall í spekt um móana vall hún sína ást í grænu grasi fól sem greri á Ljúflingshól. Á…

Rósa

Rósa (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)   Þegar ég var ungur eitt sinn á reisu rakst ég á þig, Rósa, með rauðan skúf í peysu. Kvöld það kveiktir þú með kolsvörtum augum eld sem ennþá logar í öllum mínum tuagum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali…

Augun þín blá

Augun þín blá (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Augun þín blá eru mitt ljósaljós; munnur þinn hýr er mín rósarós. Öll ertu lík álfum á skóg og því áttu skilið hrósahrós. Ekkert ég veit fegurra fljóðafljóð; þú hefur kveikt í mér glóðaglóð. Væri ég skáld skyldi ég kveða þér öll mín…

Tugthússaría

Tugthússaría (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Ég man það æ hve mjög þú kysstir mig á munninn beint eins oft og lysti þig. En svo dró upp ský og skjótt þú misstir mig í tugthúsið. Í mínum ástarörmum hélt ég þér og í mér hjartað stökk og velti sér uns lögreglan…

Í hjarta þér

Í hjarta þér (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Í augum þér ég leyndan fjársjóð finn; í faðmi þínum rætist draumur minn. Þú hefur með þínu brosi brotist inn í hjarta mér. Og mig þú sigrað hefur innst sem yst og eirðarleysið burtu frá mér kysst. Og ég mun um eilífð una…

Það sem ekki má

Það sem ekki má (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Ef þú, vinur, vilt mér einni hjá, einni fá að vera, það er ýmislegt sem ekki má, ekki má þá gera: Biðja mig og biðja mig, biðja mig að faðma þig; það er meðal annars það sem ekki má. Horfa inn í…

Kavatína Kristínar gömlu

Kavatína Kristínar gömlu (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Í húsi einu hér uppí bæ ríkir afleitt veðurfar; það rignir bæði út og inn um alla veggi þar. Og stofan sjálf er stefnumót fyrir stórhríðar og útsynning en undir götóttu gólfinu halda gamlar rottur þing. Í húsi þessu býr ekkja ein sem…

Brestir og brak

Brestir og brak (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Slæmar eru nefndirnar, þungt er þeirra hlass. Samt við munum skjóta þeim rebba fyrir rass. Því við getum jólahaldi frestað frammí mars, bara ef oss svo býður við að horfa. Mér er sem ég heyri bresti og brak undan þeim kynngikrafti er þú…

Lögreglumars nr. 1

Lögreglumars nr. 1 (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Vér erum lögreglulið og vor lund er bæði köld og hörð; því að vér berjumst blákaldir við ýmsan bófalýð ár og síð. Og slaginn göngum vér grimmir í er geysa fyllirí. Og alla lausung hötum vér heitt og vér hýðum oft á tíðum…

Lögreglumars nr. 2

Lögreglumars nr. 2 (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Leggja nú land undir fót laganna verðir tveir. Líkt í eins og Gunnar og Geir garpslegir mjög eru þeir. Ótrauðir eltast þeir við allskonar glæponalýð ýmist í erg eða gríð ár og síð. Við erum komnir alveg eins og skot ef menn fremja…

Elegía Andrésar oftskorna

Elegía Andrésar oftskorna (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Ég man þá tíð, ég man þá tíð er magi í mér var. En auðvitað þá átti maginn ekki að vera þar. Dr. Svendsen brandi brá svo bliki sló þar á því að aldrei á þeim manni er neitt hik að sjá. Úr…

Ég veit mitt rjúkandi ráð

Ég veit mitt rjúkandi ráð (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Líf mitt, það er þyrnum stráð; sí-sí og æ sektir ég fæ; bið samt aldrei neinn um náð. Ég veit mitt rjúkandi ráð. Frelsisstríð mitt hef ég háð fjármálum í æ-æ og sí, frægðarverk á skjöld minn skráð. Ég veit mitt…

Amen og halelújá!

Amen og halelújá! (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Að andinn sé ekki eilífur er eintómt blaður og snakk og þeir sem gapa og geipa um slíkt eru grefils rakkarapakk. Við trúum allir á andans mátt og allir fögnum við því að þegar lífi okkar lýkur hér við lifnum allir á ný.…

Sólvík! Sólvík!

Sólvík! Sólvík! (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Sólvík! Sólvík! Bjarta dýrðardrottning, Sólvík! Sólvík! ljúfa móðir mín. Sólvík! Sólvík! Lúta þér í lotning, Sólvík! Sólvík! blessuð börnin þín. Aldrei þagnar þinna lækja kliður né þinn ölduniður. Því er verr og því er miður. Sólvík! Sólvík! Oss þú vekur yndi, Sólvík! Sólvík! lífs…

Við heimtum aukavinnu

Við heimtum aukavinnu (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Við heimtum aukavinnu! Við heimtum ennþá meiri aukavinnu! Því ef við einhvern tímann eigum frí fylgir því fyllirí og hopp og hí um borg og bý. Við heimtum aukavinnu! Við heimtum ennþá meiri aukavinnu! Því aukavinnan blessuð bætir og kætir oss, styrkir og…

Kátt er um jólin

Kátt er um jólin (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Kátt er um jólin, koma þau senn; kætast þá allir góðir menn. Sannleikur gamall sannast á ný: sælast er heimi þessum í börnin að gleðja, bjarthærð og smá, (einkum ef hægt er að hagnast því á). Heimska og andlegan eyðileik ýmsir hér…

Lof sé þér

Lof sé þér (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Þó að ýmsir um það gapi að vort líf sé mesta böl hygg ég enginn okkar tapi á að vera í góði skapi. Margar sálin hafa hresstar hérna öðlast betra líf; leiðindi og lumbrur flestar lækna má með góðum hníf. Viðlag Lof sé…

Karlinn sá

Karlinn sá (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Bliki sló á bláan sjó það kvöld, er snót á mínum vegi varð á leiðinni út á Grandagarð. Hún tók sér í hjarta mér öll völd. Og bliki sló á bláan sjó, á bláan sjó það kvöld. Karlinn sá sem sit ég hjá í kvöld…

Undur á Borginni

Undur á Borginni (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það birtist mér undur á Borginni í gær; það birtist mér stúlka með augu svo skær að hjartað í brjósti mér hraðara sló. Og hljómsveitin spilaði Mood Indigo. Hún gekk inn í salinn með pompi og prakt í pjúrsilkisokkum og heiðblárri dragt og hafði…

Á leiðinni yfir Arnarhól

Á leiðinni yfir Arnarhól (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Einn fagran löngu liðinn dag sá ég stúlku á köflóttum kjól með granna leggi og glóbjart hár á leiðinni yfir Arnarhól. Hún á mig leit eitt andartak og öll tilveran sindraði af sól og hjartað í mér hófst á flug á leiðinni yfir…

Allt það sem kvistfuglar kveða

Allt það sem kvistfuglar kveða (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Allt það sem kvistfuglar kveða kátast er vorsólin hlær, blómskrúð í brekkum og lautum og blár og tindrandi sær, allt það sem angar og ljómar, angar og ljómar og skín, allt það sem fögnuð og yndi vekur hjá mér, – þetta allt…

Ég er tryggðatröll

Ég er tryggðatröll (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) En komstu á móti mér við Bernhöftsbakarí fór allt á rót í mér; það stóð ekki á því. Já, víst þú vita mátt að enn í dag þú átt mig allan – hátt og lágt. Ég dýrka og dái þig því ég er tryggðatröll.…

Þarna stendur þú

Þarna stendur þú (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Þarna stendur þú í mánaskini minninganna æskuástin eina, sanna, þú, ó þú, með þinn hvíta háls og hárið tinnusvart og með brosið bjart og fleira skart svo fjöldamargt. Þarna stendur þú og ennþá logar eldur sá sem byrjaði með blossum þá er ég í…

Það er úmp!

Það er úmp! (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Krullaðir lokkar eru úmp, handleggir naktir eru úmp, barmur í þröngum og þunnum kjól, það er úmp, það er úmp, það er úmp! Hálfopnar varir eru úmp, fannhvítar tennur eru úmp, undarlegt seiðandi augnaráð, það er úmp, það er úmp, það er úmp! Vina…

Ég er enskur offíser

Ég er enskur offíser (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ég er enskur offíser eins og sérhver maður sér og hann pabbi hann er milli, milli-jó-ner; Hann er milli, hann er milli, hann er milli, milli, milli, milli-jó-ner. Lady Sandra Tatler-Tween sem var lady fjarska fín, hún var langa, langa, langa, langamma mín.…

Hér má engan kúreka sjá

Hér má engan kúreka sjá (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Hæ, hipp-hipp og húrra-ra-rá! Sko! Hér má einn kúreka sjá sem stríð sitt mun heyja og standandi deyja með hattinn sinn höfðinu á. Þó indjánar sæki mér að, ég upp mér ei kippi við það. Þá helvísku kauða með hörundið rauða…

Túmúró

Túmúró (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ó, langa kvöl ég liðið hef og lengi einn ég riðið hef um svartan skóg og sviðinn mó. Viðlag Túmúró, túmúró, túmúrædí-ó, túmúró, túmúró, túmúrædí-ó, túmúrædí-ó, túmúrædí-ó, túmúró, túmúró, túmúrædí-ó. Já, harmur minn hann hrekur mig, hann hrekur mig og rekur mig um fjöllin há og…

Síðasti Skotaprins

Síðasti Skotaprins (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Fram þar sem hamast við hreggblásna strönd holskeflur úthafsins hástöfnuð skeið milli skerjanna ber Skotanna unga prins. Gnestur í siglu, gnestur í rá, gnauðar hvert reipi og stag. Kolgrænar öldur við kinnunginn kveða sinn rammaslag. Hann sem til konungdóms kallaður var kvatt hefur sína þjóð.…

Franziska!

Franziska! (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Franziska! Franziska! Flýttu þér í skóna! Heyrirðu ei, heyrirðu ei hina villtu tóna frá tatarans, tatarans tryllta fiðluboga? Augu hans, augu hans, augun í honum loga. Komdu, stúlkan mín, í opinn faðminn á mér. Aldrei framar skaltu geta hlaupið frá mér. Svo dönsum við, dönsum við,…

Halabalúbólei

Halabalúbólei (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Já, afreksmaður hann Óli var. Halabalúbólei. Halabalabalúbólei. En einkum þó við kvennafar. Halabalúbólei. Já, margar fékk hann konur kysst. Hann kyssti þær allar af sannri list. Og ein var sænsk og ein var dönsk. Og ein var bæði þýsk og frönsk. Og ein hét Sally Summergate.…

Valdi, ó Valdi

Valdi, ó Valdi (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hljómskálans í garði grænum eitt sólskinskvöld í sunnanblænum þá heyrðist hvískur á bak við birkitrén sem prýða blettinn hjá Bertel Thorvaldsen. „Valdi, ó Valdi, ó Valdimar! Valdi, ó Valdi, ó Valdimar! Ertu, ertu, ertu alveg snar- vitlaus, ó Valdi, ó Valdimar? Valdi, ó Valdi,…

Ástir samlyndra vaxtarræktarhjóna

Ástir samlyndra vaxtarræktarhjóna (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín! Inní mér er allt í toppi útaf þínum stóra kroppi. Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín! Þú ert lífs míns gómsætasta namminamm; og ég elska í þér sérhvert gramm. Ó, ó, ó, ó, ó,…

Öxar við ána [2]

Öxar við ána [2] (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Þar var Alla, Alla Malla, þar var Gugga dóttir Dalla, þar var Magga Björns og Bára, þar var Lára, Lára klára, þar var Gotti, Gotti spotti, þar var Óli Ben og Otti og hann Fiddi flotti – í gömlum boddíbíl. Bændur urðu alveg…

Aría djáknans á Myrká

Aría djáknans á Myrká (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) [sama lag og Söngur jólasveinanna úr Deleríum búbónis] Áin var alltaf að vaxa. Með hvítan blett í hnakkanum hímdi ég undir bakkanum. Fór svo á bak honum Fax. Á harðaspretti heim til þín hér ég kominn, Garún mín. Brátt fara bein mín…

Allt á okkar valdi

Allt á okkar valdi (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Þó fíflin glotti og gapi nú og geri oss þungt í skapi nú og margur illgjarn api nú okkur spái að tapi nú, út á skakk og skjön skulu þeirra plön sem þau hafa jafnan verið vön! Fúlmennin hyggjast fóðra fátæku börnin…

Hættu að gráta

Hættu að gráta (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hættu að gráta, hjartað mitt, þá skal mamma gefa þér sjalið sitt, og ef sjalið er ekki nógu hlýtt þá skal mamma gefa þér nálhús nýtt, og ef nál þar engin er þá skal mamma gefa þér glóðarker, og ef kerið ekki hitar nóg…

Kálfurinn á Kálfagilsá

Kálfurinn á Kálfagilsá (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það var eitt sinn kálfur á Kálfagilsá. Dimpili, skimpili, himpili-hopp! Og glettinn og kátur var kálfurinn sá. Og hann hljóp og hann hljóp og hann hljóp og hann hljóp og hann hljóp með sitt himpili-hopp og dimpili, skimpili-skopp! Og þetta sá kiðfætti kiðlingurinn. Dimpili,…

Amma og draugarnir

Amma og draugarnir (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hún amma mín gamla lá úti í gljúfri. Dimmt var það gljúfur og draugalegt mjög. Viðlag En amma mín mælti og útaf hún hallaði sér: „Ég læt engan svipta mig svefni í nótt; sama hver draugurinn er.“ Kom þar hún Skotta með skotthúfu ljóta.…

Kópurinn Kobbi

Kópurinn Kobbi (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hann Kobbi litli fæddur var í votum þarabing eitt vorið þegar sólin glóði allt í kring og mild og hógvær austangolan elskulega blés um eyjarnar og hólmana við Snæfellsnes. Viðlag Johohó! Með hopp og hí syndir kópurinn sjónum í. Og Kobbi minn að ýmsu leyti…

Undrastrákurinn Óli

Undrastrákurinn Óli (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Já, undarlegur hann Óli var og um hann sögðu kennarar: „Vér trúum því að vinur vor hann verði að lokum prófessor.“ Viðlag „Guð minn góður!“ hrópaði mamma hans. „Guð minn góður!“ hrópaði mamma hans. Á einu kvöldi – ég segi það satt! – í sjóinn…

Það er sumar í sveitinni okkar

Það er sumar í sveitinni okkar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Sjáðu, vinur minn litli, hvað lindin er tær. Sjáðu litinn á fjallinu, hvað hann er skær. Sjáðu svanina hvítu þar suður við á. Og sjáðu hvað áin er falleg og blá. Viðlag Það er sumar í sveitinni okkar og sólin á…

Og nú hljómar söngur

Og nú hljómar söngur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hver bíll og hver strætisvagn stansaður er. Og snjókorn úr loftinu koma í röð og falla svo niður í friði og spekt á flóðlýsta kirkju og lögreglustöð. Viðlag Og nú hljómar söngur yfir byggðir og ból um batnandi mannlíf og gleðileg jól. Á…

Tjörnin og heimshöfin

Tjörnin og heimshöfin (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)   Viðlag Upp, upp, upp með segl! Hátt í rá og reiða syngur. Upp, upp, upp með segl! Skær er himinhringur. Glatt á bláa bæjartjörn bjartir geislar sólar skína, og þar stendur ungur sveinn einn með skútu sína. Burt frá landi sæll á svip…

Hinn sigurglaði sveinn

Hinn sigurglaði sveinn (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það var einn fagran morgun þegar blómin léttu blund að út ég fór að ganga í einn grænan skógarlund og heyrði stúlku syngja meðan döggin draup af grein hið angurfulla kvæði um hinn sigurglaða svein. Hann sterkur mjög og hraustur mjög og íturvaxinn var…

Sígur að kveldi

Sígur að kveldi (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það er sumar og sígur að kveldi; það er sumar og veðrið er gott; og í eikinni íkorninn kennir sínum ungum að sperra sitt skott. En ein sit ég úti á steini og angur í hjartanu ber því að gleymt aldrei get ég þeim…

Mjöll á furugrein

Mjöll á furugrein (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Þar sem áður við sátum saman í sólar mildum yl föl af trjánum nú falla blöðin í fljótsins kalda hyl. Nöktum fótum til fundar við þig ég fór um grænan svörð þar sem grúfir nú grámi haustins og gnestur frost í jörð. Ást þín…

Þegar sérðu bylgjur brotna

Þegar sérðu bylgjur brotna (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Burtu farinn aftur ertu og ást þín reyndist mér eins og döggin demantstæra sem í dögun horfin er. Þegar storð af klaka stirðnar og er stormur vetrar hvín gegnum nakta skuggaskóga koma skaltu heim til mín. Þegar sérðu bylgjur brotna meðan bleikur máninn…

Adios, mi corazón

Adios, mi corazón (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hljóður leitar hugur minn heitrar nætur suðrí Puebla þegar eg varð ástfanginn, ungur sveinn í fyrsta sinn. Fagurt bar hún fótinn létta, fim hún sveigði mittið netta. Sungið var á sílófón: „Mi amor, mi corazón.“ Fól hún sig í faðmi mér; fögnuð minn ég…