Hinrik Bjarnason (1934-)

Hinrik Bjarnason er kunnur fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu en hann starfaði þar að heita má í þrjá áratugi, Hinrik er þó ekki síður þekktur fyrir söngtexta sína en sumir þeirra eru sígildir og hafa verið sungnir kynslóð fram af kynslóð. Hinrik Bjarnason fæddist sumarið 1934 á Stokkseyri og ólst þar upp fram að fermingu…

Hinrik Bjarnason – Efni á plötum

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: HÚ 501 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1968 / 2004 1. Á vængjum söngsins 2. Silungurinn 3. Unga snót 4. Ó, blessuð vertu sumarsól 5. Jónsmessunótt 6. Litfríð og ljóshærð 7. Hjarðsveinasöngur 8. Sofðu rótt 9. Ég sá mömmu kyssa…

Hljómsveit Harðar Fríðu (um 1950)

Á Sauðárkróki starfaði hljómsveit um eða rétt fyrir 1950, sem bar nafnið Hljómsveit Harðar Fríðu en Hörður þessi var Guðmundsson og rak síðar hljómsveitina H.G. kvartett / kvintett. Hljómsveit Harðar Fríðu var skipuð þeim Herði og Hauki Þorsteinssyni sem báðir léku á harmonikkur og með þeim var trommuleikarinn Jónas Þór Pálsson, svo um var að…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Hauks Morthens – Efni á plötum

Haukur Morthens og hljómsveit hans – Vorið er komið / Smalastúlkan [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1596 Ár: 1962 1. Vorið er komið 2. Smalastúlkan Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Jón Möller – píanó Sigurbjörn Ingólfsson – bassi Guðmundur Steingrímsson – trommur Örn Ármannsson – gítar Haukur Morthens og hljómsveit hans – Í hjarta þér / Í faðmi dalsins [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1597…

Hljómsveit Gunnars Pálssonar (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Gunnars Pálssonar sem lék fyrir dansi á vorhátíð eldri borgara í Hafnarfirði vorið 1992. Hér vantar allar upplýsingar um stærð sveitarinnar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk hversu lengi hún starfaði.

Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar (1957-58)

Gunnar Reynir Sveinsson starfrækti hljómsveitir á sjötta áratug síðustu aldar, annars var um að ræða Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar sem fjallað er sérstaklega um í annarri grein, hins vegar Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar sem hér um ræðir. Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar var líkast til sett sérstaklega saman fyrir upptökur með Skapta Ólafssyni söngvara á tveimur…

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar (1976-77)

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar var sett saman og starfrækt til að leika í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri (Sjallanum) en þar var hún ráðin til starfa sem húshljómsveit til eins árs vorið 1975. Meðlimir sveitararinnar voru þeir Gunnar Tryggvason hljómsveitarstjóri sem lék að öllum líkindum á gítar, Árni Friðriksson trommuleikari, Stefán Baldvinsson [?], Gunnar Ringsted gítarleikari og Þorsteinn…

Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar (1976)

Hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar lék fyrir dansi á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði í nokkra mánuði um sumarið og haustið 1976, en þessi sveit mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar hljómsveitar, hvorki um hljómsveitarstjórann né aðra þá sem skipuðu hana, Gunnlaugur Pálsson…

Hljómsveit Hafliða (2003-16)

Hljómsveit Hafliða hafði um árabil þann starfa að leika undir hinum svokallaða svarfdælska mars sem iðkaður var árlega í félagsheimilinu á Rimum í Svarfaðardal, en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti svarfdælskur mars er frábrugðinn „venjulegum“ mars. Sveitin lék líklega fyrst á þessari samkomu árið 2003 og svo að minnsta kosti öðru hverju allt…

Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar (1967-77)

Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar starfaði í um áratug, nokkuð samfleytt af því er virðist en þó gætu hafa verið einhverjar eyður í starfsemi hennar. Elstu heimildir um hljómsveit í nafni Guðmundar eru frá árinu 1967, fyrstu árin sérhæfði sveitin sig í gömlu dönsunum og er allt eins líklegt að Guðmundur Sigurjónsson hljómsveitarstjórinn hafi sjálfur leikið á…

Hljómsveit Guðmundar Vilbergssonar (1951 / 1953)

Guðmundur Vilbergsson virðist hafa starfrækt hljómsveit – eina eða tvær, laust eftir 1950. Sú fyrri lék á djasstónleikum árið 1951 og var einnig kölluð Combo Guðmundar Vilbergssonar, hún var skipuð þeim Guðmundi sem lék á trompet, Magnúsi Randrup saxófónleikara, Steinþóri Steingrímssyni píanóleikara, Halli Símonarsyni bassaleikara og Sveini Jóhannssyni trommuleikara en þessi sveit virðist einungis hafa…

Afmælisbörn 31. júlí 2024

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og níu ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…