Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Hljómsveit Finns Eydal – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Finns Eydal – Bjartar stjörnur blika / Ég man það vel [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 91 Ár: 1961 1. Bjartar stjörnur blika 2. Ég man það vel Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Hljómsveit Finns Eydal: – Finnur Eydal – baritón saxófónn og raddir – Magnús Ingimarsson – píanó og raddir – Garðar Karlsson – gítar…

Hljómsveit Hilmars Sverrissonar (1989-2006)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur í gegnum tíðina starfrækt hljómsveitir í eigin nafni samhliða því að vera einyrki á sviði eða starfa með stökum tónlistarmönnum og -konum eins og Má Elísyni, Ara Jónssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Helgu Möller og Önnu Vilhjálms. Stundum hefur slíkt samstarf tveggja samstarfsmanna reyndar verið kallað Hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Hilmar starfrækti líklega í…

Hljómsveit Hinriks Konráðssonar (um 1960)

Hljómsveit sem mun hafa gengið undir ýmsum nöfnum en er hér kölluð Hljómsveit Hinriks Konráðssonar starfaði í Ólafsvík um 1960 og lék á dansleikjum þar um kring í nokkur ár. Heimildir um þessa sveit eru takmarkaðar, ekki er t.d. ljóst hvenær hún starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt árið 1958 en þá…

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (2001)

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (einnig kölluð HG bandið) starfaði árið 2001, hugsanlega á Akureyri en það haust lék sveitin á Oddvitanum á Akureyri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, að öllum líkindum er hér um að ræða Hlyn Guðmundsson gítarleikara og söngvara (Namm, Bandamenn o.fl.) en upplýsingar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan vantar sem og…

Hljómsveit Hótel Heklu (1928-30)

Húshljómsveitir, líklega þrjár eða fjórar talsins störfuðu á Hótel Heklu sem staðsett var við Lækjartorg, í kringum 1930. Upplýsingar um þær sveitir eru þó afar takmarkaðar. Fyrst virðist hafa starfað hljómsveit á Hótel Heklu árið 1928 en um var að ræða sveit sem lék það sem kallað var kaffihúsatónlist auk þess að leika fyrir dansi…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Hótel Bjarnarins (1931-44)

Fjölmargar húshljómsveitir léku á dansleikjum og skemmtunum Hótel Bjarnarins í Hafnarfirði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar en upplýsingar um þær sveitir eru undantekningalítið afar takmarkaðar. Þegar Hótel Björninn opnaði vorið 1931 lék tríó bæði síðdegis og á kvöldin en þegar nær dró hausti virðist sem sveitin hafi eingöngu leikið á kvöldin og hugsanlega…

Heba (2005)

Hljómsveitin Heba starfaði um tíma á Siglufirði árið 2005 en sveitin var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri. Meðlimir Hebu voru þeir Aron Ingi Kristjánsson gítarleikari, Hlynur Sigurðarson bassaleikari, Vigfús Fannar Rúnarsson gítarleikari og Þórhallur Dúi Ingvarsson trommuleikari en einnig söng Þórarinn Hannesson kennari þeirra úr Grunnskóla Siglufjarðar eitthvað með sveitinni þegar hún kom fram opinberlega.

Hafliði Jósteinsson (1941-2018)

Hafliði Jósteinsson var virkur í tónlistarstarfi Þingeyinga, hann starfaði með hljómsveitum, söng með kórum og kom að söngstarfi bæði eldri borgara og barna. Hafliði var fæddur vorið 1941 og bjó mestan part ævi sinnar á Húsavík. Hann starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Þingeyinga, m.a. um tíma sem útibússtjóri í Reykjahlíð en einnig á Húsavík og…

Afmælisbörn 14. ágúst 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson á fimmtíu og eins árs afmæli á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdóttir…