Hljómsveit Jarþrúðar (1989-94)

Hljómsveit Jarþrúðar starfaði um nokkurra ára skeið um og upp úr 1990, og sendi frá sér lög á safnplötum, sveitin var lengst af kvennasveit. Hljómsveit Jarþrúðar var stofnuð árið 1989 af Lilju Steingrímsdóttur hljómborðsleikara og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur söngvara og gítarleikara, og starfaði sveitin sem dúett fyrst um sinn, Lana Kolbrún Eddudóttir bassaleikari, Gunnar Erlingsson…

Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði (1946-47)

Heimildir eru fyrir því að innan góðtemplarahreyfingarinnar í Hafnarfirði hafi starfað lítil hljómsveit árin 1946 og 47 undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði. Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa hljómsveit og væru því upplýsingar um hana vel þegnar.

Hljómsveit Iðnó (1938-41)

Hljómsveit var starfrækt á árunum 1938 til 41 undir nafninu Hljómsveit Iðnó en sveitin virðist bæði hafa verið eins konar húshljómsveit Iðnós og um leið leikhússveit Leikfélags Reykjavíkur sem þá hafði aðsetur í húsinu – og lék þá á sýningum leikfélagsins. Hljómsveit Iðnó kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1938 þegar hún lék á dansleik…

Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Hljómsveit Ingu Eydal [2] (2006 / 2009)

Tvívegis komu fyrr á þessari öld hljómsveitir fram á Akureyrarvöku (sumurin 2006 og 2009) undir nafninu Hljómsveit Ingu Eydal, ekki var þó um að ræða sömu sveit og starfrækt hafði verið undir lok 20. aldarinnar undir nafninu Hljómsveit I. Eydal. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan hljómsveitar Ingu en seinna árið (2009)…

Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar (2000-15)

Harmonikkuleikarinn Ingvar Hólmgeirsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um langt árabil innan harmonikkusamfélagsins en hann lék ásamt sveit sinni á dansleikjum og öðrum samkomum innan þess og einnig fyrir eldri borgara. Elstu heimildir um Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar eru frá því um haustið 2000 en þá lék sveitin fyrir dansi í Húnabúð í Skeifunni. Á næstu…

Hljómsveit Ingvars Jónassonar (1976-77 / 1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir sem Ingvar Jónasson frá Bakkafirði starfrækti í eigin nafni, annars vegar veturinn 1976 til 77 en þá lék hljómsveit hans á áramótadansleik í Þjórsárveri á Þórshöfn á Langanesi – hins vegar lék sveit hans á þorrablóti Bakkfirðinga í Reykjavík árið 1993. Ekkert liggur frekar fyrir um þessa hljómsveit, hvort Ingvar starfrækti…

Hljómsveit Ingvars og Júlíusar (2010-16)

Óskað er eftir upplýsingum um íslenska hljómsveit sem virðist hafa starfað í Gautaborg í Svíþjóð en í nokkur skipti á árunum 2010 til 2016 lék hún við messu í Íslensku kirkjunni í Gautaborg undir nafninu Hljómsveit Ingvars og Júlíusar, í eitt skipti reyndar undir nafninu Hljómsveit Ingvars, Júlíusar og Róberts (2010). Hér er óskað eftir…

Hljómsveit Íslands (1999-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í kringum aldamótin (árin 1999 og 2000 að minnsta kosti) undir nafninu Hljómsveit Íslands en sveitin kom fram opinberlega í nokkur skipti um það leyti. Í auglýsingum var Hljómsveit Íslands sögð vera spunasveit sem m.a. hefði að geyma meðlimi sem léku á didgeridoo, harmonikku og kassagítar. Einhverjar…

Hljómsveit Jack Quinet (1933-42)

Húshljómsveitir voru fastur liður á Hótel Borg á upphafsáratugum þess og er þeim gerð skil í sér umfjöllun undir Hljómsveit Hótel Borgar (Borgarbandið). Ein þeirra sveita og kannski sú þekktasta starfaði undir stjórn Bretans Jack Quinet en frá opnun hótelsins 1930 og allt til heimsstyrjaldarinnar síðari voru hljómsveitirnar að miklu leyti skipaðar erlendum tónlistarmönnum. Haustið…

Afmælibörn 28. ágúst 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og sex ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…