Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] – Efni á plötum

Danslagakeppnin Hótel Borg – ýmsirÚtgefandi: Hótel Borg Útgáfunúmer: HB 001 Ár: 1986 1. Hjördís Geirsdóttir – Skíðaferð: polki 2. Þuríður Sigurðardóttir – Söknuður: tangó 3. Jón Kr. Ólafsson – Töfrandi tónar: vals 4. Péturspolki 5. Arna Þorsteinsdóttir – Hestamannaræll 6. Einar Júlíusson – Austur yfir fjall 7. Jóhann Helgason – Minning: tangó 8. Dansað á Borginni: polki 9.…

Hljómsveit Jóns Kjartanssonar (1948-50)

Hljómsveit Jóns Kjartanssonar á Selfossi starfaði á árunum 1948 til 1950 að minnsta kosti og lék þá yfir sumartímann á dansleikjum tengdum héraðsmótum framsóknarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslum. Hljómsveitarstjórinn Jón Kjartansson var frá Unnarholti á Skeiðum og lék á saxófón en ekki er alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina með honum, þó liggur fyrir að Guðmar…

Hljómsveit Jóns Möller (1963 / 1966)

Píanistinn Jón Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndar var hann í nokkur skipti með djasstríó einnig en þeim tríóum eru gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Möller. Sumarið 1963 var Jón með hljómsveit í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og var að öllum líkindum um tríó að ræða…

Hljómsveit Jóns Ólafssonar [1] (1938)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 1938 undir nafninu Hljómsveit Jóns Ólafssonar en sveitin lék á skemmtisamkomu í Hveragerði þá um haustið. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan Jón Ólafsson eða aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, og er því hér með óskað eftir þeim.

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar (1957-73)

Jón Páll Bjarnason gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum allan sinn starfsferil og af ýmsu tagi, djasstengdum sveitum hans hefur verið gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Páls Bjarnasonar en hér eru hins vegar til umfjöllunar aðrar hljómsveitir hans. Fyrsta Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar starfaði í Breiðfirðingabúð í upphafi árs 1957 og var…

Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving (1992)

Djasssveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving starfaði um skamma hríð vorið 1992 en um það leyti lék hún á uppákomu á Hressó í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á er hér um að ræða gítarleikarann Jón Pál Bjarnason (sem þá bjó reyndar…

Hljómsveit Jóns Pálssonar (1962)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem í auglýsingu er kölluð Hljómsveit Jóns Pálssonar en hún lék á dansleik tengdum árshátíð Iðnskólans sem haldin var í Næturklúbbnum (síðar Glaumbæ) í febrúar 1962. Ekki er útilokað að um einhvers konar villu sé að ræða, að hér eigi annað hvort að vera hljómsveit Jóns Páls [Bjarnasonar] eða…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [2] (1954-93)

Jón Sigurðsson bassaleikari eða Jón bassi, eins og hann var iðulega kallaður til aðgreiðingar frá nöfnum sínum Jóni trompetleikara og Jóni í bankanum (og reyndar fleirum), stjórnaði ógrynni hljómsveita um ævi sína – þar var bæði um að ræða danshljómsveitir sem léku á skemmtistöðum og félagsheimilum víða um land og einnig hljómsveitir sem hann stjórnaði…

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar (1988)

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar var starfrækt um skamma hríð en sveitin lék á tónleikum sem Kirkjukór Stykkishólms efndi til í febrúar 1988, og lék væntanlega undir söng kórsins. Meðlimir sveitarinnar voru Hafsteinn Sigurðsson [?], Lárus Pétursson [gítarleikari?], Daði Þór Einarsson básúnuleikari og hljómsveitarstjórinn Jón Svanur Pétursson [?]. Hugsanlega lék þessi sama sveit nokkru síðar í…

Afmælisbörn 18. september 2024

Í dag koma fjögur tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er sjötíu og níu ára í dag en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast. Þá…