Hljómsveit Josef Felzmann (1953-55)

Hljómsveit Austurríkismannsins Josef Felzmann starfaði um tveggja ára skeið um miðbik sjötta áratugarins en Felzmann hafði þá dvalið hér á landi og starfað með hléum síðan 1933. Hljómsveitin hafði mikið að gera við spilamennsku í Tjarnarcafe og við plötuupptökur en hún kom við sögu á nokkrum plötum Alfreðs Clausen Fyrstu heimildir um hljómsveit í nafni…

Hljómsveit Josef Felzmann – Efni á plötum

Alfreð Clausen – Ágústnótt / Vökudraumar [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 22 Ár: 1953 1. Ágústnótt 2. Vökudraumar Flytjendur Kvartett Josef Felzmann – Carl Billich – píanó – Josef Felzmann – fiðla – Einar B. Waage – bassi – Jan Morávek – harmonikka   Alfreð Clausen – Kveðja / Litla stúlkan [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 28 Ár: 1953 1. Kveðja 2.…

Hljómsveit Jóns Tynes (1962)

Hljómsveit Jóns Tynes lék á skátadansleik sem haldinn var í félagsheimili Ungtemplara að Jaðri ofan við Elliðavatn sumarið 1962. Sveitin var að öllum líkindum skipuð ungum tónlistarmönnum úr röðum skáta en Jón Tynes hljómsveitarstjóri var 17 ára gamall. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri Jón lék en hann gæti jafnframt hafa sungið í hljómsveitinni, upplýsingar…

Hljómsveit Jónu Einarsdóttur (1991-99)

Harmonikkuleikarinn og hjúkrunarfræðingurinn Jóna Einarsdóttir starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið innan Harmonikufélags Reykjavíkur á tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð vorið 1991 og var fjögurra manna, sjálf lék Jóna á harmonikku en auk hennar voru í sveitinni gítarleikari, trommuleikari og söngkona sem vantar upplýsingar um – hugsanlega var söngkonan Kristrún…

Hljómsveit K.R. hússins (1936-39)

Á árunum 1936 til 39 starfaði hljómsveit sem virðist hafa verið eins konar húshljómsveit í K.R. húsinu en sveitin lék á þeim árum margsinnis þar undir nafninu Hljómsveit K.R. hússins. Svo virðist sem K.R. húsið hafi verið Báran (Bárubúð). Árið 1936 munu meðlimir sveitarinnar hafa verið þeir Óskar Cortes fiðlu- og saxófónleikari, Bjarni Guðjónsson trommuleikari,…

Hljómsveit Kalla Bjarna (1974-80)

Hljómsveit Kalla Bjarna starfaði á Akranesi um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og lék sveitin á fjölmörgum dansleikjum á Skaganum og nágrannasveitarfélögunum. Sveitin var stofnuð haustið 1974 og voru upphaflegir meðlimir sveitarinnar þeir Sveinn Jóhannsson trommuleikari, Reynir Theódórsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Víkingur Sigurðsson bassaleikari, Jón Trausti Hervarsson saxófónleikari og hljómsveitarstjórinn Ketill Baldur Bjarnason…

Hljómsveit Karls Adolfssonar (1949-54 / 1997-2002)

Karl Adolfsson starfrækti hljómsveitir með margra áratuga millibilli, annars vegar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar fyrir norðan og svo hins vegar í lok aldarinnar og fram á þá nýju á höfuðborgarsvæðinu. Karl starfrækti hljómsveit í eigin nafni á Akureyri en sú sveit lék lengstum á Hótel Norðurlandi en síðar einnig víðar um Akureyri…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Karls Runólfssonar (1928-42)

Karl O. Runólfsson var fyrst og fremst þekkt tónskáld en áður en hann sneri sér að þeim fræðum starfrækti hann hljómsveitir og var raunar líklega fyrstur Íslendinga til að reka danshljómsveit hér á landi, sveitir hans voru venjulega auglýstar undir nafninu Hljómsveit Karls Runólfssonar. Fyrstu heimildir um hljómsveit starfandi undir hans stjórn herma hana hafa…

Hljómsveit Karls Örvarssonar (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem í heimildum er kölluð Hljómsveit Karls Örvarssonar en hún var starfrækt haustið 1989 og lék þá á dansleik í Keflavík og jafnvel víðar. Ekki liggur neitt meira fyrir um þessa sveit, um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan. Hugsanlegt er að þetta sé hljómsveitin Sprakk sem Karl starfaði með um sama leyti.

Himneskur herskari (1999)

Hornaflokkur sem bar heitið Himneskur herskari lék fyrir gesti í Iðnó sumarið 1999 en það sama kvöld hélt hljómsveitin Hr. Ingi R. og Magga Stína stórdansleik í húsinu. Glatkistan veit engin deili á Himneskum herskara en hér er giskað á að einhverjir meðlimir Hr. Inga R. Og Möggu Stínu hafi einnig verið í hornaflokknum –…

Afmælisbörn 25. september 2024

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og níu ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…