Afmælisbörn 31. október 2024

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og sjö ára gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar…

Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Kjartansson hafði starfað með fjölmörgum þekktum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratugnum og meðal þeirra má nefna sveitir eins og Trúbrot, Hauka, Júdas og Óðmenn en það var ekki fyrr en undir lok áttunda áratugarins sem hann stofnaði í fyrsta sinn hljómsveit í eigin nafni, eftir það starfrækti hann slíka sveit linnulítið…

Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar – Efni á plötum

Veiðiferðin – úr kvikmynd [ep]Útgefandi: Hljómplötuútgáfan Útgáfunúmer: HÚ 003 Ár: 1980 1. Eitt lítið andartak 2. Veiðiferðin Flytjendur: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar: – Magnús Kjartansson – [?] – [engar upplýsingar um aðra hljóðfæraleikara] – Pálmi Gunnarsson – söngur Skólakór Garðabæjar – söngur   Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar – Samkvæmt læknisráði Útgefandi: Hljóðriti Útgáfunúmer: Hljóðriti 001 0682 Ár: 1982 1. Gamli góði vin 2.…

Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar (2006)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar sem starfaði árið 2006, líklega innan Harmonikufélags Reykjavíkur. Sveitin mun hafa verið tríó en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði eða hverjir skipuðu hana með Ólafi.

Krossfield drengjakórinn (1995-2010)

Krossfield drengjakórinn var hljómsveit sem starfrækt var í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit á árunum í kringum síðustu aldamót, sveitin er í einni heimild að minnsta kosti kölluð Hljómsveit Ólafs Arngrímssonar. Krossfield drengjakórinn skipuðu áðurnefndur Ólafur Arngrímsson þáverandi skólastjóri á Stórutjörnum sem lék á hljómborð, Jaan Alavere kennari við skólann var hljómborðs-, harmonikku- og fiðluleikari, og Sigurður…

Hljómsveit Ólafs Guðmundssonar (1965)

Haustið 1965 starfaði á Akranesi hljómsveit undir stjórn Ólafs Guðmundssonar sem lék þá á dansleik er haldinn var af félagi stúdenta á Vesturlandi. Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit Ólafs Guðmundssonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um sjálfan hljómsveitarstjórann.

Hljómsveit Ole Östergaard (1955-56)

Danski gítarleikarinn Ole Östergaard bjó lengi á Akranesi en þar starfrækti hann hljómsveitir. Hann hafði t.a.m. verið með strengjahljómsveit vorið 1948 en einnig starfrækti hann um og eftir 1950 hljómsveitina Fjarkann. Nokkru síðar stofnaði hann svo hljómsveit í eigin nafni sem hét einfaldlega Hljómsveit Ole Östergaard en hún starfaði í tvö eða þrjú ár, á…

Hljómsveit Óðins Þórarinssonar (1959)

Óðinn G. Þórarinsson lagahöfundur með meiru og harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit í eigin nafni á Fáskrúðsfirði árið 1959, líklega um skamma hríð. Upplýsingar um hljómsveit Óðins eru mjög af skornum skammti en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan. Ekki löngu síðar starfaði hann með hljómsveitinni Mánum á Fáskrúðsfirði svo þessi sveit hefur…

Hljómsveit Oscars Johansen (1911-12)

Oscar Johansen var dansk-sænskur fiðluleikari sem bjó hér á landi og starfaði um þriggja ára skeið á árunum 1909 til 1912, hann kenndi hér á fiðlu en var fyrst og fremst ráðinn hingað til lands til að leika fyrir gesti á Hótel Íslandi en hélt reyndar einnig tónleika víða um land. Oscar stofnaði hljómsveit sem…

Hljómsveit Óðins Valdimarssonar (1961-62)

Söngvarinn Óðinn Valdimarsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra mánaða skeið yfir veturinn 1961 til 62 en sveitin mun líkast til eingöngu hafa leikið á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fjórum sinnum í viku hverri. Meðlimir Hljómsveitar Óðins Valdimarssonar voru auk hans sjálfs þeir Grétar Ingvarsson gítarleikari, Reynir Schiöth píanóleikari, Kristján Páll Kristjánsson bassa-…

Hljómsveit Óla Ben (1966)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Óla Ben (einnig nefnd Kvartett Óla Ben) en þessi sveit starfaði um skamma hríð fyrri hluta árs 1966, og virðist þá bæði hafa leikið á öskudagsskemmtunum og í Glaumbæ á almennum dansleikjum. Forsprakki sveitarinnar var Ólafur Benediktsson (Óli Ben) trommuleikari en hann hafði fáeinum árum áður starfrækt hljómsveit sem…

Hljómsveit Óla Thorsteinssonar (1941-47)

Vestur-Íslendingurinn Óli Thorsteinsson (Ólafur Steingrímur Þorsteinsson Thorsteinsson) starfrækti hljómsveit eða hljómsveitir á fimmta áratug síðustu aldar á Gimli í Manitoba í Kanada, sem virðist einkum hafa leikið á Íslendingadeginum sem haldinn var þar hátíðlegur í ágúst ár hvert. Þessi sveit lék að minnsta kosti tvívegis á þess konar hátíðum, árin 1941 og 1947 en fyrrnefnda…

Afmælisbörn 30. október 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson eða bara Jón Jónsson fagnar þrjátíu og níu ára afmæli sínu á þessum degi. Jón skaust fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni árið 2010 sem einmitt hét Jón Jónsson, og í kjölfarið hófst sólóferill hans með plötunni Wait for fate ári síðar…

Afmælisbörn 29. október 2024

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði hefði fagnað áttræðis afmæli sínu í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar…

Afmælisbörn 28. október 2024

Afmælisbörn dagsins eru átta talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Afmælisbörn 27. október 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er sextíu og eins árs í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan pening,…

Afmælisbörn 26. október 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Afmælisbörn 25. október 2024

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og fimm ára gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…

Afmælisbörn 24. október 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar – Efni á plötum

Skapti Ólafsson – Ef að mamma vissi það / Syngjum dátt og dönsum [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 117 Ár: 1957 1. Ef að mamma vissi það 2. Syngjum dátt og dönsum Flytjendur: Skapti Ólafsson – söngur Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar: – Gunnar Reynir Sveinsson – trommur – Pétur Jónsson – baritón saxófónn – Donald Walker – bassi – Magnús Ingimarsson…

Hippar í handbremsu (1994-2019)

Rokksveit sem bar nafnið Hippar í handbremsu starfaði um árabil í Keflavík en starfaði líklega ekki alveg samfleytt, heimildir herma að sveitin hafi starfað að minnsta kosti frá árinu 1994 en hafi jafnvel verið stofnuð nokkuð fyrr, og að hún hafi starfað til ársins 2019 eða lengur. Stofnandi og forsprakki Hippa í handbremsu var gítarleikarinn…

Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar (2002)

Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar starfaði árið 2002 og lék þá fyrir eldri borgara í Sandgerðisbæ. Sveitin lék á slíkri skemmtun um haustið en einnig er heimild fyrir að Kristján Þorkelsson hafi leikið á sams konar skemmtun í byrjun sama árs en þá voru með honum Torfi Ólafsson gítarleikari, Ingvar Hólmgeirsson harmonikkuleikari og Einar Örn Einarsson söngvari,…

Hljómsveit Magneu (1992-94)

Hljómsveit Magneu (sem einnig gengur undir nafninu Hljómsveitin Magnea í heimildum) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar í Neskaupstað, á árunum 1992 til 94. Sveitin lék á árshátíðum, þorrablótum og almennum dansleikjum en einnig t.a.m. a Neistaflugs-hátíðinni 1993. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Ármann Þorláksson [?], Smári Geirsson trommuleikari, Þórður…

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar (1958)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Magnúsar Einarssonar en hljómsveit með því nafni lék í Útvarpinu vorið 1958, og sungu söngkonurnar Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) og Didda Jóns (Þuríður Jónsdóttir) með sveitinni þar. Ekkert annað er að finna um þessa hljómsveit, og er líklega ekki um sama Magnús Einarsson og starfrækti tríó austur á Héraði tveimur…

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis (1970 / 2012)

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis starfaði sem danshljómsveit á Seyðisfirði árið 1970 eða um það leyti. Það munu hafa verið Magnús Einarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson (og e.t.v. fleiri) sem starfræktu þessa sveit en þeir félagar áttu fáeinum árum síðar eftir að stofna hljómsveitina Þokkabót. Sveitin lá í marga áratugi í dvala uns hún…

Hljómsveit Magnúsar Jónssonar (1953)

Haustið 1953 lék Hljómsveit Magnúsar Jónssonar fyrir sjúklinga Vífilsstaðaspítala. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og reyndar finnast engar upplýsingar um þennan Magnús Jónsson sem um ræðir, hér er því óskað eftir frekari upplýsingum ef þær skyldu einhvers staðar vera tiltækar.

Hljómsveit Magnúsar Jörundssonar (1970)

Magnús Jörundsson var kunnur harmonikkuleikari á Ströndum og lék á dansleikjum víða um Vestfirði. Hann mun hafa starfrækt hljómsveit árið 1970 sem lék á dansleik í félagsheimilinu Árnesi á Ströndum en ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit hans, hvorki aðra meðlimi hennar né hljóðfæraskipan. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum.

Hljómsveit Neskaupstaðar (1951-58)

Hljómsveit Neskaupstaðar (einnig stundum nefnd Danshljómsveit Neskaupstaðar) starfaði á Norðfirði á sjötta áratug síðustu aldar. Elstu heimildir um þessa sveit eru frá árinu 1951 en hún mun hafa starfað allt til 1958, hún lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð og nágrenni og t.a.m. mun hún hafa leikið alloft á böllum tengdum sumarhátíðum og héraðsmótum sjálfstæðismanna…

Hljómsveit Oddfellow (1938-39)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Oddfellow en sveitin lék í nokkur skipti á dansleikjum í Oddfellow húsinu við Vonarstræti undir lok fjórða áratugar síðustu aldar, 1938 og 39. Hér er líkast til ekki um að ræða Hljómsveit Aage Lorange sem um þetta leyti lék oft í húsinu. Hér vantar…

Dritvík – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Drulla [1] – Efni á plötum

Gallery krunk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Cazbol – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Indíana – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda]Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi 11.…

Afmælisbörn 23. október 2024

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2024

Fjórir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sjötugur og fagnar því stórafmæli á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi…

Afmælisbörn 21. október 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Afmælisbörn 20. október 2024

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2024

Sex afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Afmælisbörn 18. október 2024

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…

Hljómsveitakeppnin á Laugum [tónlistarviðburður] (1986)

Hljómsveitakeppni var meðal skemmtiatriða á útihátíð sem haldin var á Laugum í Reykjadal um verslunarmannahelgina 1986 en slíkar hljómsveitakeppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum sem haldnar voru á árunum 1982 til 1985. Sex sveitir tóku þátt í hljómsveitakeppninni en vopnfirsk sveit, Guð sá til þín vonda barn bar sigur úr býtum – sveitin mun…

Hljómsveitakeppnin á Melgerðismelum [tónlistarviðburður] (1988)

Um verslunarmannahelgina 1988 var haldin útihátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði undir yfirskriftinni Fjör ´88 en á henni komu fram margar af vinsælustu hljómsveitum landsins á þeim tíma s.s. Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns, Sniglabandið og Stuðkompaníið. Hljómsveitakeppni var haldin á Melgerðismelum en slíkar keppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum fáeinum árum fyrr. Reiknað hafði…

Hljómsveitakeppni Lífs og fjörs [tónlistarviðburður] (1985-91)

Tíu sveitarfélög á Vestfjörðum héldu í nokkur skipti á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar utan um æskulýðs- og íþróttahátíðir í landsfjórðungnum þar sem lögð var áhersla á heilbrigða skemmtun ungs fólks með blöndu íþrótta og afþreyingar, m.a. dansleikjum en í raun voru þetta fjölskylduhátíðir. Þessar hátíðir sem gengu undir nafninu Líf og fjör voru…

Hljómsveitakeppni Skeljavíkurhátíðarinnar [tónlistarviðburður] (1987)

Tvívegis var blásið til útihátíðar í Skeljavík á síðari hluta níunda áratugarins en Skeljavík er rétt sunnan við Hólmavík á Ströndum. Í síðara skiptið sem Skeljavíkurhátíðin var haldin (1987) var hljómsveitakeppni meðal dagskrárliða en hún mun hafa farið fram með þeim hætti að á laugardeginum var undankeppni en úrslit á sunnudeginum. Í verðlaun voru hljóðverstíma…

Hljómsveitakeppni Stundarinnar okkar [tónlistarviðburður] (1984-85)

Veturinn 1984 til 85 stóð Stundin okkar í Ríkissjónvarpinu fyrir þeirri nýbreytni að halda úti hljómsveitakeppni og vakti hún nokkra athygli. Sjö sveitir munu hafa tekið þátt í hljómsveitakeppninni en Glatkistan hefur aðeins upplýsingar um fjórar þeirra – Double 03, Snúran Snúran úr Garðabæ, Ofbirtu frá Akranesi og Hornsteina frá Höfn í Hornafirði. Enn fremur…

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna [tónlistarviðburður] (2006-07)

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna (í einhverjum heimildum kölluð hljómsveitakeppni samfylkingarinnar) var haldin tvívegis á fyrsta áratug aldarinnar, vorin 2006 og 2007 í Iðnó. Í fyrra skiptið sigraði hljómsveitin Soundspell en ekki finnast neinar upplýsingar um sigurvegara síðari keppninnar eða jafnvel hvort hún var yfirhöfuð haldin. Einnig vantar allar frekari upplýsingar um þessa hljómsveitakeppni s.s. fjölda þátttökusveita,…

Hljómsveitakeppnin á Eiðum [tónlistarviðburður] (1993)

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) stóð tvívegis fyrir útihátíðum að Eiðum um verslunarmannahelgarnar 1992 og 93 en fyrirmyndirnar að þeim hátíðum voru sams konar hátíðir sem haldnar höfðu verið í Atlavík af sömu aðilum á níunda áratugnum við miklar vinsældir. Hátíðirnar á Eiðum urðu þó ekki nema tvær þar sem aðsókn var lítil en meðal…