Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)

Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…

Hljómsveitakeppni afmælishátíðar Eskifjarðar [tónlistarviðburður] (1986)

Eskifjarðarkaupstaður hélt sumarið 1986 upp á 200 ára kaupstaðarafmæli sitt með miklum og fjölbreytilegum hátíðarhöldum sem stóðu yfir um nokkurra daga skeið. Meðal atriða sem boðið var upp á var hljómsveitakeppni þar sem fimm hljómsveitir kepptu um sigurinn. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Djony frá Neskaupstað en í öðru og þriðja sæti höfnuðu eskfirskar hljómsveitir, Appolon…

Hljómsveitakeppni Fjörheima [tónlistarviðburður] (2005)

Vorið 2005 var haldin Hljómsveitakeppni Fjörheima en Fjörheimar er miðlæg félagsmiðstöð fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ og var keppnin hluti af dagskrá félagsmiðstöðvarinnar þann veturinn. Þrjár hljómsveitir bitust um sigurinn í hljómsveitakeppninni, Exem, Post mortem og Prometheus en heimildum ber ekki alveg saman um hvaða sveit bar sigur úr býtum, Post mortem er annars vegar…

Hljómsveitakeppni Ford fyrirsætukeppninnar [tónlistarviðburður] (2011)

Ford fyrirsætukeppnin virðist við fyrstu sýn eiga lítið skylt við tónlist en árið 2011 kom upp sú hugmynd innan keppninnar hérlendis að halda hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið Sýrland og Benzin music þar sem sigursveitin myndi koma fram á úrslitakvöldi fyrirsætukeppninnar í febrúar, verðlaunin yrðu þau að lag yrði fullunnið með sigursveitinni auk myndbands við…

Hljómsveitakeppni Frostrásarinnar og Flugfélags Íslands [tónlistarviðburður] (1999)

Útvarpsstöðin Frostrásin á Akureyri í samstarfi við Flugfélag Íslands héldu utan um hljómsveitakeppni sem haldin var á Ráðhústorginu á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1999 en fyrstu verðlaun voru í formi flugmiða til Reykjavíkur með flugfélaginu fyrir sigurhljómsveitina. Engar sögur fara af því hvaða hljómsveit hreppti hnossið né heldur hversu margar eða hvaða sveitir kepptu,…

Hljómsveitakeppni Kompanísins [tónlistarviðburður] (1999-2001)

Hljómsveitakeppnir voru haldnar í tvígang að minnsta kosti í félagsmiðstöðinni Kompaníinu á Akureyri í kringum aldamótin, sú félagsmiðstöð hafði þá verið starfandi áður um árabil undir nafninu Dynheimar en hafði hlotið sitt nýja nafn árið 1998. Fyrri Hljómsveitakeppni Kompanísins var haldið vorið 1999 en þá voru að minnsta kosti sjö hljómsveitir skráðar til leiks, engar…

Hljómsveitakeppni Bjartra daga [tónlistarviðburður] (2006)

Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar hafa verið haldnir í Hafnarfirði á vordögum allt frá árinu 2003 og þar kennir ýmissa grasa í öllum afkimum menningarinnar, myndlist, tónlist, leiklist og hvaðeina. Tónlist hefur þ.a.l. verið ríkur þáttur í Björtum dögum og vorið 2006 þegar áhersla var m.a. lögð á þátttöku barna og unglinga í hátíðinni var…

Hljómsveitakeppni Neistaflugs [tónlistarviðburður] (1994)

Fjölskylduhátíðin Neistaflug hefur verið haldin um verslunarmannahelgina á Norðfirði svo til árlega allt frá árinu 1993 en útihátíðir hafa verið fastur liður í austfirsku skemmtanahaldi í áratugi. Atlavíkurhátíðin var um skeið vinsælasta samkoman eystra en þar voru haldnar hljómsveitakeppnir sem vöktu mikla athygli. Þegar sú hátíð leið undir lok var gerð tilraun með sambærilega keppni…

Hljómsveitakeppni RÚVAK og Menor [tónlistarviðburður] (1987)

Vorið 1987 stóðu Ríkisútvarpið á Akureyri (RÚVAK) og Menningarsamtök Norðurlands (Menor) fyrir hljómsveitakeppni en keppnin fór fram í svæðisútvarpinu á Akureyri, liðsmenn hljómsveitanna máttu ekki vera eldri en 25 ára og sendi hver sveit inn eitt lag í keppnina. Keppnissveitirnar voru fjórar talsins og voru lög þeirra flutt í útvarpinu auk þess sem viðtölum við…

Hljómsveitakeppni Sánd og IMP [tónlistarviðburður] (2002)

Árið 2002 stóð tímaritið Sánd fyrir hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið IMP (Icelandic music production) en verðlaunin voru hljóðverstímar til að hljóðrita þrjú lög, valinkunnir menn úr tónlistarbransanum voru í dómnefnd keppninnar. Alls munu tuttugu og sjö hljómsveitir hafa tekið þátt í keppninni og það var hljómsveitin Fritz sem sigraði hana, Lunchbox hafnaði í öðru…

Afmælisbörn 9. október 2024

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og fjögurra ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…