Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)
Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…





