Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…

Hljómsveitakeppnin á Laugum [tónlistarviðburður] (1986)

Hljómsveitakeppni var meðal skemmtiatriða á útihátíð sem haldin var á Laugum í Reykjadal um verslunarmannahelgina 1986 en slíkar hljómsveitakeppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum sem haldnar voru á árunum 1982 til 1985. Sex sveitir tóku þátt í hljómsveitakeppninni en vopnfirsk sveit, Guð sá til þín vonda barn bar sigur úr býtum – sveitin mun…

Hljómsveitakeppnin á Melgerðismelum [tónlistarviðburður] (1988)

Um verslunarmannahelgina 1988 var haldin útihátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði undir yfirskriftinni Fjör ´88 en á henni komu fram margar af vinsælustu hljómsveitum landsins á þeim tíma s.s. Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns, Sniglabandið og Stuðkompaníið. Hljómsveitakeppni var haldin á Melgerðismelum en slíkar keppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum fáeinum árum fyrr. Reiknað hafði…

Hljómsveitakeppni Lífs og fjörs [tónlistarviðburður] (1985-91)

Tíu sveitarfélög á Vestfjörðum héldu í nokkur skipti á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar utan um æskulýðs- og íþróttahátíðir í landsfjórðungnum þar sem lögð var áhersla á heilbrigða skemmtun ungs fólks með blöndu íþrótta og afþreyingar, m.a. dansleikjum en í raun voru þetta fjölskylduhátíðir. Þessar hátíðir sem gengu undir nafninu Líf og fjör voru…

Hljómsveitakeppni Skeljavíkurhátíðarinnar [tónlistarviðburður] (1987)

Tvívegis var blásið til útihátíðar í Skeljavík á síðari hluta níunda áratugarins en Skeljavík er rétt sunnan við Hólmavík á Ströndum. Í síðara skiptið sem Skeljavíkurhátíðin var haldin (1987) var hljómsveitakeppni meðal dagskrárliða en hún mun hafa farið fram með þeim hætti að á laugardeginum var undankeppni en úrslit á sunnudeginum. Í verðlaun voru hljóðverstíma…

Hljómsveitakeppni Stundarinnar okkar [tónlistarviðburður] (1984-85)

Veturinn 1984 til 85 stóð Stundin okkar í Ríkissjónvarpinu fyrir þeirri nýbreytni að halda úti hljómsveitakeppni og vakti hún nokkra athygli. Sjö sveitir munu hafa tekið þátt í hljómsveitakeppninni en Glatkistan hefur aðeins upplýsingar um fjórar þeirra – Double 03, Snúran Snúran úr Garðabæ, Ofbirtu frá Akranesi og Hornsteina frá Höfn í Hornafirði. Enn fremur…

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna [tónlistarviðburður] (2006-07)

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna (í einhverjum heimildum kölluð hljómsveitakeppni samfylkingarinnar) var haldin tvívegis á fyrsta áratug aldarinnar, vorin 2006 og 2007 í Iðnó. Í fyrra skiptið sigraði hljómsveitin Soundspell en ekki finnast neinar upplýsingar um sigurvegara síðari keppninnar eða jafnvel hvort hún var yfirhöfuð haldin. Einnig vantar allar frekari upplýsingar um þessa hljómsveitakeppni s.s. fjölda þátttökusveita,…

Hljómsveitakeppnin á Eiðum [tónlistarviðburður] (1993)

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) stóð tvívegis fyrir útihátíðum að Eiðum um verslunarmannahelgarnar 1992 og 93 en fyrirmyndirnar að þeim hátíðum voru sams konar hátíðir sem haldnar höfðu verið í Atlavík af sömu aðilum á níunda áratugnum við miklar vinsældir. Hátíðirnar á Eiðum urðu þó ekki nema tvær þar sem aðsókn var lítil en meðal…

Hljómsveitakeppnin Besti byrjandinn [tónlistarviðburður] (2009)

Tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Music) festival hafði verið haldin á Akureyri síðan 2006 og var sumarið 2009 haldin þar í fjórða sinn. Í tengslum við hátíðina það árið var haldin hljómsveitakeppni undir nafninu Besti byrjandinn í aðdraganda hennar þar sem fimm hljómsveitir öttu kappi. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Buxnaskjónar en sú sveit hafði verið stofnuð…

Hljómsveitakeppnin Rokk 5 [tónlistarviðburður] (1997)

Hljómsveitakeppni var haldin innan Menntaskólans á Egilsstöðum haustið 1997 undir yfirskriftinni Rokk 5. Sex hljómsveitir voru skráðar til leiks og var fyrirkomulag keppninnar með þeim hætti að hver sveit lék þrjú lög og þar af þurfti að minnsta kosti eitt þeirra að vera frumsamið. Sigurvegarar Rokk 5 voru hljómsveitin Kirkwood en Lebensraum hlaut titilinn athyglisverðasta…

Afmælisbörn 16. október 2024

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Jóhanna Guðrún var barnastjarna og höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and Elvis árið 2008 undir nafninu Yohanna…