Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar – Efni á plötum

Skapti Ólafsson – Ef að mamma vissi það / Syngjum dátt og dönsum [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 117 Ár: 1957 1. Ef að mamma vissi það 2. Syngjum dátt og dönsum Flytjendur: Skapti Ólafsson – söngur Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar: – Gunnar Reynir Sveinsson – trommur – Pétur Jónsson – baritón saxófónn – Donald Walker – bassi – Magnús Ingimarsson…

Hippar í handbremsu (1994-2019)

Rokksveit sem bar nafnið Hippar í handbremsu starfaði um árabil í Keflavík en starfaði líklega ekki alveg samfleytt, heimildir herma að sveitin hafi starfað að minnsta kosti frá árinu 1994 en hafi jafnvel verið stofnuð nokkuð fyrr, og að hún hafi starfað til ársins 2019 eða lengur. Stofnandi og forsprakki Hippa í handbremsu var gítarleikarinn…

Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar (2002)

Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar starfaði árið 2002 og lék þá fyrir eldri borgara í Sandgerðisbæ. Sveitin lék á slíkri skemmtun um haustið en einnig er heimild fyrir að Kristján Þorkelsson hafi leikið á sams konar skemmtun í byrjun sama árs en þá voru með honum Torfi Ólafsson gítarleikari, Ingvar Hólmgeirsson harmonikkuleikari og Einar Örn Einarsson söngvari,…

Hljómsveit Magneu (1992-94)

Hljómsveit Magneu (sem einnig gengur undir nafninu Hljómsveitin Magnea í heimildum) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar í Neskaupstað, á árunum 1992 til 94. Sveitin lék á árshátíðum, þorrablótum og almennum dansleikjum en einnig t.a.m. a Neistaflugs-hátíðinni 1993. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Ármann Þorláksson [?], Smári Geirsson trommuleikari, Þórður…

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar (1958)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Magnúsar Einarssonar en hljómsveit með því nafni lék í Útvarpinu vorið 1958, og sungu söngkonurnar Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) og Didda Jóns (Þuríður Jónsdóttir) með sveitinni þar. Ekkert annað er að finna um þessa hljómsveit, og er líklega ekki um sama Magnús Einarsson og starfrækti tríó austur á Héraði tveimur…

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis (1970 / 2012)

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis starfaði sem danshljómsveit á Seyðisfirði árið 1970 eða um það leyti. Það munu hafa verið Magnús Einarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson (og e.t.v. fleiri) sem starfræktu þessa sveit en þeir félagar áttu fáeinum árum síðar eftir að stofna hljómsveitina Þokkabót. Sveitin lá í marga áratugi í dvala uns hún…

Hljómsveit Magnúsar Jónssonar (1953)

Haustið 1953 lék Hljómsveit Magnúsar Jónssonar fyrir sjúklinga Vífilsstaðaspítala. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og reyndar finnast engar upplýsingar um þennan Magnús Jónsson sem um ræðir, hér er því óskað eftir frekari upplýsingum ef þær skyldu einhvers staðar vera tiltækar.

Hljómsveit Magnúsar Jörundssonar (1970)

Magnús Jörundsson var kunnur harmonikkuleikari á Ströndum og lék á dansleikjum víða um Vestfirði. Hann mun hafa starfrækt hljómsveit árið 1970 sem lék á dansleik í félagsheimilinu Árnesi á Ströndum en ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit hans, hvorki aðra meðlimi hennar né hljóðfæraskipan. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum.

Hljómsveit Neskaupstaðar (1951-58)

Hljómsveit Neskaupstaðar (einnig stundum nefnd Danshljómsveit Neskaupstaðar) starfaði á Norðfirði á sjötta áratug síðustu aldar. Elstu heimildir um þessa sveit eru frá árinu 1951 en hún mun hafa starfað allt til 1958, hún lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð og nágrenni og t.a.m. mun hún hafa leikið alloft á böllum tengdum sumarhátíðum og héraðsmótum sjálfstæðismanna…

Hljómsveit Oddfellow (1938-39)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Oddfellow en sveitin lék í nokkur skipti á dansleikjum í Oddfellow húsinu við Vonarstræti undir lok fjórða áratugar síðustu aldar, 1938 og 39. Hér er líkast til ekki um að ræða Hljómsveit Aage Lorange sem um þetta leyti lék oft í húsinu. Hér vantar…

Dritvík – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Drulla [1] – Efni á plötum

Gallery krunk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Cazbol – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Indíana – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda]Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi 11.…

Afmælisbörn 23. október 2024

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…