Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Kjartansson hafði starfað með fjölmörgum þekktum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratugnum og meðal þeirra má nefna sveitir eins og Trúbrot, Hauka, Júdas og Óðmenn en það var ekki fyrr en undir lok áttunda áratugarins sem hann stofnaði í fyrsta sinn hljómsveit í eigin nafni, eftir það starfrækti hann slíka sveit linnulítið…

Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar – Efni á plötum

Veiðiferðin – úr kvikmynd [ep]Útgefandi: Hljómplötuútgáfan Útgáfunúmer: HÚ 003 Ár: 1980 1. Eitt lítið andartak 2. Veiðiferðin Flytjendur: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar: – Magnús Kjartansson – [?] – [engar upplýsingar um aðra hljóðfæraleikara] – Pálmi Gunnarsson – söngur Skólakór Garðabæjar – söngur   Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar – Samkvæmt læknisráði Útgefandi: Hljóðriti Útgáfunúmer: Hljóðriti 001 0682 Ár: 1982 1. Gamli góði vin 2.…

Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar (2006)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar sem starfaði árið 2006, líklega innan Harmonikufélags Reykjavíkur. Sveitin mun hafa verið tríó en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði eða hverjir skipuðu hana með Ólafi.

Krossfield drengjakórinn (1995-2010)

Krossfield drengjakórinn var hljómsveit sem starfrækt var í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit á árunum í kringum síðustu aldamót, sveitin er í einni heimild að minnsta kosti kölluð Hljómsveit Ólafs Arngrímssonar. Krossfield drengjakórinn skipuðu áðurnefndur Ólafur Arngrímsson þáverandi skólastjóri á Stórutjörnum sem lék á hljómborð, Jaan Alavere kennari við skólann var hljómborðs-, harmonikku- og fiðluleikari, og Sigurður…

Hljómsveit Ólafs Guðmundssonar (1965)

Haustið 1965 starfaði á Akranesi hljómsveit undir stjórn Ólafs Guðmundssonar sem lék þá á dansleik er haldinn var af félagi stúdenta á Vesturlandi. Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit Ólafs Guðmundssonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um sjálfan hljómsveitarstjórann.

Hljómsveit Ole Östergaard (1955-56)

Danski gítarleikarinn Ole Östergaard bjó lengi á Akranesi en þar starfrækti hann hljómsveitir. Hann hafði t.a.m. verið með strengjahljómsveit vorið 1948 en einnig starfrækti hann um og eftir 1950 hljómsveitina Fjarkann. Nokkru síðar stofnaði hann svo hljómsveit í eigin nafni sem hét einfaldlega Hljómsveit Ole Östergaard en hún starfaði í tvö eða þrjú ár, á…

Hljómsveit Óðins Þórarinssonar (1959)

Óðinn G. Þórarinsson lagahöfundur með meiru og harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit í eigin nafni á Fáskrúðsfirði árið 1959, líklega um skamma hríð. Upplýsingar um hljómsveit Óðins eru mjög af skornum skammti en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan. Ekki löngu síðar starfaði hann með hljómsveitinni Mánum á Fáskrúðsfirði svo þessi sveit hefur…

Hljómsveit Oscars Johansen (1911-12)

Oscar Johansen var dansk-sænskur fiðluleikari sem bjó hér á landi og starfaði um þriggja ára skeið á árunum 1909 til 1912, hann kenndi hér á fiðlu en var fyrst og fremst ráðinn hingað til lands til að leika fyrir gesti á Hótel Íslandi en hélt reyndar einnig tónleika víða um land. Oscar stofnaði hljómsveit sem…

Hljómsveit Óðins Valdimarssonar (1961-62)

Söngvarinn Óðinn Valdimarsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra mánaða skeið yfir veturinn 1961 til 62 en sveitin mun líkast til eingöngu hafa leikið á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fjórum sinnum í viku hverri. Meðlimir Hljómsveitar Óðins Valdimarssonar voru auk hans sjálfs þeir Grétar Ingvarsson gítarleikari, Reynir Schiöth píanóleikari, Kristján Páll Kristjánsson bassa-…

Hljómsveit Óla Ben (1966)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Óla Ben (einnig nefnd Kvartett Óla Ben) en þessi sveit starfaði um skamma hríð fyrri hluta árs 1966, og virðist þá bæði hafa leikið á öskudagsskemmtunum og í Glaumbæ á almennum dansleikjum. Forsprakki sveitarinnar var Ólafur Benediktsson (Óli Ben) trommuleikari en hann hafði fáeinum árum áður starfrækt hljómsveit sem…

Hljómsveit Óla Thorsteinssonar (1941-47)

Vestur-Íslendingurinn Óli Thorsteinsson (Ólafur Steingrímur Þorsteinsson Thorsteinsson) starfrækti hljómsveit eða hljómsveitir á fimmta áratug síðustu aldar á Gimli í Manitoba í Kanada, sem virðist einkum hafa leikið á Íslendingadeginum sem haldinn var þar hátíðlegur í ágúst ár hvert. Þessi sveit lék að minnsta kosti tvívegis á þess konar hátíðum, árin 1941 og 1947 en fyrrnefnda…

Afmælisbörn 30. október 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson eða bara Jón Jónsson fagnar þrjátíu og níu ára afmæli sínu á þessum degi. Jón skaust fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni árið 2010 sem einmitt hét Jón Jónsson, og í kjölfarið hófst sólóferill hans með plötunni Wait for fate ári síðar…