Hljómsveitakeppnin Besti byrjandinn [tónlistarviðburður] (2009)

Tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Music) festival hafði verið haldin á Akureyri síðan 2006 og var sumarið 2009 haldin þar í fjórða sinn. Í tengslum við hátíðina það árið var haldin hljómsveitakeppni undir nafninu Besti byrjandinn í aðdraganda hennar þar sem fimm hljómsveitir öttu kappi. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Buxnaskjónar en sú sveit hafði verið stofnuð…

Hljómsveitakeppnin Rokk 5 [tónlistarviðburður] (1997)

Hljómsveitakeppni var haldin innan Menntaskólans á Egilsstöðum haustið 1997 undir yfirskriftinni Rokk 5. Sex hljómsveitir voru skráðar til leiks og var fyrirkomulag keppninnar með þeim hætti að hver sveit lék þrjú lög og þar af þurfti að minnsta kosti eitt þeirra að vera frumsamið. Sigurvegarar Rokk 5 voru hljómsveitin Kirkwood en Lebensraum hlaut titilinn athyglisverðasta…

Afmælisbörn 16. október 2024

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Jóhanna Guðrún var barnastjarna og höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and Elvis árið 2008 undir nafninu Yohanna…

Afmælisbörn 15. október 2024

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og sjö ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er sextíu og eins árs gamall í dag. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á…

Afmælisbörn 13. október 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að…

Afmælisbörn 12. október 2024

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2024

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og sex ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla Sverrisson,…

Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)

Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…

Hljómsveitakeppni afmælishátíðar Eskifjarðar [tónlistarviðburður] (1986)

Eskifjarðarkaupstaður hélt sumarið 1986 upp á 200 ára kaupstaðarafmæli sitt með miklum og fjölbreytilegum hátíðarhöldum sem stóðu yfir um nokkurra daga skeið. Meðal atriða sem boðið var upp á var hljómsveitakeppni þar sem fimm hljómsveitir kepptu um sigurinn. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Djony frá Neskaupstað en í öðru og þriðja sæti höfnuðu eskfirskar hljómsveitir, Appolon…

Hljómsveitakeppni Fjörheima [tónlistarviðburður] (2005)

Vorið 2005 var haldin Hljómsveitakeppni Fjörheima en Fjörheimar er miðlæg félagsmiðstöð fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ og var keppnin hluti af dagskrá félagsmiðstöðvarinnar þann veturinn. Þrjár hljómsveitir bitust um sigurinn í hljómsveitakeppninni, Exem, Post mortem og Prometheus en heimildum ber ekki alveg saman um hvaða sveit bar sigur úr býtum, Post mortem er annars vegar…

Hljómsveitakeppni Ford fyrirsætukeppninnar [tónlistarviðburður] (2011)

Ford fyrirsætukeppnin virðist við fyrstu sýn eiga lítið skylt við tónlist en árið 2011 kom upp sú hugmynd innan keppninnar hérlendis að halda hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið Sýrland og Benzin music þar sem sigursveitin myndi koma fram á úrslitakvöldi fyrirsætukeppninnar í febrúar, verðlaunin yrðu þau að lag yrði fullunnið með sigursveitinni auk myndbands við…

Hljómsveitakeppni Frostrásarinnar og Flugfélags Íslands [tónlistarviðburður] (1999)

Útvarpsstöðin Frostrásin á Akureyri í samstarfi við Flugfélag Íslands héldu utan um hljómsveitakeppni sem haldin var á Ráðhústorginu á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1999 en fyrstu verðlaun voru í formi flugmiða til Reykjavíkur með flugfélaginu fyrir sigurhljómsveitina. Engar sögur fara af því hvaða hljómsveit hreppti hnossið né heldur hversu margar eða hvaða sveitir kepptu,…

Hljómsveitakeppni Kompanísins [tónlistarviðburður] (1999-2001)

Hljómsveitakeppnir voru haldnar í tvígang að minnsta kosti í félagsmiðstöðinni Kompaníinu á Akureyri í kringum aldamótin, sú félagsmiðstöð hafði þá verið starfandi áður um árabil undir nafninu Dynheimar en hafði hlotið sitt nýja nafn árið 1998. Fyrri Hljómsveitakeppni Kompanísins var haldið vorið 1999 en þá voru að minnsta kosti sjö hljómsveitir skráðar til leiks, engar…

Hljómsveitakeppni Bjartra daga [tónlistarviðburður] (2006)

Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar hafa verið haldnir í Hafnarfirði á vordögum allt frá árinu 2003 og þar kennir ýmissa grasa í öllum afkimum menningarinnar, myndlist, tónlist, leiklist og hvaðeina. Tónlist hefur þ.a.l. verið ríkur þáttur í Björtum dögum og vorið 2006 þegar áhersla var m.a. lögð á þátttöku barna og unglinga í hátíðinni var…

Hljómsveitakeppni Neistaflugs [tónlistarviðburður] (1994)

Fjölskylduhátíðin Neistaflug hefur verið haldin um verslunarmannahelgina á Norðfirði svo til árlega allt frá árinu 1993 en útihátíðir hafa verið fastur liður í austfirsku skemmtanahaldi í áratugi. Atlavíkurhátíðin var um skeið vinsælasta samkoman eystra en þar voru haldnar hljómsveitakeppnir sem vöktu mikla athygli. Þegar sú hátíð leið undir lok var gerð tilraun með sambærilega keppni…

Hljómsveitakeppni RÚVAK og Menor [tónlistarviðburður] (1987)

Vorið 1987 stóðu Ríkisútvarpið á Akureyri (RÚVAK) og Menningarsamtök Norðurlands (Menor) fyrir hljómsveitakeppni en keppnin fór fram í svæðisútvarpinu á Akureyri, liðsmenn hljómsveitanna máttu ekki vera eldri en 25 ára og sendi hver sveit inn eitt lag í keppnina. Keppnissveitirnar voru fjórar talsins og voru lög þeirra flutt í útvarpinu auk þess sem viðtölum við…

Hljómsveitakeppni Sánd og IMP [tónlistarviðburður] (2002)

Árið 2002 stóð tímaritið Sánd fyrir hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið IMP (Icelandic music production) en verðlaunin voru hljóðverstímar til að hljóðrita þrjú lög, valinkunnir menn úr tónlistarbransanum voru í dómnefnd keppninnar. Alls munu tuttugu og sjö hljómsveitir hafa tekið þátt í keppninni og það var hljómsveitin Fritz sem sigraði hana, Lunchbox hafnaði í öðru…

Afmælisbörn 9. október 2024

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og fjögurra ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Afmælisbörn 8. október 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og sex ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins…

Afmælisbörn 7. október 2024

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og átta ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og sex ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Afmælisbörn 5. október 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Valur Arnarson fagnar fimmtíu og eins árs í dag. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Gormar…

Afmælisbörn 4. október 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2024

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni…

Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar (1945-49)

Þegar talað er um hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara ætla flestir að um sé að ræða hinn goðsagnakennda KK-sextett, Kristján rak hins vegar þrívegis hljómsveitir sem einfaldlega kölluðust Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Reyndar höfðu þeir Kristján, Svavar Gests trommuleikari og Magnús Blöndal Jóhannsson píanóleikari (síðar þekkt tónskáld) leikið saman á einum dansleik árið 1944 en ekki…

Hljómsveit Kjartans og Sigurjóns (1972-73)

Dúett sem kallaði sig Hljómsveit Kjartans og Sigurjóns vakti töluverða athygli veturinn 1972 til 73 þegar hann kom fram víða um höfuðborgarsvæðið á þjóðlagakvöldum og skemmtunum framhaldsskólanna en um einhvers konar þjóðlagadúett var að ræða sem flutti frumsamda tónlist og texta, og tók sig líklega ekki of alvarlega. Þeir Kjartan og Sigurjón léku á gítar…

Hljómsveit Kristins Baldvinssonar (1990)

Hljómsveit Kristins Baldvinssonar lék stórt hlutverk í tónlistarsýningu í Sæluviku Sauðkrækinga vorið 1990, sem bar yfirskriftina Í þá gömlu góðu daga en þar var tónlist 6. áratugarins í aðalhlutverki – ýmsir söngvarar munu hafa sungið á þeirri sýningu. Engar frekari upplýsingar er að finna um hljómsveit Kristins, sjálfur var Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari sveitarinnar en óskað…

Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar [2] (1995)

Árið 1995 var djasshljómsveit starfrækt undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar en sveitin kom fram á tónleikum á Fógetanum sem voru hluti af RÚREK djasshátíðinni. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Guðmundsson hljómsveitarstjóri og píanóleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari, Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari og Dan Cassidy fiðluleikari en einnig kom Rúnar Georgsson saxófónleikari fram með…

Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar [1] (1971)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar sem var starfandi veturinn 1970-71 en sveitin lék á að minnsta kosti einu þorrablóti í janúar 1971, í Kópvogi. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, auk annars sem heima ætti í umfjölluninni.

Hljómsveit Kristjáns Gunnarssonar (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að líkindum á sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Gunnarssonar. Ekki liggur fyrir hver hljómsveitarstjórinn Kristján Gunnarsson var en óskað er upplýsinga um hann sem og um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, einnig hvenær þessi sveit starfaði og hversu lengi.

Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar (1996)

Haustið 1996 starfaði hljómsveit að því er virðist í tengslum við listsýningu, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar (hugsanlega Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar og hundurinn Gutti) en svo virðist sem hún sé kennd við ljóðskáldið og tónlistarmanninn Kristján Hreinsson sem þarna hafði gefið út plötu og átti eftir að senda frá sér nokkrar slíkar undir eigin útgáfufyrirtæki…

Hljómsveit Kristjáns Jónssonar (1970)

Vorið 1970 var hljómsveit sem að öllum líkindum lék gömlu dansana, starfandi undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Jónssonar en hún lék á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði um það leyti. Hér vantar allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun en hugsanlegt er að hér sé að ræða trompetleikarann Kristján Jónsson…

Hljómsveit Kristjáns Magnússonar (1960-62)

Kristján Magnússon píanóleikari starfrækti hljómsveit um tveggja ára skeið í byrjun sjöunda áratugarins, sem lék að því er virðist mestmegnis í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og Klúbbnum en sveitin varð fyrsta hljómsveitin sem lék í síðarnefnda húsinu. Hljómsveitin tók til starfa um sumarið 1960 og starfaði eitthvað fram á 1962 en því miður eru upplýsingar um…

Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar (1985)

Árið 1985 annaðist hljómsveit flutning á tónlist á leiksýningu sem Leikfélag Hveragerðis setti á svið, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar en þessi sveit mun einnig hafa leikið á dansleikjum um svipað leyti. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um hljómsveitarstjórann Kristján Ólafsson.

Afmælisbörn 2. október 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm í dag, meirihluti þeirra eru trommuleikarar: Birgir Baldursson trommuleikari á sextíu og eins árs afmæli í dag. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím,…

Afmælisbörn 1. október 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og átta ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…