Afmælisbörn 30. nóvember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er sextug í dag og á því stórafmæli, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar…

Afmælisbörn 29. nóvember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir fagnar stórafmæli en hún er sextug á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2024

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar – Efni á plötum

Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans – Ragnar syngur lög eftir Þórunni Franz [45 rpm] Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 519 Ár: 1967 1. Mamma 2. Ég sakna þín 3. Föðurbæn sjómannssins 4. Ísland Flytjendur: Ragnar Bjarnason – söngur Jón Sigurðsson – gítar Guðmundur Steingrímsson – trommur Árni Scheving – bassi Grettir Björnsson – kordovox Rósa Ingólfsdóttir – raddir Guðlaug Sverrisdóttir – raddir Ragnheiður Brynjólfsdóttir – raddir…

Hljómsveit Róberts Þórðarsonar (1951-59)

Harmonikkuleikarinn Róbert Þórðarson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni en yfirleitt var hann í lausamennsku í tónlistinni og starfaði með hinum og þessum sveitum. Fyrstu heimildir um sveit í nafni Róberts var Swing kvartett árið 1949 en um þá sveit er fjallað annars staðar á Glatkistunni. 1951 og 52 var hann hins vegar…

Hljómsveit Rúnars Þórs (1986-)

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni síðan á níunda áratug síðustu aldar auk annarra sveita sem hann hefur starfað með en hann hefur jafnframt komið fram sem trúbador og í dúettaformi í félagi við aðra tónlistarmenn. Fyrsta hljómsveit Rúnars Þórs í eigin nafni var líklega stofnuð árið 1986 en þá var…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit S.G. (1962)

Haustið 1962 hélt Útvegsbankinn skemmtun fyrir börn starfsmanna sinna og meðal skemmtiatriða sem þar voru í boði var unglingahljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit S.G. Þessi hljómsveit S.G. (Hljómsveit Sveins Guðjónssonar) var skipið ungum tónlistarmönnum á aldrinum 14 til 16 ára og var sá yngsti í hópnum titlaður hljómsveitarstjóri hennar en það var Sveinn Guðjónsson…

Hljómsveit S.G.T. (1937-43)

Hljómsveit starfaði á árunum 1937 til 1943 undir nafninu Hljómsveit S.G.T. (Hljómsveit SGT) en það er skammstöfun fyrir Skemmtifélag Góðtemplara, erfitt er að segja til um hvort hér sé um eina eða margar hljómsveitir að ræða því hún er húshljómsveit sem lék í Góðtemplarahúsinu (Gúttó við Tjörnina), en líklegt hlýtur að teljast að um sé…

Hljómsveit Sigmundar Júlíussonar (1973-74)

Sigmundur Júlíusson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum en hún var húshljómsveit í Þórscafe frá því um vorið 1973 fram á haustið 1974. Engar frekari upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar fyrir utan að Sigmundur lék á harmonikku en Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) söng með sveitinni líklega mest allan tímann…

Hljómsveit Siggu Guðna (2004)

Söngkonan Sigga Guðna (Sigríður Guðnadóttir) kom fram með eigin hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Siggu Guðna á fjölskylduskemmtun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum síðla sumars 2004. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan, hvort hún var sett saman fyrir þessa einu uppákomu eða hvort hún á sér lengri sögu en óskað er…

Hljómsveit Sigrúnar Grendal (1996)

Vorið 1996 fór sönghópurinn Móðir Jörð um höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina með tónleikaröð en með hópnum lék tríó sem kennt var við píanóleikara hennar Sigrúnar Grendal, meðlimir sveitarinnar voru auk Sigrúnar þeir Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Jón Steinþórsson (Jón skuggi) bassaleikari. Sveitin virðist eingöngu hafa starfað í tengslum við þessa tónleika Móður Jarðar.

Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar en sveit með því nafni lék á þorrablóti alþýðubandalagsins árið 1994 sem haldið var í Kópavogi. Hér er því óskað upplýsinga um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir eiga heima í umfjölluninni.

Afmælisbörn 27. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er sextug og fagnar því stórafmæli í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og níu ára gömul á þessum degi,…

Afmælisbörn 26. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er fertugur og fagnar því stórafmæli í dag. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni…

Afmælisbörn 25. nóvember 2024

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…

Afmælisbörn 24. nóvember 2024

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile fagnar sextugs afmæli í dag. Hann er líkast til þekktastur fyrir veru sína í Todmobile sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en hann starfrækti einnig dúettinn Bong. Áður hafði hann verið í sveitum eins og Kolossus-band og Tappa…

Afmælisbörn 23. nóvember 2024

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma á stórafmæli en hann er áttræður á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sjötíu og eins árs í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra, auk…

Afmælisbörn 21. nóvember 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og níu ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Hljómsveit Pálma Gunnarssonar [1] (1973-76)

Saga Hljómsveitar Pálma Gunnarssonar er um leið forsaga hljómsveitarinnar Mannakorna en fyrsta plata hennar kom út í nafni hljómsveitar Pálma, það var ekki fyrr en síðan að hún hlaut nafnið Mannakorn. Þessi forsaga Mannakorna er þó raunar enn lengri því að um nokkurra ára skeið hafði starfað hljómsveit undir nafninu Lísa (og reyndar stundum Lísa…

Hljómsveit Pálma Gunnarssonar [1] – Efni á plötum

Hljómsveit Pálma Gunnarssonar – Mannakorn Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar / Alda music Útgáfunúmer: Parlophone MOAK 34 / IT 028 / AMLP 062 Ár: 1976 / 2000 / 2019 1. Einn tveir þrír 2. Blues í G 3. Einbúinn 4. Kontóristinn 5. Ónæði 6. Róninn 7. Lilla Jóns 8. Ó þú 9. Komdu í partí…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Hljómsveit Reykjavíkur [1] (1920-24)

Hljómsveit Reykjavíkur hin fyrsta starfaði á fyrri hluta þriðja áratugs síðustu aldar og var ein fyrsta ef ekki allra fyrsta tilraun Íslendinga til að halda úti hljómsveit sem lék klassíska tónlist. Árið 1920 stóð til að konungur Íslands, Kristján X kæmi hingað til lands í heimsókn og af því tilefni var sveitin stofnuð af Þórarni…

Hljómsveit Reykjavíkur [3] (1993)

Haustið 1993 starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur, hún var sett sérstaklega saman til að leika á viðhafnardansleik í Perlunni í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar en viðburðurinn var á vegum tónlistarráðs. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu stór sveitin var eða hvort hún…

Hljómsveit Reynis Jónassonar (1964-2002)

Harmonikkuleikarinn Reynir Jónasson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni og af ýmsu tagi á sínum tíma en sú sveit sem starfaði lengst var starfrækt yfir einn vetur. Reynir sem upphaflega kom reyndar úr Suður-Þingeyjarsýslu, hafði flust norður til Húsavíkur árið 1963 þar sem hann gegndi m.a. starfi organista og kórstjóra við Húsavíkurkirkju en hann starfrækti…

Hljómsveit Reynis Schiöth (1964)

Reynir Schiöth starfrækti hljómsveit á Akureyri í eigin nafni sumarið 1964 en sveitin lék þá á dansleik, einum eða fleiri í Vaglaskógi. Engar upplýsingar er að hafa um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en Reynir sjálfur er píanó- og harmonikkuleikari – frekari upplýsingar óskast um þessa sveit

Hljómsveit Róberts Arnfinnssonar (1949)

Leikarinn góðkunni Róbert Arnfinnsson var einnig tónlistarmaður og lék með hljómsveitum á sínum yngri árum en söng jafnframt inn á nokkrar plötur þegar hann varð eldri. Hann starfrækti hljómsveit í eigin nafni sem lék að minnsta kosti einu sinni opinberlega en það var á dansleik Æskulýðsfylkingarinnar sem haldinn var í Vík í Mýrdal snemma sumars…

Hljómsveit Róberts Nikulássonar (um 1970-2010)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Róbert Nikulásson á Vopnafirði starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævina, líklega þá fyrstu nokkru fyrir 1970 og allt til 2010 – það var þó líklega fjarri því að vera samfleytt. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsta hljómsveit Róberts starfaði en ekki mun hafa verið tiltækt trommusett fyrir trommuleikara sveitarinnar svo það var einfaldlega smíðað…

Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar (1960-61)

Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61 og lék eitthvað á samkomum innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Hallgrímur Hallgrímsson, Ellert Karlsson trompetleikari (síðar kunnur útsetjari og lúðrasveitastjórnandi), Svavar Sigmundsson trommuleikari, Arnar Einarsson gítarleikari og Hafþór Guðjónsson gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað þennan eina vetur.  

Afmælisbörn 20. nóvember 2024

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og fimm ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…

Afmælisbörn 19. nóvember 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Hér er fyrst nefndur gítarleikarinn Trausti Thorberg en hann lést árið 2021. Trausti (fæddur 1927) lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar sveitar. Trausti…

Afmælisbörn 18. nóvember 2024

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og sex ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja…

Afmælisbörn 15. nóvember 2024

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er sextíu og fjögurra ára gamall. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade og Loðinni rottu. Hann hefur einnig gefið út sólóplötu og hefur skotið upp kollinum bæði í Landslagskeppninni…

Afmælisbörn 14. nóvember 2024

Fjórir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Hip hop tónlistarmaðurinn Ársæll…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1952-69)

Óskar Guðmundsson á Selfossi rak um árabil vinsæla danshljómsveit sem lék á hundruðum dansleikja í Árnes- og Rangárvallasýslum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hróður sveitarinnar barst reyndar mun víðar og hún fór stundum út fyrir yfirráðasvæði sitt á Suðurlandi og lék þá í öðrum landsfjórðungum. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar var stofnuð árið 1952 og…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar – Efni á plötum

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: HÚ 501 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1968 / 2004 1. Á vængjum söngsins 2. Silungurinn 3. Unga snót 4. Ó, blessuð vertu sumarsól 5. Jónsmessunótt 6. Litfríð og ljóshærð 7. Hjarðsveinasöngur 8. Sofðu rótt 9. Ég sá mömmu kyssa…

Hljómsveitakeppnin Bæjarbandið [tónlistarviðburður] (2015-16)

Í tvígang, 2015 og 2016 var haldin hljómsveitakeppni í tengslum við hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Keppnin var haldin í samstarfi íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar og Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar undir yfirskriftinni Bæjarbandið. Fyrra árið 2015 sigraði hljómsveitin AKA sinfónían keppnina en ári síðar bar hljómsveitin At breakpoint sigur…

Hljómsveitakeppnin Hraunrokk [tónlistarviðburður] (2006-12)

Hljómsveitakeppni var haldin í Hafnarfirði um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld, keppnin var haldin í nafni félagsmiðstöðvarinnar Hrauns og bar nafnið Hraunrokk en allar félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði stóðu líklega að keppninni. Hraunrokk var að öllum líkindum haldin fyrst árið 2006 og sigraði þá hljómsveitin Fóbía, Própanól varð í öðru sæti og Fnykur hafnaði…

Hljómsveitakeppnin Þorskastríðið [tónlistarviðburður] (2008-10)

Hljómsveitakeppni var haldin á vegum útgáfufyrirtækisins Cod music í þrígang á árunum 2008 til 2010, sigurvegarar keppninnar hlutu að launum útgáfusamning hjá Cod music. Vorið 2007 hafði veftímaritið getrvk.com staðið fyrir Hljómsveitasveitinni Krúnk í Iðnó í samstarfi við Apple á Íslandi, Ölgerðina Egil Skallagrímsson og Cod music þar sem fyrstu verðlaunin voru útgáfusamningur og hljóðverstímar…

Hljómsveit Páls Helgasonar (1966-67)

Hljómsveit Páls Helgasonar starfaði veturinn 1966-67 á Akureyri en hún mun hafa verið húshljómsveit þá á Hótel KEA. Ekki liggja fyrir neinar frekari upplýsingar um sveitina aðrar en þær að Helena Eyjólfsdóttir söng með henni, og að öllum líkindum var Páll sjálfur bassaleikari. Þegar Helena hætti til að taka við starfi Erlu Stefánsdóttur í Hljómsveit…

Hljómsveit Péturs Bernburg (1933-40 / 1946)

Pétur Vilhelm Bernburg starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið – Hljómsveit Péturs Bernburg (stundum Hljómsveit Pjeturs Bernburg) en sveitin gekk einnig um tíma undir nafninu Sumarhljómsveitin er hún lék á skemmtunum og útidansleikjum að Eiði við Gufunes en það var vinsæll samkomustaður sem Heimdellingar komu á fót á fjórða áratugnum. Hljómsveit Péturs…

Hljómsveit Péturs Péturssonar (1988)

Hljómsveit Péturs Pétursson lék í fáein skipti á skemmtistað í Kópavogi haustið 1988. Engin frekari deili er að finna um þessa sveit en Pétur sá sem sveitin er kennd við gæti hafa verið hljómborðsleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Pétur og hljómsveit hans, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma og annað sem heima ætti í…

Hljómsveit Péturs Víglundssonar (1974-75)

Skagfirðingurinn Pétur Víglundsson starfrækti hljómsveit á árunum 1974 og 75 að minnsta kosti, undir nafninu Hljómsveit Péturs Víglundssonar. Sveit þessi mun hafa leikið á dansleikjum á svæðinu en engar frekari upplýsingar er að finna um hana aðrar en að Pétur var harmonikkuleikari, og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.Hl

Hljómsveit prentara (um 1955)

Fjölmargir prentarar störfuðu sem tónlistarmenn á sínum tíma og reyndar virðist hafa verið vinsælt meðal tónlistarmanna að læra prentiðnina enda hafi það samræmst ágætlega m.t.t. vinnutíma og slíks. Meðal prentara í tónlistargeiranum á þessum tíma má nefna nöfn eins og Skapta Ólafsson, Hauk Morthens, Magnús Ingimarsson, Viðar Alfreðsson, Harald Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Braga Einarsson og…

Hljómsveit Reykjaskóla (1962-64)

Hljómsveitir voru oft starfræktar við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og voru líklega iðulega kallaðar Skólahljómsveit Reykjaskóla. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær fyrsta hljómsveitin starfaði við skólann, hugsanlega undir lok sjötta áratugarins en fyrsta staðfesta sveitin starfaði þar veturinn 1962-63, Þórir Steingrímsson trommuleikari (og síðar upptökumaður) var þar titlaður hljómsveitarstjóri en aðrir meðlimir voru Gunnar…