Iceland Airwaves 2024 brestur á

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er nú í þann mund hefjast í 25. skipti en hátíðin hefur verið hluti af reykvísku tónlistarlífi síðan 1999 þegar hún var haldin í fyrsta sinn í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Hátíðin verður sett á morgun, fimmtudag og mun standa fram á sunnudag en fyrstu viðburðirnir eru reyndar á dagskrá strax í dag.…

Hljómsveit Ólafs Gauks (1954-65 / 1970-2002)

Gítarleikarinn Ólafur Gaukur Þórhallsson starfrækti hljómsveitir svo að segja samfleytt frá því um 1950 og allt til 1985 en þó þeim mun lengur séu allar hans sveitir með taldar. Hans fyrsta sveit var Tríó Ólafs Gauks sem er fjallað um í sér umfjöllun annars staðar á Glatkistunni en sú sveit hafði verið stofnuð 1948, hún…

Hljómsveit Ólafs Gauks – Efni á plötum

Svanhildur og Hljómsveit Ólafs Gauks – Ég skal bíða þín / Þú ert minn súkkulaði-ís [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 559 Ár: 1971 1. Ég skal bíða þín 2. Þú ert minn súkkulaði-ís Flytjendur: Svanhildur Jakobsdóttir – söngur Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Svanhildur Jakobsdóttir – Ég kann mér ekki læti Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG –…

Hljómsveit Ólafs Péturssonar (1949-53)

Harmonikkuleikarinn Ólafur Pétursson starfrækti um og upp úr 1950 hljómsveit í eigin nafni sem lék á nokkrum dansleikjum. Fyrstu heimildir um hljómsveit í nafni Ólafs eru frá 1949 en þá lék sveit hans í fáein skipti ásamt fleiri sveitum í Breiðfirðingabúð og Mjólkurstöðinni. Tveimur árum síðar lék sveit undir hans stjórn á djassuppákomu og 1953…

Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar (1993 / 2003)

Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) starfrækti hljómsveit í eigin nafni vorið 1993 en þá var sett á svið sýning á Hótel Selfossi sem bar heitið Leikur að vonum, hún var byggð á tónlist Ólafs og var uppistaðan að einhverju leyti lög sem hann hafði samið fyrir hljómsveitina Mána. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í nokkur…

Hljómsveit Ómars Diðrikssonar (1996-)

Trúbadorinn Ómar Diðriksson hefur starfrækt hljómsveitir í gegnum árum og meðal annars var hann með sveit í eigin nafni undir lok síðustu aldar og í byrjun þessarar. Á árunum 1996 og 97 starfaði sveit undir nafninu Hljómsveit Ómars Diðrikssonar og lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar en hún var í einhverjum tilfellum einnig kölluð…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar (1989)

Haustið 1989 kom fram harmonikkuhljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar en hún lék í fáein skipti á dansleikjum Eldridansaklúbbsins Eldingar. Engin frekari deili er að finna á þessari sveit, hverjir skipuðu hana aðrir en Óskar og Þorvaldur – Þorvaldur var þekktur harmonikkuleikari en ekki liggur fyrir hver Óskar var, hér…

Hljómsveit Óskars Ósberg (1946-50)

Hljómsveit Óskars Ósberg (einnig nefnd Danshljómsveit Óskars Ósberg) var þekkt í skemmtanalífinu á Akureyri um miðja síðustu öld en þessi sveit virðist hafa starfað á árunum 1946 til 1950 að minnsta kosti, lék þá víða í samkomuhúsum Akureyrar og var líklega um tíma húshljómsveit á Hótel KEA – sveitin fór einnig til að leika á…

Hljómsveit Pálma Gunnarssonar [2] (1987-)

Söngvarinn og bassaleikarinn góðkunni Pálmi Gunnarsson hefur starfrækt nokkrar hljómsveitir í gegnum tíðina í eigin nafni, sú fyrsta var reyndar starfandi á fyrri hluta áttunda áratugarins og fær sér umfjöllun hér á síðunni en sú sveit hlaut síðar nafnið Mannakorn. Af síðari hljómsveitum Pálma ber hér fyrst að nefna tríó sem hann var með haustið…

Hljómsveit Pálma Pálmasonar (1931-53)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði í Íslendingabyggðum í Winnipeg í Kanada um tuttugu ára skeið á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Pálma Pálmasonar. Fyrir liggur að sveitin starfaði fyrst árið 1931 og 32 og lék þá á skemmtunum Vestur-Íslendinga bæði á 17. júní og Íslendingahátíðum…

Hljómsveit Páls Dalman (1938)

Hljómsveit Páls Dalman starfaði í fáeina mánuði á Hótel Borg vorið og sumarið 1938. Svo virðist sem Páll Dalman hafi komið hingað til lands í mars 1938 frá Englandi ásamt tveimur enskum hljóðfæraleikurum en sjálfur var Páll af vestur-íslenskum ættum og hafði búið í Winnipeg, hann var trompetleikari en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri…

Afmælisbörn 6. nóvember 2024

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen fagnar sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði Júníusdóttur en…