Myndasyrpa 3 frá Airwaves 2024

Þriðja og síðasta myndasyrpan frá Iceland Airwaves er nú komin á Facebook-síðu Glatkistunnar og að þessu sinni er um að ræða myndir frá laugardagskvöldinu. Airwaves hefur nú verið í gangi síðan á miðvikudaginn með fjölda uppákoma um allan miðbæ Reykjavíkur (og víðar), hátíðin var sett á fimmtudaginn og síðan þá hefur verið stanslaus tónlistarveisla en…

Myndasyrpa 2 frá Airwaves 2024

Glatkistan var á ferðinni með myndavélina á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni á föstudagskvöldið og má sjá hluta afrakstursins á Facebook síðu Glatkistunnar – meðal þess sem var á boðstólum það kvöld má nefna Úlf Úlf, Pétur Ben, Flott, Teit Magnússon og Klemens Hannigan.

Afmælisbörn 10. nóvember 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítar- og harmonikkuleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og átta ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk…