Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1952-69)

Óskar Guðmundsson á Selfossi rak um árabil vinsæla danshljómsveit sem lék á hundruðum dansleikja í Árnes- og Rangárvallasýslum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hróður sveitarinnar barst reyndar mun víðar og hún fór stundum út fyrir yfirráðasvæði sitt á Suðurlandi og lék þá í öðrum landsfjórðungum. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar var stofnuð árið 1952 og…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar – Efni á plötum

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: HÚ 501 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1968 / 2004 1. Á vængjum söngsins 2. Silungurinn 3. Unga snót 4. Ó, blessuð vertu sumarsól 5. Jónsmessunótt 6. Litfríð og ljóshærð 7. Hjarðsveinasöngur 8. Sofðu rótt 9. Ég sá mömmu kyssa…

Hljómsveitakeppnin Bæjarbandið [tónlistarviðburður] (2015-16)

Í tvígang, 2015 og 2016 var haldin hljómsveitakeppni í tengslum við hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Keppnin var haldin í samstarfi íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar og Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar undir yfirskriftinni Bæjarbandið. Fyrra árið 2015 sigraði hljómsveitin AKA sinfónían keppnina en ári síðar bar hljómsveitin At breakpoint sigur…

Hljómsveitakeppnin Hraunrokk [tónlistarviðburður] (2006-12)

Hljómsveitakeppni var haldin í Hafnarfirði um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld, keppnin var haldin í nafni félagsmiðstöðvarinnar Hrauns og bar nafnið Hraunrokk en allar félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði stóðu líklega að keppninni. Hraunrokk var að öllum líkindum haldin fyrst árið 2006 og sigraði þá hljómsveitin Fóbía, Própanól varð í öðru sæti og Fnykur hafnaði…

Hljómsveitakeppnin Þorskastríðið [tónlistarviðburður] (2008-10)

Hljómsveitakeppni var haldin á vegum útgáfufyrirtækisins Cod music í þrígang á árunum 2008 til 2010, sigurvegarar keppninnar hlutu að launum útgáfusamning hjá Cod music. Vorið 2007 hafði veftímaritið getrvk.com staðið fyrir Hljómsveitasveitinni Krúnk í Iðnó í samstarfi við Apple á Íslandi, Ölgerðina Egil Skallagrímsson og Cod music þar sem fyrstu verðlaunin voru útgáfusamningur og hljóðverstímar…

Hljómsveit Páls Helgasonar (1966-67)

Hljómsveit Páls Helgasonar starfaði veturinn 1966-67 á Akureyri en hún mun hafa verið húshljómsveit þá á Hótel KEA. Ekki liggja fyrir neinar frekari upplýsingar um sveitina aðrar en þær að Helena Eyjólfsdóttir söng með henni, og að öllum líkindum var Páll sjálfur bassaleikari. Þegar Helena hætti til að taka við starfi Erlu Stefánsdóttur í Hljómsveit…

Hljómsveit Péturs Bernburg (1933-40 / 1946)

Pétur Vilhelm Bernburg starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið – Hljómsveit Péturs Bernburg (stundum Hljómsveit Pjeturs Bernburg) en sveitin gekk einnig um tíma undir nafninu Sumarhljómsveitin er hún lék á skemmtunum og útidansleikjum að Eiði við Gufunes en það var vinsæll samkomustaður sem Heimdellingar komu á fót á fjórða áratugnum. Hljómsveit Péturs…

Hljómsveit Péturs Péturssonar (1988)

Hljómsveit Péturs Pétursson lék í fáein skipti á skemmtistað í Kópavogi haustið 1988. Engin frekari deili er að finna um þessa sveit en Pétur sá sem sveitin er kennd við gæti hafa verið hljómborðsleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Pétur og hljómsveit hans, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma og annað sem heima ætti í…

Hljómsveit Péturs Víglundssonar (1974-75)

Skagfirðingurinn Pétur Víglundsson starfrækti hljómsveit á árunum 1974 og 75 að minnsta kosti, undir nafninu Hljómsveit Péturs Víglundssonar. Sveit þessi mun hafa leikið á dansleikjum á svæðinu en engar frekari upplýsingar er að finna um hana aðrar en að Pétur var harmonikkuleikari, og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.Hl

Hljómsveit prentara (um 1955)

Fjölmargir prentarar störfuðu sem tónlistarmenn á sínum tíma og reyndar virðist hafa verið vinsælt meðal tónlistarmanna að læra prentiðnina enda hafi það samræmst ágætlega m.t.t. vinnutíma og slíks. Meðal prentara í tónlistargeiranum á þessum tíma má nefna nöfn eins og Skapta Ólafsson, Hauk Morthens, Magnús Ingimarsson, Viðar Alfreðsson, Harald Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Braga Einarsson og…

Hljómsveit Reykjaskóla (1962-64)

Hljómsveitir voru oft starfræktar við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og voru líklega iðulega kallaðar Skólahljómsveit Reykjaskóla. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær fyrsta hljómsveitin starfaði við skólann, hugsanlega undir lok sjötta áratugarins en fyrsta staðfesta sveitin starfaði þar veturinn 1962-63, Þórir Steingrímsson trommuleikari (og síðar upptökumaður) var þar titlaður hljómsveitarstjóri en aðrir meðlimir voru Gunnar…

Afmælisbörn 13. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru sex að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og níu ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…