Hljómsveit Pálma Gunnarssonar [1] (1973-76)

Saga Hljómsveitar Pálma Gunnarssonar er um leið forsaga hljómsveitarinnar Mannakorna en fyrsta plata hennar kom út í nafni hljómsveitar Pálma, það var ekki fyrr en síðan að hún hlaut nafnið Mannakorn. Þessi forsaga Mannakorna er þó raunar enn lengri því að um nokkurra ára skeið hafði starfað hljómsveit undir nafninu Lísa (og reyndar stundum Lísa…

Hljómsveit Pálma Gunnarssonar [1] – Efni á plötum

Hljómsveit Pálma Gunnarssonar – Mannakorn Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar / Alda music Útgáfunúmer: Parlophone MOAK 34 / IT 028 / AMLP 062 Ár: 1976 / 2000 / 2019 1. Einn tveir þrír 2. Blues í G 3. Einbúinn 4. Kontóristinn 5. Ónæði 6. Róninn 7. Lilla Jóns 8. Ó þú 9. Komdu í partí…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Hljómsveit Reykjavíkur [1] (1920-24)

Hljómsveit Reykjavíkur hin fyrsta starfaði á fyrri hluta þriðja áratugs síðustu aldar og var ein fyrsta ef ekki allra fyrsta tilraun Íslendinga til að halda úti hljómsveit sem lék klassíska tónlist. Árið 1920 stóð til að konungur Íslands, Kristján X kæmi hingað til lands í heimsókn og af því tilefni var sveitin stofnuð af Þórarni…

Hljómsveit Reykjavíkur [3] (1993)

Haustið 1993 starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur, hún var sett sérstaklega saman til að leika á viðhafnardansleik í Perlunni í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar en viðburðurinn var á vegum tónlistarráðs. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu stór sveitin var eða hvort hún…

Hljómsveit Reynis Jónassonar (1964-2002)

Harmonikkuleikarinn Reynir Jónasson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni og af ýmsu tagi á sínum tíma en sú sveit sem starfaði lengst var starfrækt yfir einn vetur. Reynir sem upphaflega kom reyndar úr Suður-Þingeyjarsýslu, hafði flust norður til Húsavíkur árið 1963 þar sem hann gegndi m.a. starfi organista og kórstjóra við Húsavíkurkirkju en hann starfrækti…

Hljómsveit Reynis Schiöth (1964)

Reynir Schiöth starfrækti hljómsveit á Akureyri í eigin nafni sumarið 1964 en sveitin lék þá á dansleik, einum eða fleiri í Vaglaskógi. Engar upplýsingar er að hafa um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en Reynir sjálfur er píanó- og harmonikkuleikari – frekari upplýsingar óskast um þessa sveit

Hljómsveit Róberts Arnfinnssonar (1949)

Leikarinn góðkunni Róbert Arnfinnsson var einnig tónlistarmaður og lék með hljómsveitum á sínum yngri árum en söng jafnframt inn á nokkrar plötur þegar hann varð eldri. Hann starfrækti hljómsveit í eigin nafni sem lék að minnsta kosti einu sinni opinberlega en það var á dansleik Æskulýðsfylkingarinnar sem haldinn var í Vík í Mýrdal snemma sumars…

Hljómsveit Róberts Nikulássonar (um 1970-2010)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Róbert Nikulásson á Vopnafirði starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævina, líklega þá fyrstu nokkru fyrir 1970 og allt til 2010 – það var þó líklega fjarri því að vera samfleytt. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsta hljómsveit Róberts starfaði en ekki mun hafa verið tiltækt trommusett fyrir trommuleikara sveitarinnar svo það var einfaldlega smíðað…

Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar (1960-61)

Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61 og lék eitthvað á samkomum innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Hallgrímur Hallgrímsson, Ellert Karlsson trompetleikari (síðar kunnur útsetjari og lúðrasveitastjórnandi), Svavar Sigmundsson trommuleikari, Arnar Einarsson gítarleikari og Hafþór Guðjónsson gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað þennan eina vetur.  

Afmælisbörn 20. nóvember 2024

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og fimm ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…