Hljómsveit Reykjavíkur [2] (1925-47)

Hljómsveit hafði verið sett á laggirnar í tengslum við konungskomu Kristjáns X árið 1921, undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur og hafði sú sveit starfað í fáein ár við kröpp kjör áður en hún lognaðist endanlega útaf haustið 1924. Þessi sveit hafði verið sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en um var að ræða litla sinfóníuhljómsveit – um…

Hljómsveit Reykjavíkur [2] – Efni á plötum

Hljómsveit Reykjavíkur – Ó, guð vors lands / Lofsöngur til íslenskrar tungu [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1035 Ár: 1930 1. Ó, Guð vors lands 2. Lofsöngur til íslenskrar tungu Flytjendur: Hljómsveit Reykjavíkur – leikur undir stjórn Franz Mixa

Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar (1976-82)

Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar starfaði um nokkurra ára skeið og sérhæfði sig í gömlu dönsunum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 82 en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, hér var þó líklega um að ræða Hreiðar Guðjónsson trommuleikara en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar. Hljómsveitin var tengd Árnesingakórnum og…

Hljómsveit Sigrúnar Jónsdóttur (1960)

Sigrún Jónsdóttir var meðal þekktustu söngkvenna Íslands á sjötta áratug síðustu aldar og hafði þá sungið stórsmelli á borð við Fjóra káta þresti og Lukta-Gvend Hún hafði um tíma starfað með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en þegar sú sveit hætti störfum vorið 1960 varð úr að Sigrún tók við stjórn hljómsveitarinnar af Magnúsi, og hlaut sveitin…

Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar (1966-67)

Hljómsveit var starfandi veturinn 1966-67 í Suður-Þingeyjarsýslu, hugsanlega á Húsavík og að öllum líkindum undir stjórn Sigurðar Friðrikssonar (Sidda) harmonikku- og orgelleikara – hér er því giskað á að sveitin hafi borið nafn hans, Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar eða jafnvel Tríó Sigurðar Friðrikssonar. Með Sigurði störfuðu í hljómsveitinni Páll Friðriksson (bróðir Sigurðar) og Illugi Þórarinsson, engar…

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar [1] (1961)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar sem starfaði árið 1961 og lék þá á 17. júní dansleik í Vestmannaeyjum. Líklegt er að þessi Sigurður Guðmundsson hafi verið Vestmannaeyingurinn Siggi á Háeyri en hann var kunnur tónlistarmaður í Eyjum og trommuleikari, ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu þessa sveit eða hver hljóðfæraskipan hennar var…

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar [2] (1973)

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar lék um tíma á Veitingahúsinu við Lækjarteig á fyrsta þriðjungi ársins 1973 en sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um þessa sveit, hverjir skipuðu hana eða um hljóðfæraskipan hennar en hér með er óskað eftir þeim.

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar (1951-55)

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar á Akureyri starfaði á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar, fyrst árið 1951 og svo aftur 1955 – ekkert bendir til að þessi sveit hafi starfað samfleytt á þessum árum. Árið 1951 lék sveit Sigurðar að minnsta kosti tvívegis á dansleikjum í Hrafnagili í Eyjafirði, en hún var töluvert virkari fjórum árum…

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar (1958-65)

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar, einnig nefnd Hljómsveit S.Ó. og um tíma S.Ó. og Einar, starfaði í Vestmannaeyjum við töluverðar vinsældir um og eftir 1960. Sveitin var skipuð ungum tónlistarmönnum en tónlistarlífið í Eyjum var öflugt á þeim tíma sem endanær. Sigurður Óskarsson stofnaði hljómsveit sína árið 1958 en hann var þá einungis fjórtán ára og hafði…

Hljómsveit Sigurðar Sigurðssonar (1985)

Harmonikkuleikarinn Sigurður Sigurðsson (Diddi á Landamóti) starfrækti hljómsveit árið 1985 sem lék á landsmóti alþýðubandalagsins á Akureyri, undir nafninu Hljómsveit Sigurðar Sigurðssonar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim.

Hljómsveit Sigurðar V. Jónssonar (1956)

Harmonikku- og trommuleikarinn Sigurður Valgarður Jónsson (Siggi Valli) starfrækti hljómsveit á Akureyri sumarið 1956 en þá lék sveit hans, Hljómsveit Sigurðar V. Jónssonar fyrir dansi á útidansleik á Ráðhústorginu. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um þessa hljómsveit, um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum. Sigurður…

Afmælisbörn 4. desember 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…