Hot ice [1] (1978)

Hot ice var tríó eða samstarfsverkefni sem Björgvin Halldórsson vann að ásamt Shady Owens og Magnúsi Þóri Sigmundssyni og var liður í að koma Björgvini á framfæri utan Íslands. Gerður var samningur við þýska útgáfufyrirtækið Ariola um útgáfu tveggja laga smáskífu í Bretlandi en á henni var að finna lögin Casanova Jones og Disco energy,…

Hot damn! (2004-05)

Dúettinn Hot! damn starfaði um tveggja ára skeið laust eftir síðustu aldamót og sendi frá sér eina skífu þar sem lagið Hot damn, that woman is a man sló í gegn og naut töluverðra vinsælda. Hot damn! kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 2004 en dúettinn var skipaður gítarleikaranum Smára Tarfi Jósepssyni sem þá hafði…

Hot damn! – Efni á plötum

Hot Damn! – The big’n’ Nasty Groove’o Mutha Útgefandi: RufRat Records Útgáfunúmer: RRR001 Ár: 2005 1. Hot damn, that woman is a man 2. Butt bumpin’ boogie 3. Tag along (ásamt Bubba) 4. I got you 5. Mustache Sally 6. Who needs a drummer? 7. Rokk piss 8. Almost over 9. Together as one Flytjendur:…

Hot ice – Efni á plötum

Hot Ice – Casanova Jones / Disco energy [ep] #MYND# Útgefandi: Ariola Útgáfunúmer: ARO 123 Ár: 1978 1. Casanova Jones 2. Disco energy Flytjendur: Björgvin Halldórsson – söngur Shady Owens – söngur Magnús Þór Sigmundsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]                          …

Hljómsveit Stefáns Pedersen (1958-59)

Stefán Pedersen harmonikkuleikari, sem reyndar var þekktari sem ljósmyndari á Sauðárkróki starfrækti veturinn 1958-59 hljómsveit í eigin nafni en líklega starfaði sú sveit eitthvað lengur. Hljómsveit Stefáns Pedersen lék m.a. á dansleik snemma árs 1959 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvorki meðlima- né hljóðfæraskipan hennar, og er því hér með…

Hljómsveit Stefáns Péturssonar (1984-86)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Stefáns Péturssonar sem virðist hafa starfað á árunum 1984 til 86. Á þeim árum lék sveit með því nafni í nokkur skipti, m.a. á árshátíð sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og við vígslu félagsheimilis austur í Vestur-Skaftafellssýslu. Hvergi er að finna nein frekari deili á þessari hljómsveit, s.s. meðlima- eða hljóðfæraskipan hennar og…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Steindórs (1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um harmonikkusveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Steindórs en sú sveit var meðal skemmtiatriða á Degi harmonikunnar á Hótel Borg í mars 1998. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, gert er ráð fyrir að Steindór þessi hafi verið harmonikkuleikari en ekkert annað liggur fyrir um hann eða hljómsveit…

Hljómsveit Steingríms Guðmundssonar (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Steingríms Guðmundssonar en hún lék á Skiphóli í Hafnafirði árið 1970 og var hugsanlega gömludansasveit. Ekkert annað er að finna um þessa hljómsveit, hvorki um meðlimi hennar né hljóðskipan.

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar (1949-50)

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar píanóleikara (einnig stundum nefnd Sextett Steinþórs Steingrímssonar) starfaði í nokkra mánuði veturinn 1949-50 og lék þá líklega eingöngu í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, mannabreytingar settu svip á sveitina þann skamma tíma sem hún starfaði. Sveitin var stofnuð um haustið 1949 og kom fyrst fram á dansleikjum í Mjólkurstöðinni í október, meðlimir hennar í…

Hljómsveit strætisvagnabílstjóra (1952)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit strætisvagnabílstjóra en hún var starfrækt vorið 1952, hún lék þá á dansleik í Hlégarði í Mosfellssveit sem haldin var á vegum félaganna Sjálfsvörn í Reykjavík og Berklavörn í Reykjavík. Allar frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.sve

Afmælisbörn 18. desember 2024

Í dag eru þrjú nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig starfað með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…