Afmælisbörn 31. janúar 2025

Á þessum degi koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og átta ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2025

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á…

Hnotubrjótarnir (2009-11)

Tvíeykið Hnotubrjótarnir starfaði í raun ekki sem hljómsveit þótt það kæmi reyndar einu sinni fram opinberlega en um var að ræða tónlistarsamstarf þeirra Heimis Más Péturssonar og Þórs Eldon, þeir sendu frá sér eina plötu. Heimir Már hafði verið í tónlist á sínum yngri árum og starfað þá með hljómsveitinni Reflex sem keppti í fyrstu…

Homo and the sapiens (2011-17)

Hljómsveitin Homo and the sapiens var um skeið eins konar húshljómsveit á Ob-la-di-ob-la-da við Frakkastíg en sveitin ku mestmegnis hafa leikið þar tónlist frá bítlaárunum, sveitin lék þó þar ekki eingöngu. Homo and the sapiens virðist hafa starfað á árunum 2011 til 2017 en gæti þó auðvitað hafa verið til lengur, átta laga skífan Fyrir…

Homo and the sapiens – Efni á plötum

Homo and the sapiens – Fyrir Braga Útgefandi: Jón Magnús Einarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2022 1. Apart 2. Sad and lonely 3. Beer 4. Bitch 5. Early spring 6. Restless soul 7. Sweet song 8. Too late Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Hnotubrjótarnir – Efni á plötum

Hnotubrjótarnir – Leiðin til KópaskersÚtgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM162CD Ár: 2011 1. Tíminn líður 2. Vor í Vaglaskógi 3. Sjáðu heiminn 4. Ef þú ferð í dag 5. Að takmörkuðu leyti 6. Myrkir atburðir 7. Herra konungur 8. Ástin er 9. Hér er ég 10. Taka fjögur Flytjendur: Heimir Már Pétursson – söngur Þór Eldon – gítar, hljómborð og forritun Vilberg…

Holiday foster (1985)

Þegar kántríhátíð var haldin í Kántrýbæ á Skagaströnd sumarið 1985 var kántrídúett auglýstur þar sem skemmtiatriði undir nafninu Holiday Foster, þar væri um að ræða tvo söngvara og hljóðfæraleikara af höfuðborgarsvæðinu og annar þeirra væri reyndar fæddur í „villta vestrinu“ í Bandaríkjunum eins og það var orðið – frekari upplýsingar er ekki að finna um…

Hollívúdd (2004)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hollívúdd (Hollywood) starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 2004, herjaði að einhverju leyti á ballmarkaðinn um sumarið og sendi frá sér lag á safnplötu. Hollívúdd kom fram á sjónarsviðið um vorið 2004, lék þá á Gauki á Stöng en þar kom leikarinn og söngvarinn Björgvin Franz Gíslason fram með sveitinni. Í…

Haraldur (2007)

Hljómsveit frá Selfossi gekk undir nafninu Haraldur, hún starfaði fyrr á þessari öld og lék það sem skilgreint hefur verið sem amerískt háskólarokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Sveinn Steinsson bassaleikari og Ásgeir Hólm Júlíusson trommuleikari. Þannig skipuð fór Haraldur í Músíktilraunir 2004 og 2007 en komst ekki áfram í úrslit…

Holmes (1999)

Holmes var skammlíf fönkhljómsveit sem starfaði haustið 1999 en nafn sveitarinnar á sér væntanlega skírskotun til klámmyndaleikarans John Holmes, sveitin virðist aðeins hafa leikið á einum tónleikum á skemmtistaðnum Glaumbar við Tryggvagötu. Meðlimir Holmes voru þeir Þorsteinn Sigurðsson saxófónleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Ingi Skúlason bassaleikari.

Homebreakers (2003-05)

Hljómsveit sem bar nafnið Homebreakers starfaði um skeið á höfuðborgarsvæðinu og lék í nokkur skipti opinberlega á árunum 2003 til 2005, sveitin sem að megninu til var skipað konum lék það sem skilgreint var sem kvennakántrí en svo mun finnskur tangó hafa tekið yfir. Meðlimir Homebreakers voru þau Olga [?] hljómborðsleikari, Riina Finnsdóttir gítarleikari, Elín…

Hommagormar og hippar í handbremsu (1989-90)

Á Húsavík starfaði í kringum 1990 rokksveit sem bar nafnið það sérstæða heiti Hommagormar og hippar í handbremsu en um það leyti stóð yfir nokkuð öflug pönkrokkvakning ungs tónlistarfólks fyrir norðan með heilmiklu tónleikahaldi á Akureyri og Húsavík sem leiddi af sér fjölda hljómsveita og kynslóð sem hefur síðan verið áberandi í íslenskri tónlist. Hommagormar…

Hommar (2009)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hommar var starfrækt árið 2009 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá verið starfandi. Meðlimir Homma voru allir Þingeyingar sem höfðu verið í sveitum eins og Ljótu hálfvitunum, Innvortis og fleiri böndum en það voru þeir Arngrímur Arnarson trommuleikari, bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir sem léku líklega á…

Homoz with tha homiez (2004)

Hljómsveitin Homoz with tha homiez (einnig ritað Homos and the homies) starfaði í nokkra mánuði árið 2004 og lék þá í nokkur skipti opinberlega á höfuðborgarsvæðinu – m.a. í tengslum við Gleðigönguna, sveitin var líklega cover band og er í fjölmiðlum sögð leika hip hop skotið þjóðlagapopp. Homoz with tha homiez hafði einhverjar rætur í…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] – Efni á plötum

Síðasta lag fyrir fréttir – ýmsir (x2) Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 107 Ár: 1993 1. Kristján Kristjánsson – Sáuð þið hana systur mína 2. Kristján Kristjánsson – Minning 3. Sigurður Birkis – Sofðu unga ástin mín 4. Sigurður Birkis – Taktu sorg mína 5. Guðrún Ágústsdóttir, Útvarpskórinn og útvarpshljómsveitin – Ave María (úr Dansinn í…

Afmælisbörn 29. janúar 2025

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og átta ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Afmælisbörn 28. janúar 2025

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og átta ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000, hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur en áður hafði hún sungið með hljómsveitinni…

Afmælisbörn 27. janúar 2025

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Afmælisbörn 26. janúar 2025

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Siggi Guðfinns eða Sigurður Kristinn Guðfinnsson…

Afmælisbörn 25. janúar 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2025

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og sjö ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Afmælisbörn 23. janúar 2025

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins er áttatíu og þriggja ára gömul í dag. Helena gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Hún söng jafnframt inn á fjölmargar plötur á söngferli…

Hlynur Þorsteinsson (1953-)

Hlynur Þorsteinsson læknir er það sem kalla mætti einyrki í tónlist þrátt fyrir að hann hafi starfað með fjölda hljómsveita sem gefið hafa út tugi platna, þær sveitir eiga það sameiginlegt að leika tónlist eftir hann. Hlynur (f. 1953) mun hafa eignast sinn fyrsta gítar um 17 ára aldur og fljótlega upp úr því farið…

Hlynur Þorsteinsson – Efni á plötum

Pósthúsið í Tuva – Berserkir & krossfarar Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ 001 CD Ár: 2002 1. Við félagarnir 2. Eðlilegur fórnarkostnaður 3. Pudle og Doberman 4. Hugrenningar hins lausráðna manns 5. Friðsemdarþankar um stríð 6. Fjölskylduróman 7. Sjúkraliðadagar 8. Vesenis blús 9. Frumvarp til laga 10. Skammdegisblús 11. Flórens 12. Spennufíkill 13. Toppurinn að…

Hlykkir (um 1965)

Á sjöunda áratug liðinnar aldar, líklega í kringum miðjan áratuginn var skólahljómsveit starfrækt á Ísafirði undir nafninu Hlykkir (hugsanlega er hún í einhverjum heimildum nefnd Hlekkir en Hlykkir er áreiðanlega rétta nafn sveitarinnar). Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Rúnar Vilbergsson trommuleikari (síðar Þursaflokkurinn o.fl.), Ólafur Guðmundsson söngvari (síðar í BG & Ingibjörg, Grafík o.fl.), Kristján Hermannsson…

Hljóp á snærið (1994-2016)

Hljómsveitin Hljóp á snærið starfaði um ríflega tuttugu ára skeið í Sandgerði, líklega þó ekki samfleytt en sveitin var lengi fastagestur á bæjarhátíðinni Sandgerðisdögum og lék reyndar víðar annars staðar um landið. Hljóp á snærið virðist hafa komið fram á sjónarsviðið fyrst í kringum 1994 og lék þá bæði í heimabæ sínum Sandgerði sem og…

Hlunkarnir (1993)

Tríóið Hlunkarnir starfaði í fáeina mánuði vorið og sumarið 1993 og lék þá á nokkrum tónleikum á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu með bland af frumsaminni tónlist og annarra. Hlunkarnir komu fyrst fram á Plúsnum við Vitastíg um vorið 1993 en það voru þeir Ómar Diðriksson og Guðni B. Einarsson gítarleikarar og Pétur Pétursson bassaleikari sem skipuðu…

Hljómvinir (2000-08)

Söngflokkur eða kór starfaði á Fljótsdalshéraði um og upp úr síðustu aldamótum undir nafninu Hljómvinir en gekk reyndar einnig undir nafninu Útmannasveitin undir það síðasta. Hljómvinir voru stofnaðir af því er virðist aldamótaárið 2000 og var Króatinn Suncanna Slamning stjórnandi kórsins alla tíð. Kórinn starfaði líklega ekki allt árið um kring heldur mun það hafa…

Hlynur Höskuldsson (1953-2023)

Tónlistarmaðurinn Hlynur Höskuldsson kom víða við á tónlistarferli sínum en hann starfaði með fjölda hljómsveita, Hlynur lét ekki fötlun í kjölfar alvarlegs slyss stöðva sig og vakti víðs vegar athygli sem einhenti bassaleikarinn. Hlynur var fæddur í árslok 1953 og var líklega um fjórtán ára gamall þegar hann hóf að leika með hljómsveitinni Raflost þar…

Hnakkarnir (2007)

Kántrísveitin Hnakkarnir var skammlíf hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 2007 en sveitin lék þá á fáeinum uppákomum s.s. á opnunarhátíð álversins á Reyðarfirði. Hnakkarnir munu hafa verið eins konar útibú frá hljómsveit Ágústs Ármanns Þorlákssonar en meðlimir sveitarinnar voru auk Ágústs Ármanns sem lék á hljómborð og munnhörpu, þau Guðmundur Rafnkell Gíslason söngvari og…

Hljómur [1] (1990-)

Samkórinn Hljómur hefur verið starfræktur á Akranesi síðan 1990 en hann er kenndur við félagsskapinn FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni sem hafði verið stofnað ári fyrr. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sögu kórsins frá fyrstu árum hans og t.a.m. liggur ekkert fyrir um stjórnendur hans fyrstu árin. Árið 1997 tók…

Hljómur [1] – Efni á plötum

Hljómur – Hljómur: Kór eldri borgara á Akranesi 10 sönglög 2015 Útgefand: Hljómur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2015 1. Vorið kemur 2. Ágústkvöld 3. Erla góða Erla 4. Enn syngur vornóttin 5. Syngið glaðan sönginn 6. Besti vinur bak við fjöllin háu 7. Liljan fríð 8. Veröld fláa 9. Sumarkvöld við sæinn 10. Ég að…

Hljómur [4] (2008 / 2010)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem sett var saman innan harmonikkufélagsins Hljóms haustið 2008 undir sama nafni (Hljómur) en þessi sveit lék á samkomu félagsins undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sveitin mun hafa verið sett saman úr minni harmonikkuhópum innan félagsins, Eldborginni, Fönix, Smáranum og Dragspilsdrottningunum – auk þess léku Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Carl…

Hljómur [5] (2011-)

Kór eldri borgara hafði starfað frá árinu 1990 við Neskirkju undir nafninu Litli kórinn og hafði Inga J. Backman stjórnað honum fyrsta áratug nýrrar aldar. Magnús Ragnarsson tók við kórstjórninni og fljótlega eftir það (haustið 2011) var nafni kórsins breytt í Hljómur. Eftir nafnabreytinguna var Magnús með kórinn í eitt ár og haustið 2012 tók…

Victor Urbancic – Efni á plötum

Kjartan Óskarsson og Hrefna U. Eggertsdóttir – Kjartan Óskarsson klarinett / Hrefna U. Eggertsdóttir píanó Útgefandi: Kjartan Óskarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Sónata í G-dúr op. 5 „Seinem lieben Freunde Richard Mühlfeld” (e. Gustav Jenner): Allegro moderato e grazioso / Agadio espressivo / Allegretto grazioso / Allegro energico 2. Fantasíusónata í h-moll op.…

Afmælisbörn 22. janúar 2025

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést 2022, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar…

Afmælisbörn 21. janúar 2025

Á þessum degi koma sjö afmælisbörn við sögu: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir…

Afmælisbörn 20. janúar 2025

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari hefði fagnað sjötugs afmæli á þessum degi en hann lést fyrir stuttu. Ársæll lék með fjölmörgum og ólíkum hljómsveitum og þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Strandhögg, Kennarabland MS, Úrkula vonar, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi…

Afmælisbörn 19. janúar 2025

Í dag eru sex afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Afmælisbörn 18. janúar 2025

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…

Afmælisbörn 17. janúar 2025

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og sex ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar (1914-58)

Þórarinn Guðmundsson var fyrstur Íslendinga til að nema sig í fiðluleik hér á landi og var þ.a.l. viðloðandi flestar þær hljómsveitir sem störfuðu fyrstu áratugi 20. aldarinnar, reyndar er þó ekki alltaf ljóst hverjar þessara sveita störfuðu í nafni Þórarins og hverjar voru Hljómsveit Reykjavíkur eða Útvarpshljómsveitin sem hann starfaði með og stjórnaði um tíma.…

Hljómsveitakeppnin í Húnaveri [tónlistarviðburður] (1989-91)

Löng hefð var fyrir skemmtanahaldi norður í Húnaveri í Austur-Húnavatnssýslu um verslunarmannahelgi en þar hafði þó ekki verið haldin útihátíð um árabil þegar Stuðmenn blésu til einnar slíkrar sumarið 1989, sveitin hafði þá komið að slíkum hátíðum í Atlavík og Húsafelli og stjórnað þar hljómsveitakeppnum, og slík keppni var einnig meðal dagskrárliða á hátíðinni sem…

Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar (1939-91)

Þorvaldur Steingrímsson var fjölhæfur tónlistarmaður, hann var framan af þekktur saxófón- og klarinettuleikari en síðar einnig sem fiðluleikari. Hann starfrækti því ótal danshljómsveitir og strengjasveitir sem léku ólíkar tegundir tónlistar en hljómsveitir hans sem flestar voru skammlífar, enda oftar en ekki settar saman fyrir stök verkefni störfuðu frá því undir lok fjórða áratugarins og allt…

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar (1960-61)

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61, og lék þá að minnsta kosti einu sinni á skemmtun innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Leifur Gunnarsson trommuleikari, Magnús Sigurðsson söngvari og Örlygur Haraldsson píanóleikari og hljómsveitarstjóri.jó

Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Hljómsveitin Gylfi (1994)

Hljómsveitin Gylfi starfaði á Akureyri í kringum miðjan tíunda áratug síðustu aldar, að minnsta kosti síðsumars 1994 en þá kom sveitin fram á landbúnaðarsýningunni Auðhumlu ´94 sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafirði. Gylfi sem var unglingahljómsveit, var skipuð þeim Atla Hergeirssyni bassaleikara, Birki Má Birgissyni [?], Bjarna Eiríkssyni [?], Lúðvík Trausta Lúðvíkssyni [?] og…

Hljómsveitin sem mamma þín bannaði þér að hlusta á (1994)

Upplýsingar óskast um dauðarokksveit frá Akranesi eða nágrenni sem keppti í tónlistarkeppni NFFA (innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 undir nafninu Hljómsveitin sem mamma þín bannaði þér að hlusta á. Fyrir liggur að þessi sveit hafnaði í öðru sæti keppninnar, og var líklega ekki stofnuð sérstaklega fyrir hana en hér vantar allar upplýsingar um…