Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Þorsteins Magnússonar (1982)

Hljómsveit Þorsteins Magnússon starfaði haustið 1982, og var hugsanlega sett saman fyrir einn viðburð – maraþontónleika SATT í Tónabæ en þar var gerð tilraun til heimsmets. Þess má geta að hljómsveitin lék í tólf tíma samfleytt í Tónabæ. Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þessa sveit, meðlimir hennar voru auk Þorsteins sem lék á gítar…

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (1994-2011)

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (einnig nefnd Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinssonar) starfaði á árunum 1994 til 2011 að minnsta kosti, framan af líklega nokkuð stopult en nokkuð samfleytt eftir aldamótin. Litlar upplýsingar er að finna um hljóðfæra- og meðlimaskipan sveitarinnar nema í upphafi (1994) en þá skipuðu sveitina líklega Edwin Kaaber gítarleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Þorvaldur Björnsson…

Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar (1970-73 / 1989-2005)

Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari, tónmenntakennari, organisti og kórstjóri starfrækti hljómsveitir á tveimur tímaskeiðum, annars vegar um og upp úr 1970 og hins vegar um og eftir 1990. Fyrri hljómsveit Þorvaldar Björnssonar lék um nokkurra ára skeið í Ingólfcafe og spilaði þar fyrir gömlu dönsunum. Þessi sveit tók til starfa þar vorið 1970 og lék til ársloka…

Hljómsveit Þórarins Magnússonar (1972-73)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Þórarins Magnússonar en sveitin lék á árshátíð á Hótel KEA á Akureyri í janúar 1973, þ.a.l. hefur sveitin verið stofnuð 1972 eða fyrr. Engin frekari deili er að finna á þessari sveit, Þórarinn Magnússon hafði verið píanóleikari í hljómsveit sem lék á hótelinu ári fyrr og þar léku með…

Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Hljómsveit Helga Hermannssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Hermannsson hefur átt í samstarfi við fjöldann allan af öðru tónlistarfólki ýmist í dúetta-, tríóa- eða hljómsveitaformi í eigin nafni en í mörgum tilfellum hefur þar verið tjaldað til einnar nætur eins og gengur og gerist. Helgi var þekktur framan af sem einn meðlimur hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum en eftir að hann fluttist…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Samkór Húsavíkur [3] – Efni á plötum

Samkór Húsavíkur – Allt brosir á Húsavík Útgefandi: Tónlistarskóli Húsavíkur Útgáfunúmer: TH 01 Ár: 2004 1. Allt brosir á Húsavík 2. Ég leitaði 3. Fyrr var oft í koti kátt 4. Góða tungl 5. Verndi þig englar 6. Grafskrift 7. Bláir eru dalir þínir 8. Gömul spor 9. Svantes lykkelige dag 10. Go tel lit…

Hildur Tryggvadóttir (1958-)

Sópran söngkonan Hildur Tryggvadóttir var áberandi í norðlensku söng- og tónlistarstarfi um árabil, söng með fjölda kóra auk þess að koma fram sem einsöngvari á ótal tónleikum. Hildur Tryggvadóttir (f. 1958) er reyndar höfuðborgarbúi að uppruna, hún hóf að syngja í Pólýfónkórnum ung að árum og naut fyrstu leiðsagnar í söng innan kórskóla kórsins. Hún…

Afmælisbörn 8. janúar 2025

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og sex ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…