Hlynur Þorsteinsson (1953-)

Hlynur Þorsteinsson læknir er það sem kalla mætti einyrki í tónlist þrátt fyrir að hann hafi starfað með fjölda hljómsveita sem gefið hafa út tugi platna, þær sveitir eiga það sameiginlegt að leika tónlist eftir hann. Hlynur (f. 1953) mun hafa eignast sinn fyrsta gítar um 17 ára aldur og fljótlega upp úr því farið…

Hlynur Þorsteinsson – Efni á plötum

Pósthúsið í Tuva – Berserkir & krossfarar Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ 001 CD Ár: 2002 1. Við félagarnir 2. Eðlilegur fórnarkostnaður 3. Pudle og Doberman 4. Hugrenningar hins lausráðna manns 5. Friðsemdarþankar um stríð 6. Fjölskylduróman 7. Sjúkraliðadagar 8. Vesenis blús 9. Frumvarp til laga 10. Skammdegisblús 11. Flórens 12. Spennufíkill 13. Toppurinn að…

Hlykkir (um 1965)

Á sjöunda áratug liðinnar aldar, líklega í kringum miðjan áratuginn var skólahljómsveit starfrækt á Ísafirði undir nafninu Hlykkir (hugsanlega er hún í einhverjum heimildum nefnd Hlekkir en Hlykkir er áreiðanlega rétta nafn sveitarinnar). Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Rúnar Vilbergsson trommuleikari (síðar Þursaflokkurinn o.fl.), Ólafur Guðmundsson söngvari (síðar í BG & Ingibjörg, Grafík o.fl.), Kristján Hermannsson…

Hljóp á snærið (1994-2016)

Hljómsveitin Hljóp á snærið starfaði um ríflega tuttugu ára skeið í Sandgerði, líklega þó ekki samfleytt en sveitin var lengi fastagestur á bæjarhátíðinni Sandgerðisdögum og lék reyndar víðar annars staðar um landið. Hljóp á snærið virðist hafa komið fram á sjónarsviðið fyrst í kringum 1994 og lék þá bæði í heimabæ sínum Sandgerði sem og…

Hlunkarnir (1993)

Tríóið Hlunkarnir starfaði í fáeina mánuði vorið og sumarið 1993 og lék þá á nokkrum tónleikum á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu með bland af frumsaminni tónlist og annarra. Hlunkarnir komu fyrst fram á Plúsnum við Vitastíg um vorið 1993 en það voru þeir Ómar Diðriksson og Guðni B. Einarsson gítarleikarar og Pétur Pétursson bassaleikari sem skipuðu…

Hljómvinir (2000-08)

Söngflokkur eða kór starfaði á Fljótsdalshéraði um og upp úr síðustu aldamótum undir nafninu Hljómvinir en gekk reyndar einnig undir nafninu Útmannasveitin undir það síðasta. Hljómvinir voru stofnaðir af því er virðist aldamótaárið 2000 og var Króatinn Suncanna Slamning stjórnandi kórsins alla tíð. Kórinn starfaði líklega ekki allt árið um kring heldur mun það hafa…

Hlynur Höskuldsson (1953-2023)

Tónlistarmaðurinn Hlynur Höskuldsson kom víða við á tónlistarferli sínum en hann starfaði með fjölda hljómsveita, Hlynur lét ekki fötlun í kjölfar alvarlegs slyss stöðva sig og vakti víðs vegar athygli sem einhenti bassaleikarinn. Hlynur var fæddur í árslok 1953 og var líklega um fjórtán ára gamall þegar hann hóf að leika með hljómsveitinni Raflost þar…

Hnakkarnir (2007)

Kántrísveitin Hnakkarnir var skammlíf hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 2007 en sveitin lék þá á fáeinum uppákomum s.s. á opnunarhátíð álversins á Reyðarfirði. Hnakkarnir munu hafa verið eins konar útibú frá hljómsveit Ágústs Ármanns Þorlákssonar en meðlimir sveitarinnar voru auk Ágústs Ármanns sem lék á hljómborð og munnhörpu, þau Guðmundur Rafnkell Gíslason söngvari og…

Hljómur [1] (1990-)

Samkórinn Hljómur hefur verið starfræktur á Akranesi síðan 1990 en hann er kenndur við félagsskapinn FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni sem hafði verið stofnað ári fyrr. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sögu kórsins frá fyrstu árum hans og t.a.m. liggur ekkert fyrir um stjórnendur hans fyrstu árin. Árið 1997 tók…

Hljómur [1] – Efni á plötum

Hljómur – Hljómur: Kór eldri borgara á Akranesi 10 sönglög 2015 Útgefand: Hljómur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2015 1. Vorið kemur 2. Ágústkvöld 3. Erla góða Erla 4. Enn syngur vornóttin 5. Syngið glaðan sönginn 6. Besti vinur bak við fjöllin háu 7. Liljan fríð 8. Veröld fláa 9. Sumarkvöld við sæinn 10. Ég að…

Hljómur [4] (2008 / 2010)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem sett var saman innan harmonikkufélagsins Hljóms haustið 2008 undir sama nafni (Hljómur) en þessi sveit lék á samkomu félagsins undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sveitin mun hafa verið sett saman úr minni harmonikkuhópum innan félagsins, Eldborginni, Fönix, Smáranum og Dragspilsdrottningunum – auk þess léku Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Carl…

Hljómur [5] (2011-)

Kór eldri borgara hafði starfað frá árinu 1990 við Neskirkju undir nafninu Litli kórinn og hafði Inga J. Backman stjórnað honum fyrsta áratug nýrrar aldar. Magnús Ragnarsson tók við kórstjórninni og fljótlega eftir það (haustið 2011) var nafni kórsins breytt í Hljómur. Eftir nafnabreytinguna var Magnús með kórinn í eitt ár og haustið 2012 tók…

Victor Urbancic – Efni á plötum

Kjartan Óskarsson og Hrefna U. Eggertsdóttir – Kjartan Óskarsson klarinett / Hrefna U. Eggertsdóttir píanó Útgefandi: Kjartan Óskarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Sónata í G-dúr op. 5 „Seinem lieben Freunde Richard Mühlfeld” (e. Gustav Jenner): Allegro moderato e grazioso / Agadio espressivo / Allegretto grazioso / Allegro energico 2. Fantasíusónata í h-moll op.…

Afmælisbörn 22. janúar 2025

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést 2022, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar…